Hetja Blika um sigurmarkið: „Rugluð tilfinning“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2016 23:03 Hinn 16 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson var hetja Blika þegar hann tryggði þeim sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins með marki í framlengingu gegn ÍA. Hann hefur nú skorað tvö mörk í þeim þremur meistaraflokksleikjum sem hann á að baki. „Þetta var rugluð tilfinning, alveg geðveikt,“ segir Ágúst í viðtali við Vísi eftir leikinn. Mark hans var afar laglegt en hann fékk boltann í þröngri stöðu í markteignum umkringdur leikmönnum en náði að snúa boltann framhjá Árna Snæ í marki Skagamanna á ótrúlegan hátt. Pabbi Ágústs er gamla kempan Hlynur Eiríksson sem á árum áður lék með FH og Þór og þjálfaði meðal annars kvennalið Breiðabliks. Hann var unglingalandsliðsframherji áður en hann færði sig í vörnina en Ágúst segist ekki hafa fengið markanefið frá honum. „Nei, ég lærði þetta ekki af honum, hann skoraði engin mörk,“ segir Ágúst hlæjandi en hann er viss um að hann sé í rétta liðinu til þess að þróa sína hæfileika. „Það er frábært að spila með þessum leikmönnum. þeir styðja frábærlega við mann og hópurinn er mjög þéttur.“ Þeir þurfa þó að halda Ágústi á jörðinni en ljóst er að þar er gríðarmikið efni á ferð. Leikmenn ÍA voru mjög hrifnir af honum en blaðamaður heyrði þá ræða við Árna Snæ, markmann ÍA, hversu vel Ágúst hafi gert í því að koma boltanum í markið. Ágúst er einnig alveg með á tæru hvert markmiðið í þessari keppni sé. „Bikarinn er markmiðið. Vonandi förum við alla leið,“ sagði hetja kvöldsins. Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Hinn 16 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson var hetja Blika þegar hann tryggði þeim sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins með marki í framlengingu gegn ÍA. Hann hefur nú skorað tvö mörk í þeim þremur meistaraflokksleikjum sem hann á að baki. „Þetta var rugluð tilfinning, alveg geðveikt,“ segir Ágúst í viðtali við Vísi eftir leikinn. Mark hans var afar laglegt en hann fékk boltann í þröngri stöðu í markteignum umkringdur leikmönnum en náði að snúa boltann framhjá Árna Snæ í marki Skagamanna á ótrúlegan hátt. Pabbi Ágústs er gamla kempan Hlynur Eiríksson sem á árum áður lék með FH og Þór og þjálfaði meðal annars kvennalið Breiðabliks. Hann var unglingalandsliðsframherji áður en hann færði sig í vörnina en Ágúst segist ekki hafa fengið markanefið frá honum. „Nei, ég lærði þetta ekki af honum, hann skoraði engin mörk,“ segir Ágúst hlæjandi en hann er viss um að hann sé í rétta liðinu til þess að þróa sína hæfileika. „Það er frábært að spila með þessum leikmönnum. þeir styðja frábærlega við mann og hópurinn er mjög þéttur.“ Þeir þurfa þó að halda Ágústi á jörðinni en ljóst er að þar er gríðarmikið efni á ferð. Leikmenn ÍA voru mjög hrifnir af honum en blaðamaður heyrði þá ræða við Árna Snæ, markmann ÍA, hversu vel Ágúst hafi gert í því að koma boltanum í markið. Ágúst er einnig alveg með á tæru hvert markmiðið í þessari keppni sé. „Bikarinn er markmiðið. Vonandi förum við alla leið,“ sagði hetja kvöldsins.
Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira