„Á okkar ríka landi eru um 6.100 börn sem líða efnislegan skort“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2016 20:18 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Vísir/Anton „Panamaskjölin hafa afhjúpað að á Íslandið búa tvær þjóðir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Hún sagði bjarta tíma í efnahagsmálum duga ekki til ef ekki verður ráðist að rótum þessarar misskiptingar. „Alls staðar í heiminum er fólk að vakna til vitundar um að það er ekki eðlilegt að ríkasta eina prósentið í heiminum eigi meira en hin 99 prósentin. Hér á Íslandi er fólk að vakna til vitundar um það að það er ekki eðlilegt að ríkustu tíu prósentin eigi nærri þrjá fjórðu alls auðs hér á landi,“ sagi Katrín. Hún sagði þessa misskiptingu ekki byggjast á dugnaði og verðleikum hinna ríkustu heldur þeirri staðreynd að á Vesturlöndum hefur verið reist kerfi sem hyglir hinum auðugustu og kemur niður á millitekju- og lágtekjuhópum. „Það hefur verið gert með skattabreytingum, auknum gjöldum fyrir grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu og menntun, einkarekstri og einkavæðingu almannaþjónustu og breytingum á fjármálakerfinu, breytingum sem oft nást í gegn með þrýstingi fámennra en auðugra hagsmunahópa. Það er þetta kerfi sem skapar misskiptingu á kostnað almannahagsmuna,“ sagði Katrín. Hún sagði þetta kerfi skapa misvægi milli heimshluta, ágenga nýtingu auðlinda, loftslagsvanda og stríðsátök þannig að sumir heimshlutar eru mun viðkvæmari fyrir átökum og áföllum en aðrir. Hún sagði það vera kerfi sem gerir það að verkum að ekki hafa verið fleiri á flótta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. „Það er þetta kerfi sem gerir það að verkum að meira að segja á okkar ríka landi telja um 48% heimila sig eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Það er þetta kerfi sem gerir það að verkum að meira að segja á okkar ríka landi eru um 6.100 börn sem líða efnislegan skort.“ Hún gagnrýndir stjórnvöld harðlega fyrir áherslur hennar og sagði stöðu ungs fólks hafa farið versnandi undanfarin ár. Hún sagði eldri kynslóðir verða að ákveða hver saga þeirra barna verður sem voru að ljúka stúdentsprófi og þurfa að ákveða hvort þau eiga að sætta sig við versnandi kjör þrátt fyrir tal um bjartari tíma. „Þar er valið skýrt. Saman eigum við að byggja upp heilbrigt samfélag, grænt samfélag, gott samfélag, jafnaðarsamfélag. Um það munu næstu kosningar snúast.“ Alþingi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Panamaskjölin hafa afhjúpað að á Íslandið búa tvær þjóðir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Hún sagði bjarta tíma í efnahagsmálum duga ekki til ef ekki verður ráðist að rótum þessarar misskiptingar. „Alls staðar í heiminum er fólk að vakna til vitundar um að það er ekki eðlilegt að ríkasta eina prósentið í heiminum eigi meira en hin 99 prósentin. Hér á Íslandi er fólk að vakna til vitundar um það að það er ekki eðlilegt að ríkustu tíu prósentin eigi nærri þrjá fjórðu alls auðs hér á landi,“ sagi Katrín. Hún sagði þessa misskiptingu ekki byggjast á dugnaði og verðleikum hinna ríkustu heldur þeirri staðreynd að á Vesturlöndum hefur verið reist kerfi sem hyglir hinum auðugustu og kemur niður á millitekju- og lágtekjuhópum. „Það hefur verið gert með skattabreytingum, auknum gjöldum fyrir grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu og menntun, einkarekstri og einkavæðingu almannaþjónustu og breytingum á fjármálakerfinu, breytingum sem oft nást í gegn með þrýstingi fámennra en auðugra hagsmunahópa. Það er þetta kerfi sem skapar misskiptingu á kostnað almannahagsmuna,“ sagði Katrín. Hún sagði þetta kerfi skapa misvægi milli heimshluta, ágenga nýtingu auðlinda, loftslagsvanda og stríðsátök þannig að sumir heimshlutar eru mun viðkvæmari fyrir átökum og áföllum en aðrir. Hún sagði það vera kerfi sem gerir það að verkum að ekki hafa verið fleiri á flótta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. „Það er þetta kerfi sem gerir það að verkum að meira að segja á okkar ríka landi telja um 48% heimila sig eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Það er þetta kerfi sem gerir það að verkum að meira að segja á okkar ríka landi eru um 6.100 börn sem líða efnislegan skort.“ Hún gagnrýndir stjórnvöld harðlega fyrir áherslur hennar og sagði stöðu ungs fólks hafa farið versnandi undanfarin ár. Hún sagði eldri kynslóðir verða að ákveða hver saga þeirra barna verður sem voru að ljúka stúdentsprófi og þurfa að ákveða hvort þau eiga að sætta sig við versnandi kjör þrátt fyrir tal um bjartari tíma. „Þar er valið skýrt. Saman eigum við að byggja upp heilbrigt samfélag, grænt samfélag, gott samfélag, jafnaðarsamfélag. Um það munu næstu kosningar snúast.“
Alþingi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira