Erlent

Ætla að handtaka mótmælendur

Samúel Karl Ólason skrifar
Mótmælendur vilja nýja ríkisstjórn.
Mótmælendur vilja nýja ríkisstjórn. Vísir/EPA
Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak, hefur skipað lögreglunni í Bagdad að handtaka mótmælendur sem ruddu sér leið inn í þinghús landsins í gær. Neyðarástandi var lýst yfir vegna mótmælendanna sem vilja óháða embættismenn í ráðherrastöður.

Abadi hefur reynt að skipa nýja ríkisstjórn um nokkuð skeið, en þingmenn hafa komið í veg fyrir það.

Forsætisráðherrann sagði að þeir mótmælendur sem veittust að lögreglu eða skemmdu almenningseigur ættu að vera handteknir. Mótmælin hafa þó að mestu verið friðsöm. Einhverjir mótmælendur grýttu þó þingmenn sem yfirgáfu þinghúsið og öryggissveitir þurftu að beita táragasi við sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×