Hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar bæti samkeppnishæfni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. mars 2016 18:07 Ragnheiður Elín Árnadóttir vísir/vilhelm Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp á ríkisstjórnarfundi í dag um hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Lagt verður til að endurgreiðslurnar hækki úr 20 prósentum í 25 prósent. Hún segir þessar breytingar koma til með að bæta samkeppnishæfni landsins til muna. „Þetta er kerfi sem hefur verið í gildi hér í lögum síðan 1999 og hefur haft gríðarlega mikið að segja um þann mikla vöxt og þann uppgang sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð á undanförnum árum. Ég er að leggja þetta til með þeim rökum að við viljum gjarnan að samkeppnishæfni okkar haldist og breytingar á sambærilegum kerfum í öðrum löndum sem hafa orðið til þess að okkar 20 prósent voru ekki lengur samkeppnishæf,” segir Ragnheiður. Löggjöfin sem Ragnheiður vísar til rennur út að óbreyttu um næstu áramót. Hún kveður á um að unnt sé að fá endurgreitt 20 prósent af framleiðslukostnaði kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. „Við verðum alltaf að gæta að því í svona að kerfið sé sjálfbært og teljum að við þurfum að gæta að ákveðnu jafnvægi. Þetta má ekki vera þannig að menn upplifi að það sé verið að veita of mikinn afslátt gegn því sem kemur bæði inn í ríkissjóð og inn í efnahagskerfið og þarna teljum við að við séum að ná ágætis jafnvægi,” segir hún, aðspurð hvort fimm prósenta hækkun muni hafa mikla þýðingu fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Ragnheiður segist hafa litið til annarra landa við gerð frumvarpsins. „Við erum ekki með hæstu prósentuna en þarna erum við vel samkeppnisfær. Þetta hefur líka orðið til þess að á undanförnum árum hefur okkur tekist að byggja upp gríðarlega öflugan kvikmyndaiðnað. Þrátt fyrir að þetta sé ekki fjölmennasti kvikmyndageirinn þá er hann mjög sterkur og þéttur.” Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, segist fagna þessu frumvarpi. „Ég held að kvikmyndagerðarmenn séu almennt gríðarlega ánægðir með frumvarpið og Ragnheiði Elínu. Hún hefur staðið sig mjög vel í því að reyna að bæta aðstæður og það að hækka þetta í 25 prósent gerir það að verkum að við munum verða samkeppnishæfari í því að laða að fleiri verkefni, erlend verkefni, til landsins, og vissulega mun þetta líka styðja við innlenda kvikmyndagerð,” segir Hrafnhildur. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp á ríkisstjórnarfundi í dag um hærri endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Lagt verður til að endurgreiðslurnar hækki úr 20 prósentum í 25 prósent. Hún segir þessar breytingar koma til með að bæta samkeppnishæfni landsins til muna. „Þetta er kerfi sem hefur verið í gildi hér í lögum síðan 1999 og hefur haft gríðarlega mikið að segja um þann mikla vöxt og þann uppgang sem orðið hefur í íslenskri kvikmyndagerð á undanförnum árum. Ég er að leggja þetta til með þeim rökum að við viljum gjarnan að samkeppnishæfni okkar haldist og breytingar á sambærilegum kerfum í öðrum löndum sem hafa orðið til þess að okkar 20 prósent voru ekki lengur samkeppnishæf,” segir Ragnheiður. Löggjöfin sem Ragnheiður vísar til rennur út að óbreyttu um næstu áramót. Hún kveður á um að unnt sé að fá endurgreitt 20 prósent af framleiðslukostnaði kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. „Við verðum alltaf að gæta að því í svona að kerfið sé sjálfbært og teljum að við þurfum að gæta að ákveðnu jafnvægi. Þetta má ekki vera þannig að menn upplifi að það sé verið að veita of mikinn afslátt gegn því sem kemur bæði inn í ríkissjóð og inn í efnahagskerfið og þarna teljum við að við séum að ná ágætis jafnvægi,” segir hún, aðspurð hvort fimm prósenta hækkun muni hafa mikla þýðingu fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Ragnheiður segist hafa litið til annarra landa við gerð frumvarpsins. „Við erum ekki með hæstu prósentuna en þarna erum við vel samkeppnisfær. Þetta hefur líka orðið til þess að á undanförnum árum hefur okkur tekist að byggja upp gríðarlega öflugan kvikmyndaiðnað. Þrátt fyrir að þetta sé ekki fjölmennasti kvikmyndageirinn þá er hann mjög sterkur og þéttur.” Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, segist fagna þessu frumvarpi. „Ég held að kvikmyndagerðarmenn séu almennt gríðarlega ánægðir með frumvarpið og Ragnheiði Elínu. Hún hefur staðið sig mjög vel í því að reyna að bæta aðstæður og það að hækka þetta í 25 prósent gerir það að verkum að við munum verða samkeppnishæfari í því að laða að fleiri verkefni, erlend verkefni, til landsins, og vissulega mun þetta líka styðja við innlenda kvikmyndagerð,” segir Hrafnhildur.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira