Enski boltinn

Eiður Smári hneykslaður á tæklingu Funes Mori | Origi ekki brotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen lýsti vanþóknun sinni á tæklingu Everton-mannsins Ramiro Funes Mori á Divock Origi í borgarslagnum í Liverpool í kvöld.

Eiður Smári sagði á Twitter-síðu sinni að hann vissi ekki hvort væri verra - tæklingin sjálf eða hversu hissa hann var að sjá rauða spjaldið á lofti.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, hafði eðlilega áhyggjur af sínum manni enda var Origi borinn af velli og virtist þungt haldinn.

Sjá einnig: Origi borinn af velli eftir grófa tæklingu | Myndband

„Staðan er ekki góð. Fyrstu viðbrögð gáfu til kynna að ökklinn væri brotinn en svo er ekki. Hann var snúinn en við verðum að sjá til. Það eru bara fjórar vikur eftir af tímabilinu en ég er ánægður með að hann sé ekki brotinn,“ sagði Klopp.

Liverpool vann öruggan 4-0 sigur á Everton og yfirspilaði granna sína í kvöld. En eftir meiðslin gat Klopp ekki notið leiksins.

„Þegar maður vill ná árangri þarf maður að vera heppinn í meiðslum. Það var ekki nógu gott að sjá hann liggjandi í grasinu og því naut ég ekki síðari hálfleiksins mjög.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×