Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur Ó. 0-0 | Markalaust í fyrsta leik Willums í deildinni Stefán Árni Pálsson á Alvogen-vellinum skrifar 10. júlí 2016 18:45 vísir/hanna KR og Víkingur Ó. gerðu markalaust jafntefli í Pepsi-deild karla í Vesturbænum í dag.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum í dag og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var fyrsti deildarleikur Willum Þórs Þórssonar með KR liðið og náði hann ekki að stýra liðinu til sigurs á heimavelli. Bæði lið fengu tækifæri til að fara með stigin þrjú en allt kom fyrir ekki. KR-ingar því með tíu stig í deildinni en Víkingur Ó. er með 18 stig. Af hverju varð jafntefli ?Víkingar voru mjög skiplagðir og gáfu fá færi á sér. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu að skapa sér færi en það vantar ennþá upp á spilið á síðasta þriðjungi vallarins hjá vesturbæjarliðinu. Gestirnir frá Ólafsvík voru flottir í kvöld og spiluðu bara sinn leik. Það er ekki að ástæðulausu að liðið er með 18 stig í deildinni, nýliðarnir eru einfaldlega með gott lið og var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.Þessir stóðu upp úrÞorsteinn Már Ragnarsson var frábær í liði Víkinga í dag og lék KR-inga oft grátt. Hann virtist finna sig vel á sínum gamla heimavelli hér í vesturbænum. Óskar Örn Hauksson átti nokkra spretti fyrir KR og reyndi töluvert að skapa eitthvað. En í raun voru ekki margir leikmenn inni á vellinum sem áttu góðan dag.Hvað gekk illa?Sóknarleikur KR-inga hefur aðeins skánað en hann er ekki orðinn góður. Willum þarf að bæta spilið og sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins, því KR verður að fara skora einhver mörk. Liðið hefur aðeins gert átta mörk í allt sumar í deildinni og það er alls ekki nægilega mikið. Víkingar verða kannski að nýta sín færi aðeins betur.Hvað gerist næst?KR-ingar mæta Fylkismönnum í næstu umferð Pepsi-deildarinnar og þá verður liðið einfaldlega að vinna til að komast sér á strik. Víkingar mæta Blikum í rosalegum Evrópusætaslag og þar verður allt undir. Ejub og strákarnir hans eru komnir með 18 stig.Vísir/AntonEjub: Við erum ekkert farnir að setja okkur ný markmið „Ég er alltaf sáttur við stig,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., eftir leikinn í dag. „Mér fannst við spila vel í seinni hálfleik en í þeim fyrri erum við að elta allt of mikið. Við erum samt alltaf hættulegir í þessum leik og höfðum alltaf eitthvað til að ógna með.“ Ejub segir að hans menn hafði fengið betri færi í leiknum, þrátt fyrir að KR-ingar hafi gangi verið með yfirhöndina. „Við erum alls ekkert byrjaði að setja okkur ný markmið. Við ætlum okkur bara að halda okkur í deildinni og þegar það er komið þá verður mjög auðvelt að setja sér ný markmið.“Willum: Fín þróun í okkar leik „Maður er auðvitað ekkert sáttur með eitt stig hér á heimavelli og við ætluðum okkur þrjú,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við vorum mjög meðvitaðir um það að við værum að spila á móti mjög góðu liði í dag sem er með sjálfstraustið í botni. Þeir spila sinn leik mjög vel í dag.“ Hann segir að Víkingar hafi allan leikinn verið fljótir að aðlagast þeirra færslum. „Mér fannst við hafa yfirhöndina í leiknum nánast allan tímann en þú getur aldrei verið rólegur þegar menn eins og Þorsteinn Már eru í liði andstæðingsins.“ Willum segir að liðið hefði unnið þennan leik 2-0 ef leikmenn liðsins væru með sjálfstraustið í botni. „Ég er samt ánægður með liðið og hvernig þetta er að þróast hjá okkur. Kannski þegar upp er staðið verðum við ánægðir með þetta stig, það eru samt sigrarnir sem láta jafnteflin telja.“Þorsteinn reynir skot að marki.vísir/hannaÞorsteinn: Búinn að bíða lengi eftir þessum leik „Ég kannast vel við aðstæður hér og mér finnst bara gaman að koma hingað að spila. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessum leik,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkinga, eftir leikinn í dag. „Við fengum mjög góð færi í þessum leik og mér fannst þetta bara vera 50/50 leikur. Þeir voru kannski aðeins meira með boltann, enda betri í því að halda bolta en við gátum alveg stolið stigunum þremur.“ Þorsteinn átti einn magnaðan sprett upp völlinn og gaf mjög góða fyrirgjöf inn í vítateig KR-inga. Þá átti Tokic skalla á markið sem fór rétt framhjá. Atvikið gerðist undir lok leiksins og hefðu gestirnir geta stolið sigrinum. „Það hefði verið gaman ef hann hefði sett hann en ég er ekkert pirraður út í hann, hann bara skorar næst.“Willum var líflegur á bekknum að vanda.vísir/hannavísir/hanna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
