Enski boltinn

Liverpool með algera yfirburði í borgarslagnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna í kvöld.
Leikmenn Liverpool fagna í kvöld. vísir/getty
Liverpool vann sinn þriðja sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið gersigraði Everton, 4-0, í grannaslag liðanna á Anfield í kvöld. Þetta var sjöundi deildarleikur Everton í röð án sigurs.

Divock Origi braut ísinn fyrir Liverpool með marki undir lok fyrri hálfleiks en það varpaði skugga á leikinn að hann var borinn af velli snemma í síðari hálfleik eftir ljóta tæklingu frá Ramiro Funes Mori, leikmanni Everton.

Sjá einnig: Origi borinn af velli eftir grófa tæklingu | Myndband

Mamadou Sakho hafði komið Liverpool í 2-0 forystu í uppbótartíma fyrri hálfleiks, skömmu eftir mark Origi.

Daniel Sturridge, sem kom inn á sem varamaður fyrir Origi, skoraði svo þriðja mark Liverpool áður en Philippe Coutinho innsiglaði sigurinn undir lokin.

Þetta var fyrsti borgarslagur Liverpool undir stjórn Jürgen Klopp en liðið er nú með 51 stig í áttunda sæti deildarinnar. Everton er í því ellefta með 41 stig en liðið hefur nú spilað sjö leiki í röð án sigurs.

Divock Origi (43. mínúta) og Mamadou Sakho (45. mínúta) komu Liverpool í 2-0 forystu: Daniel Sturridge skoraði þriðja mark Liverpool á 61. mínútu: Philippe Coutinho skoraði fjórða mark Liverpool á 76. mínútu: Divock Origi borinn af velli:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×