Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 13:21 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. Sigurður Ingi lét þessi ummæli fjalla í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann Stöðvar 2 þann 30. mars síðastliðinn en þá hafði verið greint frá því að nöfn þriggja ráðherra væri að finna í Panama-skjölunum. Tæpri viku síðar sagði einn þeirra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, af sér en konan hans á um milljarð króna í félagi á Tortóla. Sigurður Ingi, sem þá var atvinnuvegaráðherra, var spurður að því í viðtalinu hvort það væri eðlilegt að forsætisráðherra og kona hans ættu svona háar fjárhæðir á Tortóla. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“Ummælin vöktu mikla athygli og var Sigurður Ingi gagnrýndur fyrir þau enda bentu margir á að það væri ábyggilega flóknara að eiga ekki pening á Íslandi. Forsætisráðherra var spurður út í þessi ummæli sín í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að orð sín hefðu verið slitin úr samhengi en þetta hefði þó verið óheppilega orðað hjá honum. „Þetta var óheppilega orðað og mistök af minni hálfu klárlega. Ég hefði getað orðað þetta betur,“ sagði Sigurður Ingi. Hann útskýrði síðan að hann hefði átt við það að þeir sem væru efnaðir á Íslandi væru stundum mikið á milli tannanna á fólki. „Í þessu samhengi missi ég þetta út úr mér og í þessum aðstæðum sem þarna voru þá var þetta bara óheppilegt orðalag og útskýrði alls ekki það sem við Heimir vorum að spjalla um þarna niður tröppurnar.“ Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Formaður Samfylkingarinnar segir forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að svara því hvers vegna þeir vilji ekki vera í sömu hlekkjum krónunnar og almenningur. 31. mars 2016 12:33 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. Sigurður Ingi lét þessi ummæli fjalla í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann Stöðvar 2 þann 30. mars síðastliðinn en þá hafði verið greint frá því að nöfn þriggja ráðherra væri að finna í Panama-skjölunum. Tæpri viku síðar sagði einn þeirra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, af sér en konan hans á um milljarð króna í félagi á Tortóla. Sigurður Ingi, sem þá var atvinnuvegaráðherra, var spurður að því í viðtalinu hvort það væri eðlilegt að forsætisráðherra og kona hans ættu svona háar fjárhæðir á Tortóla. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“Ummælin vöktu mikla athygli og var Sigurður Ingi gagnrýndur fyrir þau enda bentu margir á að það væri ábyggilega flóknara að eiga ekki pening á Íslandi. Forsætisráðherra var spurður út í þessi ummæli sín í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að orð sín hefðu verið slitin úr samhengi en þetta hefði þó verið óheppilega orðað hjá honum. „Þetta var óheppilega orðað og mistök af minni hálfu klárlega. Ég hefði getað orðað þetta betur,“ sagði Sigurður Ingi. Hann útskýrði síðan að hann hefði átt við það að þeir sem væru efnaðir á Íslandi væru stundum mikið á milli tannanna á fólki. „Í þessu samhengi missi ég þetta út úr mér og í þessum aðstæðum sem þarna voru þá var þetta bara óheppilegt orðalag og útskýrði alls ekki það sem við Heimir vorum að spjalla um þarna niður tröppurnar.“
Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Formaður Samfylkingarinnar segir forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að svara því hvers vegna þeir vilji ekki vera í sömu hlekkjum krónunnar og almenningur. 31. mars 2016 12:33 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Sjá meira
Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04
Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Formaður Samfylkingarinnar segir forystumenn ríkisstjórnarinnar verða að svara því hvers vegna þeir vilji ekki vera í sömu hlekkjum krónunnar og almenningur. 31. mars 2016 12:33