Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Bjarki Ármannsson skrifar 15. apríl 2016 12:58 Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. Vísir/Ernir Formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent. Í frumvarpinu er lögð til hækkun á endurgreiðslum í samræmi við reglur í öðrum löndum til að auka samkeppnishæfi Íslands. „Við erum mjög sátt við það hvernig þetta er lagt fram,“ segir Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK, um frumvarpið. „Þarna eru náttúrulega atriði sem við höfum verið að benda á í gegnum tíðina sem myndu gera lífið aðeins einfaldara, því við þurfum alltaf að stofna sérfyritæki utan um hverja framleiðslu. En grunnurinn í þessu er bara frábær.“Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar var komið á hér á landi árið 1999 og í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að það hafi síðan verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar. Hilmar segir að samkeppnisstaða Íslands verði aftur mjög góð miðað við þau lönd sem við helst keppum við á þessu sviði, til að mynda Noreg og Írland, ef nýja frumvarpið verður að lögum. Ávinningsins af því myndi gæta fljótlega. „Viðbrögðin sem við höfum verið að frétta af erlendis frá hafa verið mjög góð og þetta eykur þá líkurnar á því að við fáum fleiri stærri verkefni hingað heim,“ segir hann. „En ekki síður, þá hjálpar þetta líka okkur sem erum í innlendri framleiðslu að koma því á framfæri erlendis. Þannig að þetta vinnur allt saman og við verðum bara betri í því sem við erum að gera.“ Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Formaður Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) fagnar nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem gerir ráð fyrir því að endurgreiðslur úr ríkissjóði til kvikmyndagerðar hækki úr tuttugu prósentum í 25 prósent. Í frumvarpinu er lögð til hækkun á endurgreiðslum í samræmi við reglur í öðrum löndum til að auka samkeppnishæfi Íslands. „Við erum mjög sátt við það hvernig þetta er lagt fram,“ segir Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK, um frumvarpið. „Þarna eru náttúrulega atriði sem við höfum verið að benda á í gegnum tíðina sem myndu gera lífið aðeins einfaldara, því við þurfum alltaf að stofna sérfyritæki utan um hverja framleiðslu. En grunnurinn í þessu er bara frábær.“Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Endurgreiðslukerfi vegna kvikmyndagerðar var komið á hér á landi árið 1999 og í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að það hafi síðan verið ein meginstoðin í eflingu innlendrar kvikmyndagerðar. Hilmar segir að samkeppnisstaða Íslands verði aftur mjög góð miðað við þau lönd sem við helst keppum við á þessu sviði, til að mynda Noreg og Írland, ef nýja frumvarpið verður að lögum. Ávinningsins af því myndi gæta fljótlega. „Viðbrögðin sem við höfum verið að frétta af erlendis frá hafa verið mjög góð og þetta eykur þá líkurnar á því að við fáum fleiri stærri verkefni hingað heim,“ segir hann. „En ekki síður, þá hjálpar þetta líka okkur sem erum í innlendri framleiðslu að koma því á framfæri erlendis. Þannig að þetta vinnur allt saman og við verðum bara betri í því sem við erum að gera.“
Tengdar fréttir Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á Íslandi Íslendingar ánægðir með íslenska náttúru í erlendum myndum en bransinn vill meira. 11. mars 2016 14:45
Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25