Istanbúl: Lá særður í tuttugu sekúndur áður en hann sprengdi sjálfan sig í loft upp Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2016 08:06 Forsætisráðherra segir að árásarmennirnir hafi komið á flugvöllinn með leigubíl. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að hryðjuverkaárásin á Atatürk-flugvellinum í Istanbul í gærkvöldi eigi að marka þáttaskil í hinni alþjóðlegu baráttu gegn herskáum uppreisnarhópum. „Sprengjurnar sem sprungu í Istanbul í dag gætu hafa sprungið á hvaða flugvelli sem er í hvaða borg í heiminum sem er,“ sagði forsetinn. BBC greinir frá.Sjá einnig:Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Tyrknesk yfirvöld hafa staðfest að 36 manns hafi farist og rúmlega 140 manns særst í árásinni. Þrír menn hófu skothríð fyrir utan og inni í flugstöðinni í gærkvöldi og sprengdu svo sjálfa sig í loft upp eftir að lögregla hóf skothríð sína.ISIS kann að bera ábyrgð á árásinni Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir fyrstu upplýsingar benda til þess að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS kunni að hafa staðið að baki árásinni. ISIS og uppreisnarhópum Kúrda hefur verið kennt um sprengjuárásir í Tyrklandi síðustu mánuði.Komu með leigubíl Yildirim segir að árásarmennirnir hafi komið á flugvöllinn með leigubíl. Í öryggismyndavélum má sjá einn árásarmannanna hlaupandi um í brottfararsalnum þar sem aðrir hlaupa burt frá honum. Hann er svo skotinn af lögreglu og liggur á gólfinu í um tuttugu sekúndur áður en hann sprengir sjálfan sig í loft upp. Allir þrír árásarmennirnir eru látnir.Svívirðileg árás Bandaríkjastjórn hefur lýst árásinni sem svívirðilegri og ítrekað að Bandaríkjamenn standi þétt við bakið á Tyrkjum. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, tekur í sama streng og segir Þjóðverja syrgja fórnarlömbin og að Þjóðverjar standi með Tyrkjum. Flugum til og frá flugvellinum var aflýst í kjölfar árásarinnar, en vélar eru nú aftur byrjaðar að taka á loft og lenda.Uppfært 10:20 Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá tyrkneskum yfirvöldum fórst 41 maður í árásinni og 239 særðust. Áður hafði komið fram að þrettán hinna látnu séu erlendir ferðamenn. Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að hryðjuverkaárásin á Atatürk-flugvellinum í Istanbul í gærkvöldi eigi að marka þáttaskil í hinni alþjóðlegu baráttu gegn herskáum uppreisnarhópum. „Sprengjurnar sem sprungu í Istanbul í dag gætu hafa sprungið á hvaða flugvelli sem er í hvaða borg í heiminum sem er,“ sagði forsetinn. BBC greinir frá.Sjá einnig:Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Tyrknesk yfirvöld hafa staðfest að 36 manns hafi farist og rúmlega 140 manns særst í árásinni. Þrír menn hófu skothríð fyrir utan og inni í flugstöðinni í gærkvöldi og sprengdu svo sjálfa sig í loft upp eftir að lögregla hóf skothríð sína.ISIS kann að bera ábyrgð á árásinni Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir fyrstu upplýsingar benda til þess að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS kunni að hafa staðið að baki árásinni. ISIS og uppreisnarhópum Kúrda hefur verið kennt um sprengjuárásir í Tyrklandi síðustu mánuði.Komu með leigubíl Yildirim segir að árásarmennirnir hafi komið á flugvöllinn með leigubíl. Í öryggismyndavélum má sjá einn árásarmannanna hlaupandi um í brottfararsalnum þar sem aðrir hlaupa burt frá honum. Hann er svo skotinn af lögreglu og liggur á gólfinu í um tuttugu sekúndur áður en hann sprengir sjálfan sig í loft upp. Allir þrír árásarmennirnir eru látnir.Svívirðileg árás Bandaríkjastjórn hefur lýst árásinni sem svívirðilegri og ítrekað að Bandaríkjamenn standi þétt við bakið á Tyrkjum. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, tekur í sama streng og segir Þjóðverja syrgja fórnarlömbin og að Þjóðverjar standi með Tyrkjum. Flugum til og frá flugvellinum var aflýst í kjölfar árásarinnar, en vélar eru nú aftur byrjaðar að taka á loft og lenda.Uppfært 10:20 Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá tyrkneskum yfirvöldum fórst 41 maður í árásinni og 239 særðust. Áður hafði komið fram að þrettán hinna látnu séu erlendir ferðamenn.
Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35
Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. 28. júní 2016 22:30