Einkunnir gegn Englandi: Ragnar bestur með tíu í einkunn Anton Ingi Leifsson skrifar 27. júní 2016 21:07 Ragnar klappar fyrir stuðningsmönnum Íslands í leikslok. vísir/getty Ísland er komið í átta liða úrslit á EM í Frakklandi eftir 2-1 sigur á Englandi á Allianz Riviera í Nice í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið. Wayne Rooney kom Englandi yfir af vítapunktinum á fjórðu mínútu, en Ragnar Sigurðsson jafnaði 80 sekúndum síðar. Kolbeinn Sigþórsson skoraði svo sigurmarkið á nítjándu mínútu leiksins, en frammistaða íslenska liðsins var gjörsamlega mögnuð í alla staði. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með fullt hús, tíu í einkunn, en nokkrir leikmenn voru með níu í einkunn. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins ásamt umsögn um hvern einasta leik, en íslenska liðið mætir Frakklandi í París á sunnudag.Einkunnir Íslands gegn Englandi:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Verst mögulega byrjun þegar Hannes gaf víti með því að keyra Sterling niður. Lét það ekki buga sig og var öryggið uppmálið í markinu og átti mjög góðan leik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Missti Sterling inn fyrir sig í vítinu en annars hélt hann kantmanninum ágætlega í skefjum. Tók enga áhættu og þrumaði boltanum í burtu við fyrsta tækifæri.Kári Árnason, miðvörður 9 Lagði upp mark annan leikinn í röð eftir langt innkast frá Aroni. Turninn í vörninni og sýndi Englendingum enga virðingu. Góður talandi og þeir Raggi flottir sem fyrr.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 10 Skoraði sitt annað landsliðsmark af harðfylgi og var frábær í vörninni eins og hann hefur verið allt mótið. Átti tæklingu leiksins í seinni hálfleik þegar Vardy var að sleppa í gegn. Fullt hús.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Undir mikilli pressu því vitað var að Englendingarnir myndu reyna að keyra upp hægra megin. Stóðst hana með ágætum og þeir Birkir unnu vel saman í vörninni.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Hefur átt betri leiki og fyrsta snerting sveik hann nokkrum sinnum. Sinnti varnarvinnunni velAron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Þvílíkur fyrirliði. Leiðtoginn með vopnið mikilvæga, innköstin, sem aftur skiluðu marki. Vann boltann aftur og aftur en datt stundum í þá gryfju að senda blint þegar hann var að reyna að hjálpa Íslandi að ná upp spili.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Þetta var leikurinn hans Gylfa. Hann nýtur sín í enskum fótbolta og greinilega gegn Englandi líka. Stjórnaði sókninni og vann boltann svo aftur og aftur í vörninni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Afar duglegur að aðstoða Ara Frey og unnu þeir vel saman. Óþreytandi og gekk vel að halda boltanum þega á þurfti að halda.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Sami dugnaðurinn og áður fyrr en gekk ekki alveg jafnvel að taka á móti boltanum og halda þegar þurfti.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Það voru allir að bíða eftir marki frá Kolla því hann skorar nánast alltaf. Nú kom það eftir frábæra sókn íslenska liðsins. Gekk ekki nógu vel að halda boltanum en vann vel til baka þegar þurfti.Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 77. mínútu) Kom inn með orku, kraft og elti hvern einasta bolta. Frábær leikmaður til að geta sett inn á.Arnór Ingi Traustason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 89. mínútu) Kom inn á síðustu mínútunum til að gefa ferska fætur og skilaði sínu hlutverki vel. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Ísland er komið í átta liða úrslit á EM í Frakklandi eftir 2-1 sigur á Englandi á Allianz Riviera í Nice í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið. Wayne Rooney kom Englandi yfir af vítapunktinum á fjórðu mínútu, en Ragnar Sigurðsson jafnaði 80 sekúndum síðar. Kolbeinn Sigþórsson skoraði svo sigurmarkið á nítjándu mínútu leiksins, en frammistaða íslenska liðsins var gjörsamlega mögnuð í alla staði. Ragnar Sigurðsson var valinn maður leiksins með fullt hús, tíu í einkunn, en nokkrir leikmenn voru með níu í einkunn. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins ásamt umsögn um hvern einasta leik, en íslenska liðið mætir Frakklandi í París á sunnudag.Einkunnir Íslands gegn Englandi:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 8 Verst mögulega byrjun þegar Hannes gaf víti með því að keyra Sterling niður. Lét það ekki buga sig og var öryggið uppmálið í markinu og átti mjög góðan leik.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Missti Sterling inn fyrir sig í vítinu en annars hélt hann kantmanninum ágætlega í skefjum. Tók enga áhættu og þrumaði boltanum í burtu við fyrsta tækifæri.Kári Árnason, miðvörður 9 Lagði upp mark annan leikinn í röð eftir langt innkast frá Aroni. Turninn í vörninni og sýndi Englendingum enga virðingu. Góður talandi og þeir Raggi flottir sem fyrr.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 10 Skoraði sitt annað landsliðsmark af harðfylgi og var frábær í vörninni eins og hann hefur verið allt mótið. Átti tæklingu leiksins í seinni hálfleik þegar Vardy var að sleppa í gegn. Fullt hús.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 8 Undir mikilli pressu því vitað var að Englendingarnir myndu reyna að keyra upp hægra megin. Stóðst hana með ágætum og þeir Birkir unnu vel saman í vörninni.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Hefur átt betri leiki og fyrsta snerting sveik hann nokkrum sinnum. Sinnti varnarvinnunni velAron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Þvílíkur fyrirliði. Leiðtoginn með vopnið mikilvæga, innköstin, sem aftur skiluðu marki. Vann boltann aftur og aftur en datt stundum í þá gryfju að senda blint þegar hann var að reyna að hjálpa Íslandi að ná upp spili.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Þetta var leikurinn hans Gylfa. Hann nýtur sín í enskum fótbolta og greinilega gegn Englandi líka. Stjórnaði sókninni og vann boltann svo aftur og aftur í vörninni.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 9 Afar duglegur að aðstoða Ara Frey og unnu þeir vel saman. Óþreytandi og gekk vel að halda boltanum þega á þurfti að halda.Jón Daði Böðvarsson, framherji 8 Sami dugnaðurinn og áður fyrr en gekk ekki alveg jafnvel að taka á móti boltanum og halda þegar þurfti.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 8 Það voru allir að bíða eftir marki frá Kolla því hann skorar nánast alltaf. Nú kom það eftir frábæra sókn íslenska liðsins. Gekk ekki nógu vel að halda boltanum en vann vel til baka þegar þurfti.Varamenn:Theodór Elmar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 77. mínútu) Kom inn með orku, kraft og elti hvern einasta bolta. Frábær leikmaður til að geta sett inn á.Arnór Ingi Traustason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 89. mínútu) Kom inn á síðustu mínútunum til að gefa ferska fætur og skilaði sínu hlutverki vel.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld. 27. júní 2016 19:45
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti