Erlent

Skotin til bana í áhlaupi á vöruskemmu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá mótmælum í höfuðborginni Caracas í síðustu viku.
Frá mótmælum í höfuðborginni Caracas í síðustu viku. vísir/epa
Kona lést í Venesúela í dag eftir að hún, ásamt öðrum réðst að vörugeymslu í bænum San Cristobal ásamt örðum. Að sögn fjölskyldu konunnar var hún skotin til bana af lögreglumönnum. Sagt er frá á vef Reuters.

Mikil mótmæli hafa staðið yfir í Venesúela að undanförnu gegn stefnu forsetans Nicolas Maduro. Efnahagur landsins er í molum svo ekki sé harðar að orði kveðið. Í upphafi ársins 2015 var verðbólga tæp 76 prósent en mælist nú um 180 prósent. Bjartsýnustu spámenn telja að í árslok verði hún um 720 prósent en þeir svartsýnni veðja á töluna 1.200 prósent.

Skortur er á nauðsynjum, á borð við mat og lyf, um landið allt. Ástæða þess að fólkið réðst til atlögu að skemmunni. Skemman var full af matvælum og freistaði fólk þess að klófesta þau en án árangurs.

Lögregluyfirvöld í bænum sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu frá því að einn hefði látist í áhlaupinu. Ekki var minnst á hvernig andlátið bar að.


Tengdar fréttir

Efnahagskreppa vofir yfir í Venesúela

Óðaverðbólga ríkir í Venesúela um þessar mundir. Matar- og orkuskortur veldur miklum áhyggjum. Matarverð hefur fimmfaldast á rúmu ári og kostar hamborgari nú rúmlega 20 þúsund krónur í landinu. Margar milljónir manna vilja að forsetin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×