Árásarmennirnir tilheyrðu vel stæðum fjölskyldum Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2016 14:30 Frá minningarathöfn í Dhaka. Vísir/AFp Lögreglan í Bangladess hefur nefnt fimm af árásarmönnum sex sem myrtu tuttugu manns á kaffihúsi í Dhaka í Bangladess um helgina. Innanríkisráðherra landsins segir að þeir hafi tilheyrt öfgahópi sem hafi verið bannaður í rúman áratug. Einn af mönnunum sex er þó mögulega sagður vera saklaust fórnarlamb. Einn til viðbótar hefur verið handtekinn en ekki liggur fyrir hvernig eða hvort hann kom að árásinni. Mennirnir réðust þungvopnaðir inn í kaffihús á föstudaginn og héldu fjölda fólks í gíslingu í tólf klukkustundir. Tuttug gíslar voru myrtir og 30 særðust. Þrettán var bjargað af lögreglu sem gerði árás á kaffihúsið. Tveir lögregluþjónar létu einnig lífið þegar mennirnir réðust á kaffihúsið. Engar kröfur voru settar fram á meðan á árásinni stóð. Mennirnir neituðu að tala við lögreglu og margir þeirra sem létu lífið í árásinni höfðu verið stungnir eða skornir til bana. Níu Ítalar létu lífið, sjö frá Japan, einn frá Bandaríkjunum og einn frá Indlandi.Höfðu verið týndir í hálft ár Nú hefur komið í ljós að þrír af árásarmönnunum voru undir 22 ára aldri og höfðu verið týndir í sex mánuði. Þá hefur vakið athygli að mennirnir komu úr tekjuháum fjölskyldum, voru í dýrum einkaskólum og einn þeirra var sonur háttsetts embættismanns. Þeir falla ekki í hefðbundin mót ungra öfgamanna. Flestir vígamenn ISIS koma úr samfélögum lágtekjufólks og hafa greinendur lengi talið trúarstaði í Bangladess verið helstu vígi manna sem finna fólk til að ganga til liðs við vígasamtök. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, en yfirvöld Bangladess segja samtökin ekki vera með fótfestu í landinu. Þrátt fyrir að fréttaveita ISIS hafi birt myndir af mönnunum þar sem fimm þeirra hafa stillt sér upp vopnaðir, fyrir framan myndavél. „Þeir eru meðlimir Jamaeytul Mujahdeen Bangladesh. Þeir tengjast ISIS ekki á nokkurn hátt,“ sagði Asaduzzaman Khan, innanríkisráðherra Bangladess, við blaðamenn í dag. Hann sagði mennina vera úr vel stæðum fjölskyldum og að þeir hefðu orðið öfgamenn þar sem það væri orðið að tísku. Mið-Austurlönd Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Lögreglan í Bangladess hefur nefnt fimm af árásarmönnum sex sem myrtu tuttugu manns á kaffihúsi í Dhaka í Bangladess um helgina. Innanríkisráðherra landsins segir að þeir hafi tilheyrt öfgahópi sem hafi verið bannaður í rúman áratug. Einn af mönnunum sex er þó mögulega sagður vera saklaust fórnarlamb. Einn til viðbótar hefur verið handtekinn en ekki liggur fyrir hvernig eða hvort hann kom að árásinni. Mennirnir réðust þungvopnaðir inn í kaffihús á föstudaginn og héldu fjölda fólks í gíslingu í tólf klukkustundir. Tuttug gíslar voru myrtir og 30 særðust. Þrettán var bjargað af lögreglu sem gerði árás á kaffihúsið. Tveir lögregluþjónar létu einnig lífið þegar mennirnir réðust á kaffihúsið. Engar kröfur voru settar fram á meðan á árásinni stóð. Mennirnir neituðu að tala við lögreglu og margir þeirra sem létu lífið í árásinni höfðu verið stungnir eða skornir til bana. Níu Ítalar létu lífið, sjö frá Japan, einn frá Bandaríkjunum og einn frá Indlandi.Höfðu verið týndir í hálft ár Nú hefur komið í ljós að þrír af árásarmönnunum voru undir 22 ára aldri og höfðu verið týndir í sex mánuði. Þá hefur vakið athygli að mennirnir komu úr tekjuháum fjölskyldum, voru í dýrum einkaskólum og einn þeirra var sonur háttsetts embættismanns. Þeir falla ekki í hefðbundin mót ungra öfgamanna. Flestir vígamenn ISIS koma úr samfélögum lágtekjufólks og hafa greinendur lengi talið trúarstaði í Bangladess verið helstu vígi manna sem finna fólk til að ganga til liðs við vígasamtök. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, en yfirvöld Bangladess segja samtökin ekki vera með fótfestu í landinu. Þrátt fyrir að fréttaveita ISIS hafi birt myndir af mönnunum þar sem fimm þeirra hafa stillt sér upp vopnaðir, fyrir framan myndavél. „Þeir eru meðlimir Jamaeytul Mujahdeen Bangladesh. Þeir tengjast ISIS ekki á nokkurn hátt,“ sagði Asaduzzaman Khan, innanríkisráðherra Bangladess, við blaðamenn í dag. Hann sagði mennina vera úr vel stæðum fjölskyldum og að þeir hefðu orðið öfgamenn þar sem það væri orðið að tísku.
Mið-Austurlönd Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira