Erlent

Fjallgöngumenn deyja á Everest

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Kona frá Ástralíu og maður frá Hollandi létu lífið á Everestfjalli í gær. Um er að ræða fyrstu dauðsföll erlends fjallgöngufólks á fjallinu á fjallgöngutímabilinu, en sjerpi dó á fimmtudaginn þegar hann féll um tvö þúsund metra í hlíðum Everest, eða af fjórða hæsta tindi heims, sem einnig má finna á fjallinu.

Bæði konan og maðurinn höfðu komist á tind fjallsins, þann hæsta í heimi, og létu lífið á leiðinni niður úr hæðarsýki. Minnst 330 erlendir fjallgöngumenn hafa farið á tind Everest á þessu tímabili.

Maðurinn sem lést, Eric Arnold, hafði fjórum sinnum áður reynt að komast á tind fjallsins. Hann lenti í snjóflóðinu á Everest í fyrra. Hann er sagður hafa dáið í svefni í fjórðu búðum Everest.

Síðustu tvö ár hafa fjallgöngutímabilin í Nepal einkennst af umfangsmiklum hamförum. Í fyrra lenti snjóflóð á grunnbúðum Everest og átján manns létu lífið. Árið 2014 létust 16 sjerpar í snjóflóði í byrjun tímabilsins og einungis einn fjallgöngumaður fór á topp fjallsins það ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×