Assad heitir því að endurheimta „hverja tommu“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2016 10:30 Bashar al-Assad á þinginu eftir ræðu sína. Vísir/EPA Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, heitir því að endurheimta hverja tommu af Sýrlandi sem ríkisstjórnin hefur misst tök á. Hann sagði friðarviðleitni hafa misheppnast og útlit er fyrir að átökin í landinu muni harðna enn frekar, en borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fimm ár. Útlit er fyrir að Rússar ætli sér að auka hernaðarlegan stuðning sinn við stjórn Assad aftur. Þrír mánuðir eru síðan Rússar tilkynntu að meirihluti herafla þeirra í Sýrlandi yrði kallaður heim aftur. Undanfarna viku hafa stjórnarliðar og Rússar gert fjölmargar loftárásir í norðanverðu Sýrlandi og uppreisnarmenn reyna að endurheimta yfirráðasvæði sitt suður af borginni Aleppo. Institute for the Study of War sagði frá því í síðustu viku að loftárásir Rússa hefðu þrefaldast í magni á fjórum dögum. Slíkur fjöldi loftárása hefði ekki sést frá því að vopnahlé komst á í febrúar. Ummæli Assad, á þinginu í Damascus, gefa í skyn að stjórnarherinn og bandamenn þeirra frá Íran, Líbanon og Rússlandi ætli að hefja stórsókn að nýju. „Eins og við frelsuðum Palmyra og mörg önnur svæði þar á undan, munum við frelsa hverja tommu Sýrlands úr höndum þeirra,“ sagði Assad. „Eini kostur okkar er sigur, annar mun Sýrland ekki lifa af.“ Farið er yfir ræðu forsetans á vef ríkisfjölmiðils Sýrlands, Sana. Assad ræddi einnig um borgina Aleppo og sagði að hún yrði að grafreit þar sem draumar og vonir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, yrðu grafnar. Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnum og vígamönnum sem halda borginni.Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir í samtali við New York Times að ummæli Assad sýni enn og aftur fram á að hann sé ekki í tengslum við raunveruleikan og sé óhæfur til að leiða Sýrland. Mark C. Toner sagði að með ræðu sinni væri Assad ekki einunigs að setja sig gegn stefnu Bandaríkjanna, heldur einnig stefnu Rússa og Íran, bandamanna Assad. Undanfarin misseri hafa stjórnarliðar í Sýrlandi komið í veg fyrir að hjálp hafi borist til svæða sem stjórnarherinn hefur setið um lengi.Endir ekki í sjónmáli Assad kom í máli sínu einnig að samningaviðræðum sem eiga sér stað í Genf. Hann sagði ljóst að hann myndi aldrei samþykkja að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða sem hefði það verkefni að koma á lýðræði í landinu. Hann myndi ávalt koma að ríkisstjórnarmyndun. Ljóst er að með hjálp Rússa og Íran hefur Assad styrkt stöðu sína verulega og er annað hljóð í honum en í júlí í fyrra. Þá var her hans á undanhaldi víða um Sýrland. Endir borgarastyrjaldarinnar virðist ekki í sjónmáli.Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, áætlaði í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið í borgarastyrjöldinni. Sameinuðu þjóðirnar halda ekki lengur utan um tölur um fjölda látinna vegna erfiðleika við að nálgast upplýsingar frá stórum svæðum Sýrlands. Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, heitir því að endurheimta hverja tommu af Sýrlandi sem ríkisstjórnin hefur misst tök á. Hann sagði friðarviðleitni hafa misheppnast og útlit er fyrir að átökin í landinu muni harðna enn frekar, en borgarastyrjöld hefur nú staðið þar yfir í rúm fimm ár. Útlit er fyrir að Rússar ætli sér að auka hernaðarlegan stuðning sinn við stjórn Assad aftur. Þrír mánuðir eru síðan Rússar tilkynntu að meirihluti herafla þeirra í Sýrlandi yrði kallaður heim aftur. Undanfarna viku hafa stjórnarliðar og Rússar gert fjölmargar loftárásir í norðanverðu Sýrlandi og uppreisnarmenn reyna að endurheimta yfirráðasvæði sitt suður af borginni Aleppo. Institute for the Study of War sagði frá því í síðustu viku að loftárásir Rússa hefðu þrefaldast í magni á fjórum dögum. Slíkur fjöldi loftárása hefði ekki sést frá því að vopnahlé komst á í febrúar. Ummæli Assad, á þinginu í Damascus, gefa í skyn að stjórnarherinn og bandamenn þeirra frá Íran, Líbanon og Rússlandi ætli að hefja stórsókn að nýju. „Eins og við frelsuðum Palmyra og mörg önnur svæði þar á undan, munum við frelsa hverja tommu Sýrlands úr höndum þeirra,“ sagði Assad. „Eini kostur okkar er sigur, annar mun Sýrland ekki lifa af.“ Farið er yfir ræðu forsetans á vef ríkisfjölmiðils Sýrlands, Sana. Assad ræddi einnig um borgina Aleppo og sagði að hún yrði að grafreit þar sem draumar og vonir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, yrðu grafnar. Tyrkir hafa staðið við bakið á uppreisnarmönnum og vígamönnum sem halda borginni.Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir í samtali við New York Times að ummæli Assad sýni enn og aftur fram á að hann sé ekki í tengslum við raunveruleikan og sé óhæfur til að leiða Sýrland. Mark C. Toner sagði að með ræðu sinni væri Assad ekki einunigs að setja sig gegn stefnu Bandaríkjanna, heldur einnig stefnu Rússa og Íran, bandamanna Assad. Undanfarin misseri hafa stjórnarliðar í Sýrlandi komið í veg fyrir að hjálp hafi borist til svæða sem stjórnarherinn hefur setið um lengi.Endir ekki í sjónmáli Assad kom í máli sínu einnig að samningaviðræðum sem eiga sér stað í Genf. Hann sagði ljóst að hann myndi aldrei samþykkja að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða sem hefði það verkefni að koma á lýðræði í landinu. Hann myndi ávalt koma að ríkisstjórnarmyndun. Ljóst er að með hjálp Rússa og Íran hefur Assad styrkt stöðu sína verulega og er annað hljóð í honum en í júlí í fyrra. Þá var her hans á undanhaldi víða um Sýrland. Endir borgarastyrjaldarinnar virðist ekki í sjónmáli.Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, áætlaði í apríl að minnst 400 þúsund manns hefðu látið lífið í borgarastyrjöldinni. Sameinuðu þjóðirnar halda ekki lengur utan um tölur um fjölda látinna vegna erfiðleika við að nálgast upplýsingar frá stórum svæðum Sýrlands.
Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira