Múgur brenndi mann lifandi fyrir að stela fimm dölum Samúel K skrifar 19. maí 2016 14:59 Frá mótmælum gegn forseta Venesúela vegna efnahagsástands landsins. Vísir/EPA Æstur múgur í Venesúela brenndi nýverið mann lifandi fyrir að stela fimm dölum, eða rétt rúmum sex hundruð krónum. Hann var fyrst gómaður á hlaupum og barinn grimmilega af hópi manna. Eftir að annar maður kom og sakaði hann um að hafa stolið af sér fundust um fimm dalir í vösum hans. Hópurinn helti bensíni á hinn 42 ára gamla Roberto Bernal og kveikti í honum. „Við vildum kenna þessum manni lexíu,“ sagði Eduardo Mijares við AP fréttaveituna. „Við erum þreytt á því að vera rænd í hvert sinn sem við förum út og lögreglan gerir ekki neitt.“ Fréttaveitan segir frá því að atvik sem þessi, þar sem hópur fólks refsar fólki sem sakað er um glæpi, hafi farið fjölgandi í Venesúela. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa 74 rannsóknir farið fram á málum þar sem meintir glæpamenn hafa verið myrtir af hópi fólks. Þá styður meirihluti þjóðarinnar aðfarir sem þessar samkvæmt rannsóknum.Gerbreytt ástand Fyrir nokkrum árum var Venesúela eitt ríkasta og öruggasta ríki Suður-Ameríku, en nú er morðtíðni þar með þeim hærri í heiminum.Bernal hefði líklega látið lífið þarna á götunni fyrir framan rúmlega tuttugu manns ef prestur hefði ekki komið honum til bjargar og slökkt eldinn með jakka sínum. Alejandro Delgado segir frá því að mennirnir sem kveiktu í Bernal hafi reynt að stöðva sig og hent flöskum að sér. Meira að segja hjúkrunarfræðingurinn sem hlúði að Bernal á sjúkrahúsinu sagði hann eiga þetta skilið. Sjálf hefur hún margsinnis verið rænd. Bernal dó vegna sára sinna tveimur dögum seinna. Lögreglan tekur lítið sem ekkert á glæpum sem þessum. AP bendir á að á árum áður hafi lögreglan framkvæmt 118 handtökur fyrir hver hundrað morð. Nú eru handtökurnar átta fyrir hver hundrað morð. Í fyrra voru 268 þúsund ákærðir vegna glæpa eins og til dæmis morða og rána. Þar af voru 27 þúsund fundnir sekir.Fjölskyldi Bernal fór reglulega á skrifstofu saksóknara og fór fram á að málið yrði rannsakað til hlítar. Sem var gert á endanum og var einn maður ákærður fyrir að hella bensíninu á Bernal. Hann telur litlar líkur á því að hann verði sakfelldur. Tengdar fréttir Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07 Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51 Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Æstur múgur í Venesúela brenndi nýverið mann lifandi fyrir að stela fimm dölum, eða rétt rúmum sex hundruð krónum. Hann var fyrst gómaður á hlaupum og barinn grimmilega af hópi manna. Eftir að annar maður kom og sakaði hann um að hafa stolið af sér fundust um fimm dalir í vösum hans. Hópurinn helti bensíni á hinn 42 ára gamla Roberto Bernal og kveikti í honum. „Við vildum kenna þessum manni lexíu,“ sagði Eduardo Mijares við AP fréttaveituna. „Við erum þreytt á því að vera rænd í hvert sinn sem við förum út og lögreglan gerir ekki neitt.“ Fréttaveitan segir frá því að atvik sem þessi, þar sem hópur fólks refsar fólki sem sakað er um glæpi, hafi farið fjölgandi í Venesúela. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafa 74 rannsóknir farið fram á málum þar sem meintir glæpamenn hafa verið myrtir af hópi fólks. Þá styður meirihluti þjóðarinnar aðfarir sem þessar samkvæmt rannsóknum.Gerbreytt ástand Fyrir nokkrum árum var Venesúela eitt ríkasta og öruggasta ríki Suður-Ameríku, en nú er morðtíðni þar með þeim hærri í heiminum.Bernal hefði líklega látið lífið þarna á götunni fyrir framan rúmlega tuttugu manns ef prestur hefði ekki komið honum til bjargar og slökkt eldinn með jakka sínum. Alejandro Delgado segir frá því að mennirnir sem kveiktu í Bernal hafi reynt að stöðva sig og hent flöskum að sér. Meira að segja hjúkrunarfræðingurinn sem hlúði að Bernal á sjúkrahúsinu sagði hann eiga þetta skilið. Sjálf hefur hún margsinnis verið rænd. Bernal dó vegna sára sinna tveimur dögum seinna. Lögreglan tekur lítið sem ekkert á glæpum sem þessum. AP bendir á að á árum áður hafi lögreglan framkvæmt 118 handtökur fyrir hver hundrað morð. Nú eru handtökurnar átta fyrir hver hundrað morð. Í fyrra voru 268 þúsund ákærðir vegna glæpa eins og til dæmis morða og rána. Þar af voru 27 þúsund fundnir sekir.Fjölskyldi Bernal fór reglulega á skrifstofu saksóknara og fór fram á að málið yrði rannsakað til hlítar. Sem var gert á endanum og var einn maður ákærður fyrir að hella bensíninu á Bernal. Hann telur litlar líkur á því að hann verði sakfelldur.
Tengdar fréttir Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07 Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51 Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00 Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð forsetans Neyðarástand ríkir í Venesúela. 18. maí 2016 23:07
Taka rafmagnið af öllu Venesúela í fjóra tíma á dag Stjórnvöld í Venesúela hafa ákveðið að taka rafmagnið af öllu landinu í fjóra tíma í senn frá og með næstu viku, til að takast á við vaxandi orkuvanda landsins. Ástandið mun vara í fjörutíu daga en ástæða orkuvandans eru miklir þurkar sem gera það að verkum að vatnsaflsvirkjanir landsins ná ekki að framleiða nægilega orku. 22. apríl 2016 08:51
Klukkunni í Venesúela flýtt til að spara rafmagn Tæplega tvær milljónir hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun gegn Nicolas Maduro, forseta Venesúela. 2. maí 2016 07:00
Fimm daga helgi til frambúðar hjá opinberum starfsmönnum Ríkisstjórn Venesúela hefur fyrirskipað að opinberir starfsmenn megi einungis mæta í vinnuna á mánudögum og þriðjudögum. 29. apríl 2016 14:34
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna