Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2016 19:20 Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð í kosningum til skoska þingsins í gær en náði að halda í horfinu í almennum sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Ótti við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafði afgerandi áhrif á úrslitin í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna til skoska þingsins, fékk 63 sæti af 129 sem dugar þó ekki til að halda hreinum meirihluta sem flokkurinn hafði á þinginu. Flokkurinn þarf því annað hvort að mynda minnihlutastjórn eða samsteypustjórn með öðrum flokki.Sjónarmið Verkamannaflokksins um sameinað Bretland varð undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Sjálfstæðis Skotlands í fyrra og nokkrum mánuðum síðar tapaði hann miklu fylgi í Skotlandi í kosningum til breska þingsins. Skotland hafði þar til þá verið helsta vígi Verkamannaflokksins í áratugi og þaðan komu bæði Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar flokksins. Úrslitin í kosningunum til skoska þingsins nú eru hins vegar niðurlægjandi fyrir Jeremy Corbyn, nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann nær ekki einu sinni að vera næst stærsti flokkurinn þar sem Íhaldsflokkurinn skýst upp fyrir hann en hann hefur aldrei átt góðu fylgi að fagna í Skotlandi. Corbyn getur þó glaðst yfir að flokkurinn hélt stöðu sinni í sveitarstjórnarkosningunum en vann þó enga sigra. „Í gærkvöldi var okkur spáð ósigri um allt Bretland og að við myndum tapa meirihluta í bæjarstjórnum. Það gerðist ekki. Við höldum stöðu okkar og jukum fylgi okkar á nokkrum stöðum og úrslit eiga enn eftir að koma fram á nokkrum stöðum í dag,“ sagði Corbyn vígreifur við stuðningsmenn flokksins. Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, bætir við sig nokkru fylgi í sveitarstjórnarkosningunum frá síðustu þingkosningum. En hann berst fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nigel Farage leiðtogi flokksins er ánægður með fylgisaukninguna. „Við erum að sjá að stærstur hluti fylgisaukningar okkar kemur frá fyrrverandi stuðningsfólki Verkamannaflokksins. Æ fleiri eldri kjósendur flokksins um allt land eru að koma til UKIP,“ segir Farage. Skoskir sjálfstæðissinnar óttast einmitt þetta. Þeir styðja almennt aðildina að Evrópusambandinu og Skoski þjóðarflokkurinn hefur heitið nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota ákveði Bretar að ganga úr sambandinu. „Ég er alger stuðningsmaður þess að Bretland verði áfram hluti af Evrópusambandinu. En ef Bretar greiða atkvæði með því að yfirgefa sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, vona ég að Skotland öðlist meira sjálfstæði. Ég barðist fyrir sjálfstæði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og ég vona að Skotar haldi aðildinni að Evrópusambandinu og hallist meira til vinstri sem þjóð,“ segir ung kona að nafni Agnes í Edinborg í Skotlandi. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð í kosningum til skoska þingsins í gær en náði að halda í horfinu í almennum sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Ótti við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafði afgerandi áhrif á úrslitin í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna til skoska þingsins, fékk 63 sæti af 129 sem dugar þó ekki til að halda hreinum meirihluta sem flokkurinn hafði á þinginu. Flokkurinn þarf því annað hvort að mynda minnihlutastjórn eða samsteypustjórn með öðrum flokki.Sjónarmið Verkamannaflokksins um sameinað Bretland varð undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Sjálfstæðis Skotlands í fyrra og nokkrum mánuðum síðar tapaði hann miklu fylgi í Skotlandi í kosningum til breska þingsins. Skotland hafði þar til þá verið helsta vígi Verkamannaflokksins í áratugi og þaðan komu bæði Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar flokksins. Úrslitin í kosningunum til skoska þingsins nú eru hins vegar niðurlægjandi fyrir Jeremy Corbyn, nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann nær ekki einu sinni að vera næst stærsti flokkurinn þar sem Íhaldsflokkurinn skýst upp fyrir hann en hann hefur aldrei átt góðu fylgi að fagna í Skotlandi. Corbyn getur þó glaðst yfir að flokkurinn hélt stöðu sinni í sveitarstjórnarkosningunum en vann þó enga sigra. „Í gærkvöldi var okkur spáð ósigri um allt Bretland og að við myndum tapa meirihluta í bæjarstjórnum. Það gerðist ekki. Við höldum stöðu okkar og jukum fylgi okkar á nokkrum stöðum og úrslit eiga enn eftir að koma fram á nokkrum stöðum í dag,“ sagði Corbyn vígreifur við stuðningsmenn flokksins. Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, bætir við sig nokkru fylgi í sveitarstjórnarkosningunum frá síðustu þingkosningum. En hann berst fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nigel Farage leiðtogi flokksins er ánægður með fylgisaukninguna. „Við erum að sjá að stærstur hluti fylgisaukningar okkar kemur frá fyrrverandi stuðningsfólki Verkamannaflokksins. Æ fleiri eldri kjósendur flokksins um allt land eru að koma til UKIP,“ segir Farage. Skoskir sjálfstæðissinnar óttast einmitt þetta. Þeir styðja almennt aðildina að Evrópusambandinu og Skoski þjóðarflokkurinn hefur heitið nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota ákveði Bretar að ganga úr sambandinu. „Ég er alger stuðningsmaður þess að Bretland verði áfram hluti af Evrópusambandinu. En ef Bretar greiða atkvæði með því að yfirgefa sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, vona ég að Skotland öðlist meira sjálfstæði. Ég barðist fyrir sjálfstæði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og ég vona að Skotar haldi aðildinni að Evrópusambandinu og hallist meira til vinstri sem þjóð,“ segir ung kona að nafni Agnes í Edinborg í Skotlandi.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira