Múgur brenndi mann lifandi fyrir að stela fimm dölum Samúel K skrifar 19. maí 2016 14:59 Frá mótmælum gegn forseta Venesúela vegna efnahagsástands landsins. Vísir/EPA Æstur múgur í Venesúela brenndi nýverið mann lifandi fyrir að stela fimm dölum, eða rétt rúmum sex hundruð krónum. Hann var fyrst gómaður á hlaupum og barinn grimmilega af hópi manna. Eftir að annar maður kom og sakaði hann um að hafa stolið af sér fundust um fimm dalir í vösum hans. Hópurinn helti bensíni á hinn 42 ára gamla Roberto Bernal og kveikti í honum. „Við vildum kenna þessum manni lexíu,“ sagði Eduardo Mijares við AP fréttaveituna. „Við erum þreytt á því að vera rænd í hvert sinn sem við förum út og lögreglan gerir ekki neitt.“ Fréttaveitan segir frá því að atvik sem þessi, þar sem hópur fólks refsar fólki sem sakað er um glæpi, hafi farið fjölgandi í Venesúela. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa 74 rannsóknir farið fram á málum þar sem meintir glæpamenn hafa verið myrtir af hópi fólks. Þá styður meirihluti þjóðarinnar aðfarir sem þessar samkvæmt rannsóknum.Gerbreytt ástand Fyrir nokkrum árum var Venesúela eitt ríkasta og öruggasta ríki Suður-Ameríku, en nú er morðtíðni þar með þeim hærri í heiminum.Bernal hefði líklega látið lífið þarna á götunni fyrir framan rúmlega tuttugu manns ef prestur hefði ekki komið honum til bjargar og slökkt eldinn með jakka sínum. Alejandro Delgado segir frá því að mennirnir sem kveiktu í Bernal hafi reynt að stöðva sig og hent flöskum að sér. Meira að segja hjúkrunarfræðingurinn sem hlúði að Bernal á sjúkrahúsinu sagði hann eiga þetta skilið. Sjálf hefur hún margsinnis verið rænd. Bernal dó vegna sára sinna tveimur dögum seinna. Lögreglan tekur lítið sem ekkert á glæpum sem þessum. AP bendir á að á árum áður hafi lögreglan framkvæmt 118 handtökur fyrir hver hundrað morð. Nú eru handtökurnar átta fyrir hver hundrað morð. Í fyrra voru 268 þúsund ákærðir vegna glæpa eins og til dæmis morða og rána. Þar af voru 27 þúsund fundnir sekir.Fjölskyldi Bernal fór reglulega á skrifstofu saksóknara og fór fram á að málið yrði rannsakað til hlítar. Sem var gert á endanum og var einn maður ákærður fyrir að hella bensíninu á Bernal. Hann telur litlar líkur á því að hann verði sakfelldur. Tengdar fréttir Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07 Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51 Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Æstur múgur í Venesúela brenndi nýverið mann lifandi fyrir að stela fimm dölum, eða rétt rúmum sex hundruð krónum. Hann var fyrst gómaður á hlaupum og barinn grimmilega af hópi manna. Eftir að annar maður kom og sakaði hann um að hafa stolið af sér fundust um fimm dalir í vösum hans. Hópurinn helti bensíni á hinn 42 ára gamla Roberto Bernal og kveikti í honum. „Við vildum kenna þessum manni lexíu,“ sagði Eduardo Mijares við AP fréttaveituna. „Við erum þreytt á því að vera rænd í hvert sinn sem við förum út og lögreglan gerir ekki neitt.“ Fréttaveitan segir frá því að atvik sem þessi, þar sem hópur fólks refsar fólki sem sakað er um glæpi, hafi farið fjölgandi í Venesúela. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa 74 rannsóknir farið fram á málum þar sem meintir glæpamenn hafa verið myrtir af hópi fólks. Þá styður meirihluti þjóðarinnar aðfarir sem þessar samkvæmt rannsóknum.Gerbreytt ástand Fyrir nokkrum árum var Venesúela eitt ríkasta og öruggasta ríki Suður-Ameríku, en nú er morðtíðni þar með þeim hærri í heiminum.Bernal hefði líklega látið lífið þarna á götunni fyrir framan rúmlega tuttugu manns ef prestur hefði ekki komið honum til bjargar og slökkt eldinn með jakka sínum. Alejandro Delgado segir frá því að mennirnir sem kveiktu í Bernal hafi reynt að stöðva sig og hent flöskum að sér. Meira að segja hjúkrunarfræðingurinn sem hlúði að Bernal á sjúkrahúsinu sagði hann eiga þetta skilið. Sjálf hefur hún margsinnis verið rænd. Bernal dó vegna sára sinna tveimur dögum seinna. Lögreglan tekur lítið sem ekkert á glæpum sem þessum. AP bendir á að á árum áður hafi lögreglan framkvæmt 118 handtökur fyrir hver hundrað morð. Nú eru handtökurnar átta fyrir hver hundrað morð. Í fyrra voru 268 þúsund ákærðir vegna glæpa eins og til dæmis morða og rána. Þar af voru 27 þúsund fundnir sekir.Fjölskyldi Bernal fór reglulega á skrifstofu saksóknara og fór fram á að málið yrði rannsakað til hlítar. Sem var gert á endanum og var einn maður ákærður fyrir að hella bensíninu á Bernal. Hann telur litlar líkur á því að hann verði sakfelldur.
Tengdar fréttir Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07 Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51 Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07
Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51
Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00
Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34