KR og Víkingur Ó. gerðu markalaust jafntefli í Pepsi-deild karla í Vesturbænum í dag.Jóhanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum í dag og tók meðfylgjandi myndir. Leikurinn var fyrsti deildarleikur Willum Þórs Þórssonar með KR liðið og náði hann ekki að stýra liðinu til sigurs á heimavelli. Bæði lið fengu tækifæri til að fara með stigin þrjú en allt kom fyrir ekki. KR-ingar því með tíu stig í deildinni en Víkingur Ó. er með 18 stig. Af hverju varð jafntefli ?Víkingar voru mjög skiplagðir og gáfu fá færi á sér. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu að skapa sér færi en það vantar ennþá upp á spilið á síðasta þriðjungi vallarins hjá vesturbæjarliðinu. Gestirnir frá Ólafsvík voru flottir í kvöld og spiluðu bara sinn leik. Það er ekki að ástæðulausu að liðið er með 18 stig í deildinni, nýliðarnir eru einfaldlega með gott lið og var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.Þessir stóðu upp úrÞorsteinn Már Ragnarsson var frábær í liði Víkinga í dag og lék KR-inga oft grátt. Hann virtist finna sig vel á sínum gamla heimavelli hér í vesturbænum. Óskar Örn Hauksson átti nokkra spretti fyrir KR og reyndi töluvert að skapa eitthvað. En í raun voru ekki margir leikmenn inni á vellinum sem áttu góðan dag.Hvað gekk illa?Sóknarleikur KR-inga hefur aðeins skánað en hann er ekki orðinn góður. Willum þarf að bæta spilið og sérstaklega á síðasta þriðjungi vallarins, því KR verður að fara skora einhver mörk. Liðið hefur aðeins gert átta mörk í allt sumar í deildinni og það er alls ekki nægilega mikið. Víkingar verða kannski að nýta sín færi aðeins betur.Hvað gerist næst?KR-ingar mæta Fylkismönnum í næstu umferð Pepsi-deildarinnar og þá verður liðið einfaldlega að vinna til að komast sér á strik. Víkingar mæta Blikum í rosalegum Evrópusætaslag og þar verður allt undir. Ejub og strákarnir hans eru komnir með 18 stig.Vísir/AntonEjub: Við erum ekkert farnir að setja okkur ný markmið „Ég er alltaf sáttur við stig,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., eftir leikinn í dag. „Mér fannst við spila vel í seinni hálfleik en í þeim fyrri erum við að elta allt of mikið. Við erum samt alltaf hættulegir í þessum leik og höfðum alltaf eitthvað til að ógna með.“ Ejub segir að hans menn hafði fengið betri færi í leiknum, þrátt fyrir að KR-ingar hafi gangi verið með yfirhöndina. „Við erum alls ekkert byrjaði að setja okkur ný markmið. Við ætlum okkur bara að halda okkur í deildinni og þegar það er komið þá verður mjög auðvelt að setja sér ný markmið.“Willum: Fín þróun í okkar leik „Maður er auðvitað ekkert sáttur með eitt stig hér á heimavelli og við ætluðum okkur þrjú,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við vorum mjög meðvitaðir um það að við værum að spila á móti mjög góðu liði í dag sem er með sjálfstraustið í botni. Þeir spila sinn leik mjög vel í dag.“ Hann segir að Víkingar hafi allan leikinn verið fljótir að aðlagast þeirra færslum. „Mér fannst við hafa yfirhöndina í leiknum nánast allan tímann en þú getur aldrei verið rólegur þegar menn eins og Þorsteinn Már eru í liði andstæðingsins.“ Willum segir að liðið hefði unnið þennan leik 2-0 ef leikmenn liðsins væru með sjálfstraustið í botni. „Ég er samt ánægður með liðið og hvernig þetta er að þróast hjá okkur. Kannski þegar upp er staðið verðum við ánægðir með þetta stig, það eru samt sigrarnir sem láta jafnteflin telja.“Þorsteinn reynir skot að marki.vísir/hannaÞorsteinn: Búinn að bíða lengi eftir þessum leik „Ég kannast vel við aðstæður hér og mér finnst bara gaman að koma hingað að spila. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessum leik,“ segir Þorsteinn Már Ragnarsson, fyrirliði Víkinga, eftir leikinn í dag. „Við fengum mjög góð færi í þessum leik og mér fannst þetta bara vera 50/50 leikur. Þeir voru kannski aðeins meira með boltann, enda betri í því að halda bolta en við gátum alveg stolið stigunum þremur.“ Þorsteinn átti einn magnaðan sprett upp völlinn og gaf mjög góða fyrirgjöf inn í vítateig KR-inga. Þá átti Tokic skalla á markið sem fór rétt framhjá. Atvikið gerðist undir lok leiksins og hefðu gestirnir geta stolið sigrinum. „Það hefði verið gaman ef hann hefði sett hann en ég er ekkert pirraður út í hann, hann bara skorar næst.“Willum var líflegur á bekknum að vanda.vísir/hannavísir/hanna
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira