Á myndbandinu má sjá vígamenn rífast sín á milli í miðri orrustu og er einn þeirra húðskammaður eftir að hafa hleypt af byssu sinni inn í farartæki þeirra. Vígamennirnir skjóta út í loftið og eru óvinir þeirra hvergi sjáanlegir en eftir að sókn þeirra er stöðvuð hörfa þeir.
Orrustan var háð í desember samkvæmt Vice News, komu höndum yfir myndbandið, og var hún háð um 50 kílómetra norður af Mosul.
Myndbandið byrjar á því að vígamaður er sendur í sjálfsmorðsárás gegn stöðu Kúrda og fylgja hinir eftir á farartækjum sem hafa verið gerð brynvörð. Hægt er að horfa á það hér að neðan, en vert er að vara við því að það gæti vakið óhug.