Hærri endurgreiðslur til kvikmyndagerðar samþykktar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2016 23:00 Íslenska ríkið hefur varið fimm og hálfum milljarði í endurgreiðslur til kvikmyndagerðar en sú mynd sem hæsta endugreiðsluna hefur fengið er The Secret Life of Walter Mitty. Vísir Alþingi samþykkti í kvöld að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar úr 20 prósent í 25 prósent. Endurgreiðslukerfið verður framlengt um fimm ár og stjórnsýslan í kringum endurgreiðsluna einfölduð. Kallað hefur verið eftir hækkun endurgreiðslunnar svo auka megi samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram frumvarp þess eðlis í mars en löggjöfin sem frumvarpið nær til átti að renna út um næstu áramót. Frumvarpið var samþykkt á þingi í kvöld með 38 atkvæðum gegn einu atkvæði Sigríðar Ásthildar Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem sagðist við atkvæðagreiðsluna hafa efasemdir um réttmæti ríkisstyrkja af þessu tagi.Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiEinar Hansen Tómasson, sem fer fyrir verkefninu Film In Iceland sem hefur það að markmiði að kynna erlendum kvikmyndagerðarmönnum Ísland sem tökustað, segir að lögin um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar hér á landi sé frumforsenda þess að menn horfi til Íslands sem heppilegs tökustaðs. „Það er bara þannig að ef við værum ekki með endurgreiðslukerfi þá kæmum við ekki til greina,“ sagði hann í samtali við Vísi í vor.Í fyrra námu endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmyndagerðar hér á landi 793 milljónum króna. Þessar tölur eru aðgengilegar á vef Kvikmyndamiðstöðvar þar sem sjá má tölur frá árunum 2001 til 2015. Á þeim árum hefur ríkissjóður varið um fimm og hálfum milljarði króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Alþingi Tengdar fréttir Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. 15. apríl 2016 12:58 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Alþingi samþykkti í kvöld að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar úr 20 prósent í 25 prósent. Endurgreiðslukerfið verður framlengt um fimm ár og stjórnsýslan í kringum endurgreiðsluna einfölduð. Kallað hefur verið eftir hækkun endurgreiðslunnar svo auka megi samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram frumvarp þess eðlis í mars en löggjöfin sem frumvarpið nær til átti að renna út um næstu áramót. Frumvarpið var samþykkt á þingi í kvöld með 38 atkvæðum gegn einu atkvæði Sigríðar Ásthildar Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem sagðist við atkvæðagreiðsluna hafa efasemdir um réttmæti ríkisstyrkja af þessu tagi.Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiEinar Hansen Tómasson, sem fer fyrir verkefninu Film In Iceland sem hefur það að markmiði að kynna erlendum kvikmyndagerðarmönnum Ísland sem tökustað, segir að lögin um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar hér á landi sé frumforsenda þess að menn horfi til Íslands sem heppilegs tökustaðs. „Það er bara þannig að ef við værum ekki með endurgreiðslukerfi þá kæmum við ekki til greina,“ sagði hann í samtali við Vísi í vor.Í fyrra námu endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmyndagerðar hér á landi 793 milljónum króna. Þessar tölur eru aðgengilegar á vef Kvikmyndamiðstöðvar þar sem sjá má tölur frá árunum 2001 til 2015. Á þeim árum hefur ríkissjóður varið um fimm og hálfum milljarði króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
Alþingi Tengdar fréttir Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. 15. apríl 2016 12:58 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48
Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25
Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. 15. apríl 2016 12:58