Efnahagskreppa vofir yfir í Venesúela Sæunn Gísladóttir skrifar 25. maí 2016 07:00 Íbúar Venesúela þurfa að bíða í löngum röðum eftir mat sem hefur fimmfaldast í verði á örskömmum tíma. Nordicphotos/Getty Á sunnudaginn tilkynntu forsvarsmenn Coca-Cola að þeir myndu stöðva framleiðslu á samnefndum drykk í Venesúela vegna sykurskorts. Um þessar mundir nemur verðbólga um sjö hundruð prósentum og matar- og orkuskortur ríkir í landinu. Greiningaraðilar óttast að djúp efnahagskreppa sé yfirvofandi, þörf sé á verulegum efnahagsaðgerðum til að bæta ástandið. Um helgina voru hermenn sendir á allar helstu stöðvar í kringum Caracas, höfuðborg Venesúela, á stærstu heræfingu sem hefur farið fram í landinu. Ríkisstjórnin sagði æfinguna tilkomna vegna hótunar um innrás frá Bandaríkjunum, en talið er líklegra að hún hafi verið haldin vegna núverandi neyðarástands. Í rúmt ár hafa Venesúelabúar lifað við óðaverðbólgu og pólitískar óeirðir. Hillur í matvörubúðum eru tómar, nauðsynleg lyf fást aðeins í takmörkuðum mæli og glæpum fer fjölgandi. Rafmagnsleysi er orðið daglegt brauð og hefur ríkisstjórnin beðið opinbera starfsmenn að mæta einungis á mánudögum og þriðjudögum til að spara rafmagn. Í frétt Al Jazeera um málið segir að um sé að ræða einhverja verstu matar-, orku- og efnahagskreppu í landinu á síðustu áratugum. Meðal þess sem hefur ýtt undir efnahagskreppu í landinu er gríðarleg lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu, sem er ein helsta útflutningsafurð landsins. Verð á hráolíu hefur lækkað um rúmlega helming frá síðari hluta ársins 2014. Síðastliðin fimm ár hefur Venesúela flutt inn stóran hluta matvara, en vegna lágs olíuverðs um þessar mundir er gjaldeyrisforði landsins lítill og geta stjórnvöld því ekki haldið innflutningnum áfram. Matarverð hefur fimmfaldast frá því að olíuverð fór að lækka, og dæmi eru um að fólk bíði í röðum í matvörubúðum til að kaupa vörur sem það endurselur svo til að hagnast. AFP-fréttaveitan greinir frá því að hamborgari kosti nú 170 Bandaríkjadali í Venesúela, eða sem nemur 21 þúsund íslenskum krónum. Þetta er hærra en lágmarksmánaðarlaun í landinu. Í síðasta mánuði þurfti að loka Empreas Polar, stærsta brugghúsi Venesúela, vegna skorts á byggi. Ofan á efnahagsóstöðugleika bætist svo pólitískur óstöðugleiki. Mikil ósátt er um forsetann Nicolas Maduro sem tók við eftir fráfall Hugo Chavez árið 2013. Alejandro Velsco, sérfræðingur í sögu Venesúela, segir í samtali við Al Jazeera að hann sé ekki bjartsýnn á framhaldið þar sem stjórnvöld hafi ekki náð að setja fram alvörulausn á efnahagskreppunni, heldur í staðinn einbeitt sér að því að reyna að hækka olíuverð. Stjórnvöld hafa ekki heldur varpað fram hugmyndum um leiðir sem myndu gera ríkið minna háð olíuverði. Vinsældir Maduro fara dvínandi. Á einni viku söfnuðust tvær milljónir undirskrifta á undirskriftalista þar sem hvatt var til afsagnar hans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maíPólitískur óstöðugleiki ríkir í Venesúela og á dögunum fór fram stærsta heræfing í sögu landsins. Fréttablaðið/EPA Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Á sunnudaginn tilkynntu forsvarsmenn Coca-Cola að þeir myndu stöðva framleiðslu á samnefndum drykk í Venesúela vegna sykurskorts. Um þessar mundir nemur verðbólga um sjö hundruð prósentum og matar- og orkuskortur ríkir í landinu. Greiningaraðilar óttast að djúp efnahagskreppa sé yfirvofandi, þörf sé á verulegum efnahagsaðgerðum til að bæta ástandið. Um helgina voru hermenn sendir á allar helstu stöðvar í kringum Caracas, höfuðborg Venesúela, á stærstu heræfingu sem hefur farið fram í landinu. Ríkisstjórnin sagði æfinguna tilkomna vegna hótunar um innrás frá Bandaríkjunum, en talið er líklegra að hún hafi verið haldin vegna núverandi neyðarástands. Í rúmt ár hafa Venesúelabúar lifað við óðaverðbólgu og pólitískar óeirðir. Hillur í matvörubúðum eru tómar, nauðsynleg lyf fást aðeins í takmörkuðum mæli og glæpum fer fjölgandi. Rafmagnsleysi er orðið daglegt brauð og hefur ríkisstjórnin beðið opinbera starfsmenn að mæta einungis á mánudögum og þriðjudögum til að spara rafmagn. Í frétt Al Jazeera um málið segir að um sé að ræða einhverja verstu matar-, orku- og efnahagskreppu í landinu á síðustu áratugum. Meðal þess sem hefur ýtt undir efnahagskreppu í landinu er gríðarleg lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu, sem er ein helsta útflutningsafurð landsins. Verð á hráolíu hefur lækkað um rúmlega helming frá síðari hluta ársins 2014. Síðastliðin fimm ár hefur Venesúela flutt inn stóran hluta matvara, en vegna lágs olíuverðs um þessar mundir er gjaldeyrisforði landsins lítill og geta stjórnvöld því ekki haldið innflutningnum áfram. Matarverð hefur fimmfaldast frá því að olíuverð fór að lækka, og dæmi eru um að fólk bíði í röðum í matvörubúðum til að kaupa vörur sem það endurselur svo til að hagnast. AFP-fréttaveitan greinir frá því að hamborgari kosti nú 170 Bandaríkjadali í Venesúela, eða sem nemur 21 þúsund íslenskum krónum. Þetta er hærra en lágmarksmánaðarlaun í landinu. Í síðasta mánuði þurfti að loka Empreas Polar, stærsta brugghúsi Venesúela, vegna skorts á byggi. Ofan á efnahagsóstöðugleika bætist svo pólitískur óstöðugleiki. Mikil ósátt er um forsetann Nicolas Maduro sem tók við eftir fráfall Hugo Chavez árið 2013. Alejandro Velsco, sérfræðingur í sögu Venesúela, segir í samtali við Al Jazeera að hann sé ekki bjartsýnn á framhaldið þar sem stjórnvöld hafi ekki náð að setja fram alvörulausn á efnahagskreppunni, heldur í staðinn einbeitt sér að því að reyna að hækka olíuverð. Stjórnvöld hafa ekki heldur varpað fram hugmyndum um leiðir sem myndu gera ríkið minna háð olíuverði. Vinsældir Maduro fara dvínandi. Á einni viku söfnuðust tvær milljónir undirskrifta á undirskriftalista þar sem hvatt var til afsagnar hans. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maíPólitískur óstöðugleiki ríkir í Venesúela og á dögunum fór fram stærsta heræfing í sögu landsins. Fréttablaðið/EPA
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira