„Á okkar ríka landi eru um 6.100 börn sem líða efnislegan skort“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2016 20:18 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Vísir/Anton „Panamaskjölin hafa afhjúpað að á Íslandið búa tvær þjóðir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Hún sagði bjarta tíma í efnahagsmálum duga ekki til ef ekki verður ráðist að rótum þessarar misskiptingar. „Alls staðar í heiminum er fólk að vakna til vitundar um að það er ekki eðlilegt að ríkasta eina prósentið í heiminum eigi meira en hin 99 prósentin. Hér á Íslandi er fólk að vakna til vitundar um það að það er ekki eðlilegt að ríkustu tíu prósentin eigi nærri þrjá fjórðu alls auðs hér á landi,“ sagi Katrín. Hún sagði þessa misskiptingu ekki byggjast á dugnaði og verðleikum hinna ríkustu heldur þeirri staðreynd að á Vesturlöndum hefur verið reist kerfi sem hyglir hinum auðugustu og kemur niður á millitekju- og lágtekjuhópum. „Það hefur verið gert með skattabreytingum, auknum gjöldum fyrir grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu og menntun, einkarekstri og einkavæðingu almannaþjónustu og breytingum á fjármálakerfinu, breytingum sem oft nást í gegn með þrýstingi fámennra en auðugra hagsmunahópa. Það er þetta kerfi sem skapar misskiptingu á kostnað almannahagsmuna,“ sagði Katrín. Hún sagði þetta kerfi skapa misvægi milli heimshluta, ágenga nýtingu auðlinda, loftslagsvanda og stríðsátök þannig að sumir heimshlutar eru mun viðkvæmari fyrir átökum og áföllum en aðrir. Hún sagði það vera kerfi sem gerir það að verkum að ekki hafa verið fleiri á flótta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. „Það er þetta kerfi sem gerir það að verkum að meira að segja á okkar ríka landi telja um 48% heimila sig eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Það er þetta kerfi sem gerir það að verkum að meira að segja á okkar ríka landi eru um 6.100 börn sem líða efnislegan skort.“ Hún gagnrýndir stjórnvöld harðlega fyrir áherslur hennar og sagði stöðu ungs fólks hafa farið versnandi undanfarin ár. Hún sagði eldri kynslóðir verða að ákveða hver saga þeirra barna verður sem voru að ljúka stúdentsprófi og þurfa að ákveða hvort þau eiga að sætta sig við versnandi kjör þrátt fyrir tal um bjartari tíma. „Þar er valið skýrt. Saman eigum við að byggja upp heilbrigt samfélag, grænt samfélag, gott samfélag, jafnaðarsamfélag. Um það munu næstu kosningar snúast.“ Alþingi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Panamaskjölin hafa afhjúpað að á Íslandið búa tvær þjóðir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, við eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld. Hún sagði bjarta tíma í efnahagsmálum duga ekki til ef ekki verður ráðist að rótum þessarar misskiptingar. „Alls staðar í heiminum er fólk að vakna til vitundar um að það er ekki eðlilegt að ríkasta eina prósentið í heiminum eigi meira en hin 99 prósentin. Hér á Íslandi er fólk að vakna til vitundar um það að það er ekki eðlilegt að ríkustu tíu prósentin eigi nærri þrjá fjórðu alls auðs hér á landi,“ sagi Katrín. Hún sagði þessa misskiptingu ekki byggjast á dugnaði og verðleikum hinna ríkustu heldur þeirri staðreynd að á Vesturlöndum hefur verið reist kerfi sem hyglir hinum auðugustu og kemur niður á millitekju- og lágtekjuhópum. „Það hefur verið gert með skattabreytingum, auknum gjöldum fyrir grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu og menntun, einkarekstri og einkavæðingu almannaþjónustu og breytingum á fjármálakerfinu, breytingum sem oft nást í gegn með þrýstingi fámennra en auðugra hagsmunahópa. Það er þetta kerfi sem skapar misskiptingu á kostnað almannahagsmuna,“ sagði Katrín. Hún sagði þetta kerfi skapa misvægi milli heimshluta, ágenga nýtingu auðlinda, loftslagsvanda og stríðsátök þannig að sumir heimshlutar eru mun viðkvæmari fyrir átökum og áföllum en aðrir. Hún sagði það vera kerfi sem gerir það að verkum að ekki hafa verið fleiri á flótta frá lokum síðari heimsstyrjaldar. „Það er þetta kerfi sem gerir það að verkum að meira að segja á okkar ríka landi telja um 48% heimila sig eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Það er þetta kerfi sem gerir það að verkum að meira að segja á okkar ríka landi eru um 6.100 börn sem líða efnislegan skort.“ Hún gagnrýndir stjórnvöld harðlega fyrir áherslur hennar og sagði stöðu ungs fólks hafa farið versnandi undanfarin ár. Hún sagði eldri kynslóðir verða að ákveða hver saga þeirra barna verður sem voru að ljúka stúdentsprófi og þurfa að ákveða hvort þau eiga að sætta sig við versnandi kjör þrátt fyrir tal um bjartari tíma. „Þar er valið skýrt. Saman eigum við að byggja upp heilbrigt samfélag, grænt samfélag, gott samfélag, jafnaðarsamfélag. Um það munu næstu kosningar snúast.“
Alþingi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira