Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 09:45 Ramón Calderón setti ráðstefnuna í dag. vísir/anton brink „Góðan daginn og velkominn. Ég heiti Ramón Calderón eða Ramón Jamie-son ef ég væri Íslendingur,“ sagði Ramón Calderón, fyrrverandi forseti spænska fótboltastórveldisins Real Madrid, þegar hann setti ráðstefnuna Business and Football í Hörpu í morgun. Fjöldi frægra manna innan fótboltaheimsins á borð við Kevin Keegan, David Moyes og Chris Coleman eru staddir í Hörpu þar sem þeir munu framan af degi tala um tengingu fótbolta og viðskipta ásamt íslensku framafólki úr viðskiptalífinu. „Það er sannur heiður að vera á Íslandi og á þessu sviði að setja þessa ráðstefnu. Það eru forréttindi að vera hér fyrir framan allt þetta merkisfólk úr fótbolta- og viðskiptaheiminum,“ sagði Calderón. Calderón er gestgjafi dagsins en hann og Arnar Reynisson áttu hugmyndina að ráðstefnunni. Spánverjinn er heillaður af því hvernig Ísland komst út úr kreppunni, að eigin sögn, og að nánast á sama tíma komst íslenska karlalandsliðið á EM. „Þegar ég hitti félaga minn í þessu, Arnar Reynisson, voru allir sem ég hitti út um allan heim; pólitíkusar, fjölmiðlamenn og hagfræðingar, að tala um hvernig Ísland komst í gegnum efnahagsástandið,“ sagði Calderón. „Það sem var enn ótrúlega var hvernig þið fóruð að þessu. Þið beittuð ekki aðferðum sem vanlega eru notaðar í svona ástandi. Sem lögfræðingur þekki ég ekki markaðinn það vel en ég skildi mikilvægi þess sem þetta fólk var að segja og hvernig þið fóruð úr því að tapa næstum öllu í að koma sterk til baka.“Vísir/Anton„Á sama tíma var svo fótboltalandsliðið að spila frábærlega og ná úrslitum sem kom þeim á Evrópumótið í Frakklandi í næsta mánuði. Því meira sem ég lærði um Ísland því meira fannst mér að íbúar landsins og íslenska þjóðin ættu skilið að vera hampað og að aðrir myndu heyra hvernig Ísland fór að þessu,“ sagði Calderón. Spánverjinn viðurkenndi að hann vissi ekki mikið um Ísland þegar hann fyrst fór að kynna sér landið en hann las allt sem hann komst í bæði í tímaritum og bókum. Þá kom hann til Íslands og var hrifinn af gestrisni Íslendinga. „Ég varð ástfanginn af Íslandi,“ sagði Calderón. „Það sem mér fannst líka merkilegt var að enginn hér montar sig af árangri ykkar í viðskiptum og fótboltanum. Það kom mér samt ekkert á óvart því gáfað fólk hælir ekki sjálfu sér þegar það gerir eitthvað einstakt.“ Orðið kraftaverk hefur verið notað yfir árangur Íslands jafnt í viðskiptum sem og í fótboltanum, að sögn Calderón, en hann er ekki svo viss um að það sé rétta orðið. „Maður fær alltaf sama svarið. Þetta er kraftaverk. En við vitum alveg að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Ekki einu sinni við sem ólumst upp sem kaþólikkar trúum á kraftaverk í hefðbundnum skilningi. Það sem þið hafið afrekað er uppskera mikillar vinnu, ekki kraftaverk,“ sagði Ramón Calderón. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
„Góðan daginn og velkominn. Ég heiti Ramón Calderón eða Ramón Jamie-son ef ég væri Íslendingur,“ sagði Ramón Calderón, fyrrverandi forseti spænska fótboltastórveldisins Real Madrid, þegar hann setti ráðstefnuna Business and Football í Hörpu í morgun. Fjöldi frægra manna innan fótboltaheimsins á borð við Kevin Keegan, David Moyes og Chris Coleman eru staddir í Hörpu þar sem þeir munu framan af degi tala um tengingu fótbolta og viðskipta ásamt íslensku framafólki úr viðskiptalífinu. „Það er sannur heiður að vera á Íslandi og á þessu sviði að setja þessa ráðstefnu. Það eru forréttindi að vera hér fyrir framan allt þetta merkisfólk úr fótbolta- og viðskiptaheiminum,“ sagði Calderón. Calderón er gestgjafi dagsins en hann og Arnar Reynisson áttu hugmyndina að ráðstefnunni. Spánverjinn er heillaður af því hvernig Ísland komst út úr kreppunni, að eigin sögn, og að nánast á sama tíma komst íslenska karlalandsliðið á EM. „Þegar ég hitti félaga minn í þessu, Arnar Reynisson, voru allir sem ég hitti út um allan heim; pólitíkusar, fjölmiðlamenn og hagfræðingar, að tala um hvernig Ísland komst í gegnum efnahagsástandið,“ sagði Calderón. „Það sem var enn ótrúlega var hvernig þið fóruð að þessu. Þið beittuð ekki aðferðum sem vanlega eru notaðar í svona ástandi. Sem lögfræðingur þekki ég ekki markaðinn það vel en ég skildi mikilvægi þess sem þetta fólk var að segja og hvernig þið fóruð úr því að tapa næstum öllu í að koma sterk til baka.“Vísir/Anton„Á sama tíma var svo fótboltalandsliðið að spila frábærlega og ná úrslitum sem kom þeim á Evrópumótið í Frakklandi í næsta mánuði. Því meira sem ég lærði um Ísland því meira fannst mér að íbúar landsins og íslenska þjóðin ættu skilið að vera hampað og að aðrir myndu heyra hvernig Ísland fór að þessu,“ sagði Calderón. Spánverjinn viðurkenndi að hann vissi ekki mikið um Ísland þegar hann fyrst fór að kynna sér landið en hann las allt sem hann komst í bæði í tímaritum og bókum. Þá kom hann til Íslands og var hrifinn af gestrisni Íslendinga. „Ég varð ástfanginn af Íslandi,“ sagði Calderón. „Það sem mér fannst líka merkilegt var að enginn hér montar sig af árangri ykkar í viðskiptum og fótboltanum. Það kom mér samt ekkert á óvart því gáfað fólk hælir ekki sjálfu sér þegar það gerir eitthvað einstakt.“ Orðið kraftaverk hefur verið notað yfir árangur Íslands jafnt í viðskiptum sem og í fótboltanum, að sögn Calderón, en hann er ekki svo viss um að það sé rétta orðið. „Maður fær alltaf sama svarið. Þetta er kraftaverk. En við vitum alveg að hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér. Ekki einu sinni við sem ólumst upp sem kaþólikkar trúum á kraftaverk í hefðbundnum skilningi. Það sem þið hafið afrekað er uppskera mikillar vinnu, ekki kraftaverk,“ sagði Ramón Calderón.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15