Breska stjórnarandstaðan í molum í kjölfar Brexit Bjarki Ármannsson skrifar 26. júní 2016 17:32 Jeremy Corbyn þykir ekki hafa sýnt nægilega sannfæringu er Verkamannaflokkurinn hvatti Breta til að kjósa með áframhaldandi aðild. Vísir/EPA Upplausn ríkir nú í herbúðum breska Verkamannaflokksins eftir að almenningur í Bretlandi samþykkti naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur bersýnilega glatað trausti margra samflokksmanna sinna en segist ekki ætla að segja af sér. Verkamannaflokkurinn studdi opinberlega áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu en Corbyn hefur legið undir ámæli fyrir að ljá málstaðnum ekki nægilega kröftuga rödd í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sjálfur hefur Corbyn ítrekað gagnrýnt sambandið og hafa fáir leiðtogar flokksins sýnt því minni áhuga í gegnum árin. Fyrr í dag var Hilary Benn rekinn úr svokölluðu skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins eftir að hafa sagt að Corbyn nyti ekki lengur trausts síns. Síðan þá hafa níu skuggaráðherrar til viðbótar yfirgefið ráðuneyti Corbyn og tveir þingmenn flokksins hafa lagt fram vantrauststillögu á leiðtogann, sem gæti verið tekin fyrir á þingflokksfundi á morgun að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Talsmaður Corbyn segir þó í dag að hann muni ekki segja af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er, ríkir mikil óvissa í breskum stjórnmálum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar á fimmtudag. David Cameron forsætisráðherra sagði af sér á föstudag og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur sagt að til greina komi að Skotar reyni að berjast gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit Tengdar fréttir Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14 Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB Telur miklar líkur á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. 25. júní 2016 16:14 Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Ráðamenn innan Evrópusambandsins segja Breta verða að fara strax. Glundroði ríkti í fjár 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Upplausn ríkir nú í herbúðum breska Verkamannaflokksins eftir að almenningur í Bretlandi samþykkti naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið. Jeremy Corbyn, leiðtogi flokksins, hefur bersýnilega glatað trausti margra samflokksmanna sinna en segist ekki ætla að segja af sér. Verkamannaflokkurinn studdi opinberlega áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu en Corbyn hefur legið undir ámæli fyrir að ljá málstaðnum ekki nægilega kröftuga rödd í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Sjálfur hefur Corbyn ítrekað gagnrýnt sambandið og hafa fáir leiðtogar flokksins sýnt því minni áhuga í gegnum árin. Fyrr í dag var Hilary Benn rekinn úr svokölluðu skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins eftir að hafa sagt að Corbyn nyti ekki lengur trausts síns. Síðan þá hafa níu skuggaráðherrar til viðbótar yfirgefið ráðuneyti Corbyn og tveir þingmenn flokksins hafa lagt fram vantrauststillögu á leiðtogann, sem gæti verið tekin fyrir á þingflokksfundi á morgun að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Talsmaður Corbyn segir þó í dag að hann muni ekki segja af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Sem kunnugt er, ríkir mikil óvissa í breskum stjórnmálum í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar á fimmtudag. David Cameron forsætisráðherra sagði af sér á föstudag og Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur sagt að til greina komi að Skotar reyni að berjast gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Brexit Tengdar fréttir Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14 Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB Telur miklar líkur á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. 25. júní 2016 16:14 Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Ráðamenn innan Evrópusambandsins segja Breta verða að fara strax. Glundroði ríkti í fjár 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ráðvilltir Bretar spyrja Google hvað gerist næst Bretar virðast margir hverjir ekki vera með á hreinu hvað Brexit mun hafa í för með sér. 24. júní 2016 15:14
Sturgeon vill samtal við ráðamenn í Brussel til að tryggja stöðu Skota í ESB Telur miklar líkur á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota. 25. júní 2016 16:14
Höfuð fjúka vegna útgöngu Breta Ráðamenn innan Evrópusambandsins segja Breta verða að fara strax. Glundroði ríkti í fjár 25. júní 2016 07:00