Innlent

Sigurður Ingi: Dómur kjósenda kveðinn upp innan tíðar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
 Dómur kjósenda um verk ríkisstjórnarinnar verður kveðinn upp innan tíðar,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í kvöld.
Dómur kjósenda um verk ríkisstjórnarinnar verður kveðinn upp innan tíðar,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í kvöld. Vísir/Stefán
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, sagði að kosningar til Alþingis yrðu haldnar innan tíðar, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

„Stjórnmálamenn verða að gera betur í dag en í gær og að því mun þessi ríkisstjórn vinna, hér eftir sem hingað til. Dómur kjósenda um verk ríkisstjórnarinnar verður kveðinn upp innan tíðar,“ sagði Sigurður Ingi.

Stutt er síðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forætisráðherra, sagði að ekkert lægi á kosningum í haust. Þá hefur stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gert fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust.

Forsætisráðherra sagði að ef boðað hefði verið til kosninga í vor, líkt og gerð var krafa um, hefði það tafið afnám gjaldeyrishafta um tvö ár.

Sagði Sigurður Ingi að samkvæmt áætlunum myndu gjaldeyrishöftin verða afnumin fyrir áramót en átta ár innan fjármagnshafta væri átta árum of mikið í nútíma samfélagi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×