Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 09:45 Ramón Calderón setti ráðstefnuna í dag. vísir/anton brink „Góðan daginn og velkominn. Ég heiti Ramón Calderón eða Ramón Jamie-son ef ég væri Íslendingur,“ sagði Ramón Calderón, fyrrverandi forseti spænska fótboltastórveldisins Real Madrid, þegar hann setti ráðstefnuna Business and Football í Hörpu í morgun. Fjöldi frægra manna innan fótboltaheimsins á borð við Kevin Keegan, David Moyes og Chris Coleman eru staddir í Hörpu þar sem þeir munu framan af degi tala um tengingu fótbolta og viðskipta ásamt íslensku framafólki úr viðskiptalífinu. „Það er sannur heiður að vera á Íslandi og á þessu sviði að setja þessa ráðstefnu. Það eru forréttindi að vera hér fyrir framan allt þetta merkisfólk úr fótbolta- og viðskiptaheiminum,“ sagði Calderón. Calderón er gestgjafi dagsins en hann og Arnar Reynisson áttu hugmyndina að ráðstefnunni. Spánverjinn er heillaður af því hvernig Ísland komst út úr kreppunni, að eigin sögn, og að nánast á sama tíma komst íslenska karlalandsliðið á EM. „Þegar ég hitti félaga minn í þessu, Arnar Reynisson, voru allir sem ég hitti út um allan heim; pólitíkusar, fjölmiðlamenn og hagfræðingar, að tala um hvernig Ísland komst í gegnum efnahagsástandið,“ sagði Calderón. „Það sem var enn ótrúlega var hvernig þið fóruð að þessu. Þið beittuð ekki aðferðum sem vanlega eru notaðar í svona ástandi. Sem lögfræðingur þekki ég ekki markaðinn það vel en ég skildi mikilvægi þess sem þetta fólk var að segja og hvernig þið fóruð úr því að tapa næstum öllu í að koma sterk til baka.“Vísir/Anton„Á sama tíma var svo fótboltalandsliðið að spila frábærlega og ná úrslitum sem kom þeim á Evrópumótið í Frakklandi í næsta mánuði. Því meira sem ég lærði um Ísland því meira fannst mér að íbúar landsins og íslenska þjóðin ættu skilið að vera hampað og að aðrir myndu heyra hvernig Ísland fór að þessu,“ sagði Calderón. Spánverjinn viðurkenndi að hann vissi ekki mikið um Ísland þegar hann fyrst fór að kynna sér landið en hann las allt sem hann komst í bæði í tímaritum og bókum. Þá kom hann til Íslands og var hrifinn af gestrisni Íslendinga. „Ég varð ástfanginn af Íslandi,“ sagði Calderón. „Það sem mér fannst líka merkilegt var að enginn hér montar sig af árangri ykkar í viðskiptum og fótboltanum. Það kom mér samt ekkert á óvart því gáfað fólk hælir ekki sjálfu sér þegar það gerir eitthvað einstakt.“ Orðið kraftaverk hefur verið notað yfir árangur Íslands jafnt í viðskiptum sem og í fótboltanum, að sögn Calderón, en hann er ekki svo viss um að það sé rétta orðið. „Maður fær alltaf sama svarið. Þetta er kraftaverk. En við vitum alveg að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Ekki einu sinni við sem ólumst upp sem kaþólikkar trúum á kraftaverk í hefðbundnum skilningi. Það sem þið hafið afrekað er uppskera mikillar vinnu, ekki kraftaverk,“ sagði Ramón Calderón. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
„Góðan daginn og velkominn. Ég heiti Ramón Calderón eða Ramón Jamie-son ef ég væri Íslendingur,“ sagði Ramón Calderón, fyrrverandi forseti spænska fótboltastórveldisins Real Madrid, þegar hann setti ráðstefnuna Business and Football í Hörpu í morgun. Fjöldi frægra manna innan fótboltaheimsins á borð við Kevin Keegan, David Moyes og Chris Coleman eru staddir í Hörpu þar sem þeir munu framan af degi tala um tengingu fótbolta og viðskipta ásamt íslensku framafólki úr viðskiptalífinu. „Það er sannur heiður að vera á Íslandi og á þessu sviði að setja þessa ráðstefnu. Það eru forréttindi að vera hér fyrir framan allt þetta merkisfólk úr fótbolta- og viðskiptaheiminum,“ sagði Calderón. Calderón er gestgjafi dagsins en hann og Arnar Reynisson áttu hugmyndina að ráðstefnunni. Spánverjinn er heillaður af því hvernig Ísland komst út úr kreppunni, að eigin sögn, og að nánast á sama tíma komst íslenska karlalandsliðið á EM. „Þegar ég hitti félaga minn í þessu, Arnar Reynisson, voru allir sem ég hitti út um allan heim; pólitíkusar, fjölmiðlamenn og hagfræðingar, að tala um hvernig Ísland komst í gegnum efnahagsástandið,“ sagði Calderón. „Það sem var enn ótrúlega var hvernig þið fóruð að þessu. Þið beittuð ekki aðferðum sem vanlega eru notaðar í svona ástandi. Sem lögfræðingur þekki ég ekki markaðinn það vel en ég skildi mikilvægi þess sem þetta fólk var að segja og hvernig þið fóruð úr því að tapa næstum öllu í að koma sterk til baka.“Vísir/Anton„Á sama tíma var svo fótboltalandsliðið að spila frábærlega og ná úrslitum sem kom þeim á Evrópumótið í Frakklandi í næsta mánuði. Því meira sem ég lærði um Ísland því meira fannst mér að íbúar landsins og íslenska þjóðin ættu skilið að vera hampað og að aðrir myndu heyra hvernig Ísland fór að þessu,“ sagði Calderón. Spánverjinn viðurkenndi að hann vissi ekki mikið um Ísland þegar hann fyrst fór að kynna sér landið en hann las allt sem hann komst í bæði í tímaritum og bókum. Þá kom hann til Íslands og var hrifinn af gestrisni Íslendinga. „Ég varð ástfanginn af Íslandi,“ sagði Calderón. „Það sem mér fannst líka merkilegt var að enginn hér montar sig af árangri ykkar í viðskiptum og fótboltanum. Það kom mér samt ekkert á óvart því gáfað fólk hælir ekki sjálfu sér þegar það gerir eitthvað einstakt.“ Orðið kraftaverk hefur verið notað yfir árangur Íslands jafnt í viðskiptum sem og í fótboltanum, að sögn Calderón, en hann er ekki svo viss um að það sé rétta orðið. „Maður fær alltaf sama svarið. Þetta er kraftaverk. En við vitum alveg að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Ekki einu sinni við sem ólumst upp sem kaþólikkar trúum á kraftaverk í hefðbundnum skilningi. Það sem þið hafið afrekað er uppskera mikillar vinnu, ekki kraftaverk,“ sagði Ramón Calderón.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15