Múgur brenndi mann lifandi fyrir að stela fimm dölum Samúel K skrifar 19. maí 2016 14:59 Frá mótmælum gegn forseta Venesúela vegna efnahagsástands landsins. Vísir/EPA Æstur múgur í Venesúela brenndi nýverið mann lifandi fyrir að stela fimm dölum, eða rétt rúmum sex hundruð krónum. Hann var fyrst gómaður á hlaupum og barinn grimmilega af hópi manna. Eftir að annar maður kom og sakaði hann um að hafa stolið af sér fundust um fimm dalir í vösum hans. Hópurinn helti bensíni á hinn 42 ára gamla Roberto Bernal og kveikti í honum. „Við vildum kenna þessum manni lexíu,“ sagði Eduardo Mijares við AP fréttaveituna. „Við erum þreytt á því að vera rænd í hvert sinn sem við förum út og lögreglan gerir ekki neitt.“ Fréttaveitan segir frá því að atvik sem þessi, þar sem hópur fólks refsar fólki sem sakað er um glæpi, hafi farið fjölgandi í Venesúela. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa 74 rannsóknir farið fram á málum þar sem meintir glæpamenn hafa verið myrtir af hópi fólks. Þá styður meirihluti þjóðarinnar aðfarir sem þessar samkvæmt rannsóknum.Gerbreytt ástand Fyrir nokkrum árum var Venesúela eitt ríkasta og öruggasta ríki Suður-Ameríku, en nú er morðtíðni þar með þeim hærri í heiminum.Bernal hefði líklega látið lífið þarna á götunni fyrir framan rúmlega tuttugu manns ef prestur hefði ekki komið honum til bjargar og slökkt eldinn með jakka sínum. Alejandro Delgado segir frá því að mennirnir sem kveiktu í Bernal hafi reynt að stöðva sig og hent flöskum að sér. Meira að segja hjúkrunarfræðingurinn sem hlúði að Bernal á sjúkrahúsinu sagði hann eiga þetta skilið. Sjálf hefur hún margsinnis verið rænd. Bernal dó vegna sára sinna tveimur dögum seinna. Lögreglan tekur lítið sem ekkert á glæpum sem þessum. AP bendir á að á árum áður hafi lögreglan framkvæmt 118 handtökur fyrir hver hundrað morð. Nú eru handtökurnar átta fyrir hver hundrað morð. Í fyrra voru 268 þúsund ákærðir vegna glæpa eins og til dæmis morða og rána. Þar af voru 27 þúsund fundnir sekir.Fjölskyldi Bernal fór reglulega á skrifstofu saksóknara og fór fram á að málið yrði rannsakað til hlítar. Sem var gert á endanum og var einn maður ákærður fyrir að hella bensíninu á Bernal. Hann telur litlar líkur á því að hann verði sakfelldur. Tengdar fréttir Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07 Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51 Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Æstur múgur í Venesúela brenndi nýverið mann lifandi fyrir að stela fimm dölum, eða rétt rúmum sex hundruð krónum. Hann var fyrst gómaður á hlaupum og barinn grimmilega af hópi manna. Eftir að annar maður kom og sakaði hann um að hafa stolið af sér fundust um fimm dalir í vösum hans. Hópurinn helti bensíni á hinn 42 ára gamla Roberto Bernal og kveikti í honum. „Við vildum kenna þessum manni lexíu,“ sagði Eduardo Mijares við AP fréttaveituna. „Við erum þreytt á því að vera rænd í hvert sinn sem við förum út og lögreglan gerir ekki neitt.“ Fréttaveitan segir frá því að atvik sem þessi, þar sem hópur fólks refsar fólki sem sakað er um glæpi, hafi farið fjölgandi í Venesúela. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa 74 rannsóknir farið fram á málum þar sem meintir glæpamenn hafa verið myrtir af hópi fólks. Þá styður meirihluti þjóðarinnar aðfarir sem þessar samkvæmt rannsóknum.Gerbreytt ástand Fyrir nokkrum árum var Venesúela eitt ríkasta og öruggasta ríki Suður-Ameríku, en nú er morðtíðni þar með þeim hærri í heiminum.Bernal hefði líklega látið lífið þarna á götunni fyrir framan rúmlega tuttugu manns ef prestur hefði ekki komið honum til bjargar og slökkt eldinn með jakka sínum. Alejandro Delgado segir frá því að mennirnir sem kveiktu í Bernal hafi reynt að stöðva sig og hent flöskum að sér. Meira að segja hjúkrunarfræðingurinn sem hlúði að Bernal á sjúkrahúsinu sagði hann eiga þetta skilið. Sjálf hefur hún margsinnis verið rænd. Bernal dó vegna sára sinna tveimur dögum seinna. Lögreglan tekur lítið sem ekkert á glæpum sem þessum. AP bendir á að á árum áður hafi lögreglan framkvæmt 118 handtökur fyrir hver hundrað morð. Nú eru handtökurnar átta fyrir hver hundrað morð. Í fyrra voru 268 þúsund ákærðir vegna glæpa eins og til dæmis morða og rána. Þar af voru 27 þúsund fundnir sekir.Fjölskyldi Bernal fór reglulega á skrifstofu saksóknara og fór fram á að málið yrði rannsakað til hlítar. Sem var gert á endanum og var einn maður ákærður fyrir að hella bensíninu á Bernal. Hann telur litlar líkur á því að hann verði sakfelldur.
Tengdar fréttir Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07 Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51 Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07
Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51
Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00
Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34