Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 09:45 Ramón Calderón setti ráðstefnuna í dag. vísir/anton brink „Góðan daginn og velkominn. Ég heiti Ramón Calderón eða Ramón Jamie-son ef ég væri Íslendingur,“ sagði Ramón Calderón, fyrrverandi forseti spænska fótboltastórveldisins Real Madrid, þegar hann setti ráðstefnuna Business and Football í Hörpu í morgun. Fjöldi frægra manna innan fótboltaheimsins á borð við Kevin Keegan, David Moyes og Chris Coleman eru staddir í Hörpu þar sem þeir munu framan af degi tala um tengingu fótbolta og viðskipta ásamt íslensku framafólki úr viðskiptalífinu. „Það er sannur heiður að vera á Íslandi og á þessu sviði að setja þessa ráðstefnu. Það eru forréttindi að vera hér fyrir framan allt þetta merkisfólk úr fótbolta- og viðskiptaheiminum,“ sagði Calderón. Calderón er gestgjafi dagsins en hann og Arnar Reynisson áttu hugmyndina að ráðstefnunni. Spánverjinn er heillaður af því hvernig Ísland komst út úr kreppunni, að eigin sögn, og að nánast á sama tíma komst íslenska karlalandsliðið á EM. „Þegar ég hitti félaga minn í þessu, Arnar Reynisson, voru allir sem ég hitti út um allan heim; pólitíkusar, fjölmiðlamenn og hagfræðingar, að tala um hvernig Ísland komst í gegnum efnahagsástandið,“ sagði Calderón. „Það sem var enn ótrúlega var hvernig þið fóruð að þessu. Þið beittuð ekki aðferðum sem vanlega eru notaðar í svona ástandi. Sem lögfræðingur þekki ég ekki markaðinn það vel en ég skildi mikilvægi þess sem þetta fólk var að segja og hvernig þið fóruð úr því að tapa næstum öllu í að koma sterk til baka.“Vísir/Anton„Á sama tíma var svo fótboltalandsliðið að spila frábærlega og ná úrslitum sem kom þeim á Evrópumótið í Frakklandi í næsta mánuði. Því meira sem ég lærði um Ísland því meira fannst mér að íbúar landsins og íslenska þjóðin ættu skilið að vera hampað og að aðrir myndu heyra hvernig Ísland fór að þessu,“ sagði Calderón. Spánverjinn viðurkenndi að hann vissi ekki mikið um Ísland þegar hann fyrst fór að kynna sér landið en hann las allt sem hann komst í bæði í tímaritum og bókum. Þá kom hann til Íslands og var hrifinn af gestrisni Íslendinga. „Ég varð ástfanginn af Íslandi,“ sagði Calderón. „Það sem mér fannst líka merkilegt var að enginn hér montar sig af árangri ykkar í viðskiptum og fótboltanum. Það kom mér samt ekkert á óvart því gáfað fólk hælir ekki sjálfu sér þegar það gerir eitthvað einstakt.“ Orðið kraftaverk hefur verið notað yfir árangur Íslands jafnt í viðskiptum sem og í fótboltanum, að sögn Calderón, en hann er ekki svo viss um að það sé rétta orðið. „Maður fær alltaf sama svarið. Þetta er kraftaverk. En við vitum alveg að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Ekki einu sinni við sem ólumst upp sem kaþólikkar trúum á kraftaverk í hefðbundnum skilningi. Það sem þið hafið afrekað er uppskera mikillar vinnu, ekki kraftaverk,“ sagði Ramón Calderón. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
„Góðan daginn og velkominn. Ég heiti Ramón Calderón eða Ramón Jamie-son ef ég væri Íslendingur,“ sagði Ramón Calderón, fyrrverandi forseti spænska fótboltastórveldisins Real Madrid, þegar hann setti ráðstefnuna Business and Football í Hörpu í morgun. Fjöldi frægra manna innan fótboltaheimsins á borð við Kevin Keegan, David Moyes og Chris Coleman eru staddir í Hörpu þar sem þeir munu framan af degi tala um tengingu fótbolta og viðskipta ásamt íslensku framafólki úr viðskiptalífinu. „Það er sannur heiður að vera á Íslandi og á þessu sviði að setja þessa ráðstefnu. Það eru forréttindi að vera hér fyrir framan allt þetta merkisfólk úr fótbolta- og viðskiptaheiminum,“ sagði Calderón. Calderón er gestgjafi dagsins en hann og Arnar Reynisson áttu hugmyndina að ráðstefnunni. Spánverjinn er heillaður af því hvernig Ísland komst út úr kreppunni, að eigin sögn, og að nánast á sama tíma komst íslenska karlalandsliðið á EM. „Þegar ég hitti félaga minn í þessu, Arnar Reynisson, voru allir sem ég hitti út um allan heim; pólitíkusar, fjölmiðlamenn og hagfræðingar, að tala um hvernig Ísland komst í gegnum efnahagsástandið,“ sagði Calderón. „Það sem var enn ótrúlega var hvernig þið fóruð að þessu. Þið beittuð ekki aðferðum sem vanlega eru notaðar í svona ástandi. Sem lögfræðingur þekki ég ekki markaðinn það vel en ég skildi mikilvægi þess sem þetta fólk var að segja og hvernig þið fóruð úr því að tapa næstum öllu í að koma sterk til baka.“Vísir/Anton„Á sama tíma var svo fótboltalandsliðið að spila frábærlega og ná úrslitum sem kom þeim á Evrópumótið í Frakklandi í næsta mánuði. Því meira sem ég lærði um Ísland því meira fannst mér að íbúar landsins og íslenska þjóðin ættu skilið að vera hampað og að aðrir myndu heyra hvernig Ísland fór að þessu,“ sagði Calderón. Spánverjinn viðurkenndi að hann vissi ekki mikið um Ísland þegar hann fyrst fór að kynna sér landið en hann las allt sem hann komst í bæði í tímaritum og bókum. Þá kom hann til Íslands og var hrifinn af gestrisni Íslendinga. „Ég varð ástfanginn af Íslandi,“ sagði Calderón. „Það sem mér fannst líka merkilegt var að enginn hér montar sig af árangri ykkar í viðskiptum og fótboltanum. Það kom mér samt ekkert á óvart því gáfað fólk hælir ekki sjálfu sér þegar það gerir eitthvað einstakt.“ Orðið kraftaverk hefur verið notað yfir árangur Íslands jafnt í viðskiptum sem og í fótboltanum, að sögn Calderón, en hann er ekki svo viss um að það sé rétta orðið. „Maður fær alltaf sama svarið. Þetta er kraftaverk. En við vitum alveg að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Ekki einu sinni við sem ólumst upp sem kaþólikkar trúum á kraftaverk í hefðbundnum skilningi. Það sem þið hafið afrekað er uppskera mikillar vinnu, ekki kraftaverk,“ sagði Ramón Calderón.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15