FH ætlar að styrkja sig í glugganum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2016 14:15 Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. Félagaskiptaglugginn er opinn fram að mánaðarmótum og FH-ingar eru að horfa í kringum sig. „Við ætlum að styrkja okkur í glugganum en við viljum vanda til verksins og reyna að fá leikmann eða leikmenn sem passa inn í okkar leikskipulag,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í hádeginu eftir blaðamannafund í tilefni af Evrópuleik FH og Dundalk í Kaplakrika.Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 og FH nægir því markalaust jafntefli í leiknum á morgun til að komast áfram. Takist það bíða liðsins a.m.k. fjórir Evrópuleikir í viðbót. FH er á toppnum í Pepsi-deildinni og komið í undanúrslit Borgunarbikarsins svo álagið er mikið þessar vikurnar. „Það er alltaf hægt að fá leikmenn en svo er spurning hvort þeir falli inn í leikskipulagið og hópinn,“ sagði Heimir.Að hans sögn eru allir leikmenn FH klárir í slaginn fyrir leikinn á morgun að undanskildum Atla Guðnasyni sem rifbeinsbrotnaði í leiknum gegn ÍBV á laugardaginn. Heimir sagði á blaðamannafundinum að Atli myndi væntanlega snúa aftur til æfinga eftir tvær vikur. „Atli Guðna er náttúrulega grjótharður þótt hann beri það ekki með sér,“ sagði þjálfarinn í léttum dúr. „Ég hef trú á því, og hann sagði það sjálfur, að hann verði byrjaður að æfa eftir tvær, í mesta lagi, þrjár vikur. Hann ætti að vera klár í byrjun ágúst.“Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Körfubolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. Félagaskiptaglugginn er opinn fram að mánaðarmótum og FH-ingar eru að horfa í kringum sig. „Við ætlum að styrkja okkur í glugganum en við viljum vanda til verksins og reyna að fá leikmann eða leikmenn sem passa inn í okkar leikskipulag,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi í hádeginu eftir blaðamannafund í tilefni af Evrópuleik FH og Dundalk í Kaplakrika.Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 og FH nægir því markalaust jafntefli í leiknum á morgun til að komast áfram. Takist það bíða liðsins a.m.k. fjórir Evrópuleikir í viðbót. FH er á toppnum í Pepsi-deildinni og komið í undanúrslit Borgunarbikarsins svo álagið er mikið þessar vikurnar. „Það er alltaf hægt að fá leikmenn en svo er spurning hvort þeir falli inn í leikskipulagið og hópinn,“ sagði Heimir.Að hans sögn eru allir leikmenn FH klárir í slaginn fyrir leikinn á morgun að undanskildum Atla Guðnasyni sem rifbeinsbrotnaði í leiknum gegn ÍBV á laugardaginn. Heimir sagði á blaðamannafundinum að Atli myndi væntanlega snúa aftur til æfinga eftir tvær vikur. „Atli Guðna er náttúrulega grjótharður þótt hann beri það ekki með sér,“ sagði þjálfarinn í léttum dúr. „Ég hef trú á því, og hann sagði það sjálfur, að hann verði byrjaður að æfa eftir tvær, í mesta lagi, þrjár vikur. Hann ætti að vera klár í byrjun ágúst.“Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Körfubolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira