„Við verðum ekki sögulaus flokkur“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2016 19:54 Árni Páll Árnason, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Ernir „Við verðum ekki sögulaus flokkur,“ sagði Árni Páll Árnason sem ávarpaði Alþingi í síðasta sinn sem formaður Samfylkingarinnar við eldhúsdagsumræður í kvöld. Þar sagði hann þjóðina sýna í viðhorfskönnuna að hún sé óþreyjufull og vilji skýra sýn á framtíðina. Hann sagði Samfylkinguna skilja þau skilaboð sem þjóðin hefur sent flokknum í gegnum viðhorfskannanir en sagði flokkinn eiga eftir að mæta aftur til leiks í haust með nýja liðskipan, vopnuð hinum sígilda leiðarvísi sem reynst hefur vel. „Samfélagssýn norrænnar jafnaðarstefnu sem boðar ábyrgt, opið markaðshagkerfi, einstaklingsfrelsi, efnahagslegan stöðugleika og félagslegt réttlæti,“ sagði Árni.Hann sagði Samfylkingarfólk stolt af afrekum við stjórn landsins á örlagatímum og Samfylkingin ein hafi staðið að öllum þeim ákvörðunum sem þurft hefur að taka til að koma Íslandi á réttan kjöl. „Hvort sem við vorum í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við sveiflumst ekki eftir gusti tíðarandans og segjum ekki eitt í dag og annað á morgun. Við þekkjum líka þau mistök sem við höfum gert, höfum gengist við þeim og erum fyrir vikið ólíklegri en aðrir til að gera þau á nýjan leik,“ sagði Árni. „Jafnaðarstefnan ógnar kyrrstöðu og hún ógnar sérhagsmunum, því hún krefst almennra leikreglna. Hún ógnar möguleikum ráðandi afla að skammta sér aðstöðu, hygla vildarvinum og deila með sér völdum. Þess vegna hefur það alltaf verið og er enn örþrifaráð valdamanna að spyrða alla þá sem ógna óbreyttu ástandi við Samfylkinguna. Við tökum því sem hrósi.“ Hann sagði Íslendingum hafa tekist vel í glímunni við hrunið og eftirleik þess. Efnahagslífið sé í blóma og allar forsendur til að Ísland eigi bjarta framtíð. „En stjórnmálin – og þjóðmálaumræðan utan þessa húss – hafa markast af harðvítugum átökum og óvægnari orðræðu en dæmi eru um. Samt er það svo að um mikilvægustu ákvarðanirnar frá hruni hefur verið víðtæk samstaða á vettvangi stjórnmálanna og enn erum við saman að vinna að góðum málum. Nýjasta dæmið eru ný frumvörp um húsnæðismál, sem vonandi verða að lögum á næstu dögum,“ sagði Árni. Hann sagði Samfylkinguna hafa lengi kallað eftir aðgerðum til úrlausnar þess brýna vanda og telur hún ekki nógu langt gengið að öllu leyti. „En við munum standa með verkalýðshreyfingunni og ríkisstjórnarflokkunum að þessum framfaraskrefum. Þetta fordæmi á að verða okkur öllum hvatning um að finna nýjan takt í því hvernig við tölum saman, því þrátt fyrir allt getum við náð saman um svo margt okkur öllum til heilla.“ Alþingi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Við verðum ekki sögulaus flokkur,“ sagði Árni Páll Árnason sem ávarpaði Alþingi í síðasta sinn sem formaður Samfylkingarinnar við eldhúsdagsumræður í kvöld. Þar sagði hann þjóðina sýna í viðhorfskönnuna að hún sé óþreyjufull og vilji skýra sýn á framtíðina. Hann sagði Samfylkinguna skilja þau skilaboð sem þjóðin hefur sent flokknum í gegnum viðhorfskannanir en sagði flokkinn eiga eftir að mæta aftur til leiks í haust með nýja liðskipan, vopnuð hinum sígilda leiðarvísi sem reynst hefur vel. „Samfélagssýn norrænnar jafnaðarstefnu sem boðar ábyrgt, opið markaðshagkerfi, einstaklingsfrelsi, efnahagslegan stöðugleika og félagslegt réttlæti,“ sagði Árni.Hann sagði Samfylkingarfólk stolt af afrekum við stjórn landsins á örlagatímum og Samfylkingin ein hafi staðið að öllum þeim ákvörðunum sem þurft hefur að taka til að koma Íslandi á réttan kjöl. „Hvort sem við vorum í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við sveiflumst ekki eftir gusti tíðarandans og segjum ekki eitt í dag og annað á morgun. Við þekkjum líka þau mistök sem við höfum gert, höfum gengist við þeim og erum fyrir vikið ólíklegri en aðrir til að gera þau á nýjan leik,“ sagði Árni. „Jafnaðarstefnan ógnar kyrrstöðu og hún ógnar sérhagsmunum, því hún krefst almennra leikreglna. Hún ógnar möguleikum ráðandi afla að skammta sér aðstöðu, hygla vildarvinum og deila með sér völdum. Þess vegna hefur það alltaf verið og er enn örþrifaráð valdamanna að spyrða alla þá sem ógna óbreyttu ástandi við Samfylkinguna. Við tökum því sem hrósi.“ Hann sagði Íslendingum hafa tekist vel í glímunni við hrunið og eftirleik þess. Efnahagslífið sé í blóma og allar forsendur til að Ísland eigi bjarta framtíð. „En stjórnmálin – og þjóðmálaumræðan utan þessa húss – hafa markast af harðvítugum átökum og óvægnari orðræðu en dæmi eru um. Samt er það svo að um mikilvægustu ákvarðanirnar frá hruni hefur verið víðtæk samstaða á vettvangi stjórnmálanna og enn erum við saman að vinna að góðum málum. Nýjasta dæmið eru ný frumvörp um húsnæðismál, sem vonandi verða að lögum á næstu dögum,“ sagði Árni. Hann sagði Samfylkinguna hafa lengi kallað eftir aðgerðum til úrlausnar þess brýna vanda og telur hún ekki nógu langt gengið að öllu leyti. „En við munum standa með verkalýðshreyfingunni og ríkisstjórnarflokkunum að þessum framfaraskrefum. Þetta fordæmi á að verða okkur öllum hvatning um að finna nýjan takt í því hvernig við tölum saman, því þrátt fyrir allt getum við náð saman um svo margt okkur öllum til heilla.“
Alþingi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira