Enski boltinn

Origi borinn af velli eftir grófa tæklingu | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Origi fær hér aðhlynningu.
Origi fær hér aðhlynningu. Vísir/Getty
Divock Origi var borinn af velli eftir að hafa hlotið meiðsli á ökkla eftir slæma tæklingu frá Ramiro Funes Mori í leik Liverpool og Everton í kvöld.

Origi kom Liverpool yfir í leiknum undir lok fyrri hálfleiks en Funes Mori fór svo í ökkla Origi í upphafi síðari hálfleiks áður en hann sparkaði boltanum í burtu í bræði sinni.

Hann fékk umsvifalaust að líta rauða spjalið en stöðva þurfti leikinn í dágóða stund á meðan Origi fékk aðhlynningu.

Sjáðu atvikið hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.