Breski Verkamannaflokkurinn bíður afhroð í Skotlandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2016 19:20 Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð í kosningum til skoska þingsins í gær en náði að halda í horfinu í almennum sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Ótti við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafði afgerandi áhrif á úrslitin í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna til skoska þingsins, fékk 63 sæti af 129 sem dugar þó ekki til að halda hreinum meirihluta sem flokkurinn hafði á þinginu. Flokkurinn þarf því annað hvort að mynda minnihlutastjórn eða samsteypustjórn með öðrum flokki.Sjónarmið Verkamannaflokksins um sameinað Bretland varð undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Sjálfstæðis Skotlands í fyrra og nokkrum mánuðum síðar tapaði hann miklu fylgi í Skotlandi í kosningum til breska þingsins. Skotland hafði þar til þá verið helsta vígi Verkamannaflokksins í áratugi og þaðan komu bæði Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar flokksins. Úrslitin í kosningunum til skoska þingsins nú eru hins vegar niðurlægjandi fyrir Jeremy Corbyn, nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann nær ekki einu sinni að vera næst stærsti flokkurinn þar sem Íhaldsflokkurinn skýst upp fyrir hann en hann hefur aldrei átt góðu fylgi að fagna í Skotlandi. Corbyn getur þó glaðst yfir að flokkurinn hélt stöðu sinni í sveitarstjórnarkosningunum en vann þó enga sigra. „Í gærkvöldi var okkur spáð ósigri um allt Bretland og að við myndum tapa meirihluta í bæjarstjórnum. Það gerðist ekki. Við höldum stöðu okkar og jukum fylgi okkar á nokkrum stöðum og úrslit eiga enn eftir að koma fram á nokkrum stöðum í dag,“ sagði Corbyn vígreifur við stuðningsmenn flokksins. Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, bætir við sig nokkru fylgi í sveitarstjórnarkosningunum frá síðustu þingkosningum. En hann berst fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nigel Farage leiðtogi flokksins er ánægður með fylgisaukninguna. „Við erum að sjá að stærstur hluti fylgisaukningar okkar kemur frá fyrrverandi stuðningsfólki Verkamannaflokksins. Æ fleiri eldri kjósendur flokksins um allt land eru að koma til UKIP,“ segir Farage. Skoskir sjálfstæðissinnar óttast einmitt þetta. Þeir styðja almennt aðildina að Evrópusambandinu og Skoski þjóðarflokkurinn hefur heitið nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota ákveði Bretar að ganga úr sambandinu. „Ég er alger stuðningsmaður þess að Bretland verði áfram hluti af Evrópusambandinu. En ef Bretar greiða atkvæði með því að yfirgefa sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, vona ég að Skotland öðlist meira sjálfstæði. Ég barðist fyrir sjálfstæði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og ég vona að Skotar haldi aðildinni að Evrópusambandinu og hallist meira til vinstri sem þjóð,“ segir ung kona að nafni Agnes í Edinborg í Skotlandi. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð í kosningum til skoska þingsins í gær en náði að halda í horfinu í almennum sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. Ótti við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafði afgerandi áhrif á úrslitin í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn er sigurvegari kosninganna til skoska þingsins, fékk 63 sæti af 129 sem dugar þó ekki til að halda hreinum meirihluta sem flokkurinn hafði á þinginu. Flokkurinn þarf því annað hvort að mynda minnihlutastjórn eða samsteypustjórn með öðrum flokki.Sjónarmið Verkamannaflokksins um sameinað Bretland varð undir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Sjálfstæðis Skotlands í fyrra og nokkrum mánuðum síðar tapaði hann miklu fylgi í Skotlandi í kosningum til breska þingsins. Skotland hafði þar til þá verið helsta vígi Verkamannaflokksins í áratugi og þaðan komu bæði Tony Blair og Gordon Brown fyrrverandi leiðtogar flokksins. Úrslitin í kosningunum til skoska þingsins nú eru hins vegar niðurlægjandi fyrir Jeremy Corbyn, nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins. Hann nær ekki einu sinni að vera næst stærsti flokkurinn þar sem Íhaldsflokkurinn skýst upp fyrir hann en hann hefur aldrei átt góðu fylgi að fagna í Skotlandi. Corbyn getur þó glaðst yfir að flokkurinn hélt stöðu sinni í sveitarstjórnarkosningunum en vann þó enga sigra. „Í gærkvöldi var okkur spáð ósigri um allt Bretland og að við myndum tapa meirihluta í bæjarstjórnum. Það gerðist ekki. Við höldum stöðu okkar og jukum fylgi okkar á nokkrum stöðum og úrslit eiga enn eftir að koma fram á nokkrum stöðum í dag,“ sagði Corbyn vígreifur við stuðningsmenn flokksins. Breski Sjálfstæðisflokkurinn, UKIP, bætir við sig nokkru fylgi í sveitarstjórnarkosningunum frá síðustu þingkosningum. En hann berst fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nigel Farage leiðtogi flokksins er ánægður með fylgisaukninguna. „Við erum að sjá að stærstur hluti fylgisaukningar okkar kemur frá fyrrverandi stuðningsfólki Verkamannaflokksins. Æ fleiri eldri kjósendur flokksins um allt land eru að koma til UKIP,“ segir Farage. Skoskir sjálfstæðissinnar óttast einmitt þetta. Þeir styðja almennt aðildina að Evrópusambandinu og Skoski þjóðarflokkurinn hefur heitið nýrri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota ákveði Bretar að ganga úr sambandinu. „Ég er alger stuðningsmaður þess að Bretland verði áfram hluti af Evrópusambandinu. En ef Bretar greiða atkvæði með því að yfirgefa sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní, vona ég að Skotland öðlist meira sjálfstæði. Ég barðist fyrir sjálfstæði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna og ég vona að Skotar haldi aðildinni að Evrópusambandinu og hallist meira til vinstri sem þjóð,“ segir ung kona að nafni Agnes í Edinborg í Skotlandi.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira