Bandaríski lögregluþjónninn Edward Nero var í dag sýknaður af öllum ákærum varðandi dauða Freddie Gray, sem lést vegna áverka sem hann hlaut í haldi lögreglu í Baltimore í fyrra. Atvikið orsakaði óeirðir og mótmæli og kynnti undir Black Lives Matter hreyfingunni.
Sex lögregluþjónar voru ákærðir vegna málsins en auk Nero hefur verið réttað yfir einum þeirra. Þá komst kviðdómurinn ekki að niðurstöðu og var málið látið niður falla. Réttað verður yfir hinum fjórum í sumar og í haust.
Borgarstjóri Baltimore hefur biðlað til íbúa að sýna stillingu í kjölfar úrskurðarins.
Dómari sem úrskurðaði í málinu sagði að Nero hefði hagað sér eins og hver annar lögregluþjónn og hefði ekki stigið út fyrir valdsvið sitt.
Dauði Gray olli, eins og áður segir, miklum deilum í Baltimore og var atvikið talið varpa ljósi á meðferð lögregluþjóna á þeldökkum mönnum í Bandaríkjunum.
Lögregluþjónn sýknaður vegna dauða Freddie Gray

Tengdar fréttir

Greinir frá misþyrmingum og spillingu lögreglumanna í Baltimore
Twitter-færslur fyrrum lögreglumanns hafa vakið mikla athygli og ýtt enn frekar undir áhyggjur manna af starfsháttum lögreglu í Bandaríkjunum.

Réttarhöld yfir lögreglumanni vegna láts Freddie Gray dæmd ómerk
Miklar óeirðir brutust út í Baltimore fyrr á árinu eftir að Freddie Gray lést í haldi lögreglu. Fyrstu réttarhöldunum vegna málsins er nú lokið.

Enginn lögreglumaður ákærður vegna dauða tólf ára drengs
Tamir Rice var með leikfangabyssu á lofti þegar hann var skotinn til bana af lögregluþjóni.

Erlendar fréttir ársins 2015: Flóttamenn, hryðjuverk í París, skuldavandi Grikkja, loftslagsmál og fleira
Árið 2015 var síður en svo tíðindalítið og hefur Vísir tekið saman nokkur af helstu fréttamálum ársins á erlendum vettvangi.