Istanbúl: Lá særður í tuttugu sekúndur áður en hann sprengdi sjálfan sig í loft upp Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2016 08:06 Forsætisráðherra segir að árásarmennirnir hafi komið á flugvöllinn með leigubíl. Vísir/AFP Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að hryðjuverkaárásin á Atatürk-flugvellinum í Istanbul í gærkvöldi eigi að marka þáttaskil í hinni alþjóðlegu baráttu gegn herskáum uppreisnarhópum. „Sprengjurnar sem sprungu í Istanbul í dag gætu hafa sprungið á hvaða flugvelli sem er í hvaða borg í heiminum sem er,“ sagði forsetinn. BBC greinir frá.Sjá einnig:Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Tyrknesk yfirvöld hafa staðfest að 36 manns hafi farist og rúmlega 140 manns særst í árásinni. Þrír menn hófu skothríð fyrir utan og inni í flugstöðinni í gærkvöldi og sprengdu svo sjálfa sig í loft upp eftir að lögregla hóf skothríð sína.ISIS kann að bera ábyrgð á árásinni Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir fyrstu upplýsingar benda til þess að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS kunni að hafa staðið að baki árásinni. ISIS og uppreisnarhópum Kúrda hefur verið kennt um sprengjuárásir í Tyrklandi síðustu mánuði.Komu með leigubíl Yildirim segir að árásarmennirnir hafi komið á flugvöllinn með leigubíl. Í öryggismyndavélum má sjá einn árásarmannanna hlaupandi um í brottfararsalnum þar sem aðrir hlaupa burt frá honum. Hann er svo skotinn af lögreglu og liggur á gólfinu í um tuttugu sekúndur áður en hann sprengir sjálfan sig í loft upp. Allir þrír árásarmennirnir eru látnir.Svívirðileg árás Bandaríkjastjórn hefur lýst árásinni sem svívirðilegri og ítrekað að Bandaríkjamenn standi þétt við bakið á Tyrkjum. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, tekur í sama streng og segir Þjóðverja syrgja fórnarlömbin og að Þjóðverjar standi með Tyrkjum. Flugum til og frá flugvellinum var aflýst í kjölfar árásarinnar, en vélar eru nú aftur byrjaðar að taka á loft og lenda.Uppfært 10:20 Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá tyrkneskum yfirvöldum fórst 41 maður í árásinni og 239 særðust. Áður hafði komið fram að þrettán hinna látnu séu erlendir ferðamenn. Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að hryðjuverkaárásin á Atatürk-flugvellinum í Istanbul í gærkvöldi eigi að marka þáttaskil í hinni alþjóðlegu baráttu gegn herskáum uppreisnarhópum. „Sprengjurnar sem sprungu í Istanbul í dag gætu hafa sprungið á hvaða flugvelli sem er í hvaða borg í heiminum sem er,“ sagði forsetinn. BBC greinir frá.Sjá einnig:Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Tyrknesk yfirvöld hafa staðfest að 36 manns hafi farist og rúmlega 140 manns særst í árásinni. Þrír menn hófu skothríð fyrir utan og inni í flugstöðinni í gærkvöldi og sprengdu svo sjálfa sig í loft upp eftir að lögregla hóf skothríð sína.ISIS kann að bera ábyrgð á árásinni Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, segir fyrstu upplýsingar benda til þess að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS kunni að hafa staðið að baki árásinni. ISIS og uppreisnarhópum Kúrda hefur verið kennt um sprengjuárásir í Tyrklandi síðustu mánuði.Komu með leigubíl Yildirim segir að árásarmennirnir hafi komið á flugvöllinn með leigubíl. Í öryggismyndavélum má sjá einn árásarmannanna hlaupandi um í brottfararsalnum þar sem aðrir hlaupa burt frá honum. Hann er svo skotinn af lögreglu og liggur á gólfinu í um tuttugu sekúndur áður en hann sprengir sjálfan sig í loft upp. Allir þrír árásarmennirnir eru látnir.Svívirðileg árás Bandaríkjastjórn hefur lýst árásinni sem svívirðilegri og ítrekað að Bandaríkjamenn standi þétt við bakið á Tyrkjum. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, tekur í sama streng og segir Þjóðverja syrgja fórnarlömbin og að Þjóðverjar standi með Tyrkjum. Flugum til og frá flugvellinum var aflýst í kjölfar árásarinnar, en vélar eru nú aftur byrjaðar að taka á loft og lenda.Uppfært 10:20 Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá tyrkneskum yfirvöldum fórst 41 maður í árásinni og 239 særðust. Áður hafði komið fram að þrettán hinna látnu séu erlendir ferðamenn.
Tengdar fréttir Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35 Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. 28. júní 2016 22:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Íslendingur á flugvellinum í Istanbúl: „Ríkir óvissuástand í flugvélinni“ Vélin átti að lenda á sama tíma og sprengjurnar sprungu. 28. júní 2016 22:35
Óttast að fimmtíu séu látnir og hátt í 200 slasaðir eftir hryðjuverkaárás á flugvellinum í Istanbúl Þrír árásarmenn eru sagðir hafa hafið skothríð og síðar sprengt sig í loft upp eftir að lögregla svaraði skotum þeirra. 28. júní 2016 22:30