Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2016 19:20 Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð í kosningum til skoska þingsins í gær en náði að halda í horfinu í almennum sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Ótti við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafði afgerandi áhrif á úrslitin í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna til skoska þingsins, fékk 63 sæti af 129 sem dugar þó ekki til að halda hreinum meirihluta sem flokkurinn hafði á þinginu. Flokkurinn þarf því annað hvort að mynda minnihlutastjórn eða samsteypustjórn með öðrum flokki.Sjónarmið Verkamannaflokksins um sameinað Bretland varð undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Sjálfstæðis Skotlands í fyrra og nokkrum mánuðum síðar tapaði hann miklu fylgi í Skotlandi í kosningum til breska þingsins. Skotland hafði þar til þá verið helsta vígi Verkamannaflokksins í áratugi og þaðan komu bæði Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar flokksins. Úrslitin í kosningunum til skoska þingsins nú eru hins vegar niðurlægjandi fyrir Jeremy Corbyn, nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann nær ekki einu sinni að vera næst stærsti flokkurinn þar sem Íhaldsflokkurinn skýst upp fyrir hann en hann hefur aldrei átt góðu fylgi að fagna í Skotlandi. Corbyn getur þó glaðst yfir að flokkurinn hélt stöðu sinni í sveitarstjórnarkosningunum en vann þó enga sigra. „Í gærkvöldi var okkur spáð ósigri um allt Bretland og að við myndum tapa meirihluta í bæjarstjórnum. Það gerðist ekki. Við höldum stöðu okkar og jukum fylgi okkar á nokkrum stöðum og úrslit eiga enn eftir að koma fram á nokkrum stöðum í dag,“ sagði Corbyn vígreifur við stuðningsmenn flokksins. Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, bætir við sig nokkru fylgi í sveitarstjórnarkosningunum frá síðustu þingkosningum. En hann berst fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nigel Farage leiðtogi flokksins er ánægður með fylgisaukninguna. „Við erum að sjá að stærstur hluti fylgisaukningar okkar kemur frá fyrrverandi stuðningsfólki Verkamannaflokksins. Æ fleiri eldri kjósendur flokksins um allt land eru að koma til UKIP,“ segir Farage. Skoskir sjálfstæðissinnar óttast einmitt þetta. Þeir styðja almennt aðildina að Evrópusambandinu og Skoski þjóðarflokkurinn hefur heitið nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota ákveði Bretar að ganga úr sambandinu. „Ég er alger stuðningsmaður þess að Bretland verði áfram hluti af Evrópusambandinu. En ef Bretar greiða atkvæði með því að yfirgefa sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, vona ég að Skotland öðlist meira sjálfstæði. Ég barðist fyrir sjálfstæði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og ég vona að Skotar haldi aðildinni að Evrópusambandinu og hallist meira til vinstri sem þjóð,“ segir ung kona að nafni Agnes í Edinborg í Skotlandi. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð í kosningum til skoska þingsins í gær en náði að halda í horfinu í almennum sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Ótti við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafði afgerandi áhrif á úrslitin í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna til skoska þingsins, fékk 63 sæti af 129 sem dugar þó ekki til að halda hreinum meirihluta sem flokkurinn hafði á þinginu. Flokkurinn þarf því annað hvort að mynda minnihlutastjórn eða samsteypustjórn með öðrum flokki.Sjónarmið Verkamannaflokksins um sameinað Bretland varð undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Sjálfstæðis Skotlands í fyrra og nokkrum mánuðum síðar tapaði hann miklu fylgi í Skotlandi í kosningum til breska þingsins. Skotland hafði þar til þá verið helsta vígi Verkamannaflokksins í áratugi og þaðan komu bæði Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar flokksins. Úrslitin í kosningunum til skoska þingsins nú eru hins vegar niðurlægjandi fyrir Jeremy Corbyn, nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann nær ekki einu sinni að vera næst stærsti flokkurinn þar sem Íhaldsflokkurinn skýst upp fyrir hann en hann hefur aldrei átt góðu fylgi að fagna í Skotlandi. Corbyn getur þó glaðst yfir að flokkurinn hélt stöðu sinni í sveitarstjórnarkosningunum en vann þó enga sigra. „Í gærkvöldi var okkur spáð ósigri um allt Bretland og að við myndum tapa meirihluta í bæjarstjórnum. Það gerðist ekki. Við höldum stöðu okkar og jukum fylgi okkar á nokkrum stöðum og úrslit eiga enn eftir að koma fram á nokkrum stöðum í dag,“ sagði Corbyn vígreifur við stuðningsmenn flokksins. Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, bætir við sig nokkru fylgi í sveitarstjórnarkosningunum frá síðustu þingkosningum. En hann berst fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nigel Farage leiðtogi flokksins er ánægður með fylgisaukninguna. „Við erum að sjá að stærstur hluti fylgisaukningar okkar kemur frá fyrrverandi stuðningsfólki Verkamannaflokksins. Æ fleiri eldri kjósendur flokksins um allt land eru að koma til UKIP,“ segir Farage. Skoskir sjálfstæðissinnar óttast einmitt þetta. Þeir styðja almennt aðildina að Evrópusambandinu og Skoski þjóðarflokkurinn hefur heitið nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota ákveði Bretar að ganga úr sambandinu. „Ég er alger stuðningsmaður þess að Bretland verði áfram hluti af Evrópusambandinu. En ef Bretar greiða atkvæði með því að yfirgefa sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, vona ég að Skotland öðlist meira sjálfstæði. Ég barðist fyrir sjálfstæði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og ég vona að Skotar haldi aðildinni að Evrópusambandinu og hallist meira til vinstri sem þjóð,“ segir ung kona að nafni Agnes í Edinborg í Skotlandi.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira