Erlent

Zika vírusinn ógnar Bandaríkjamönnum

Vírusinn smitast með moskítóflugum.
Vírusinn smitast með moskítóflugum. Vísir/EPA
Zika vírusinn er mun skaðlegri en áður var talið og áhrif hans í Bandaríkjunum gætu orðið mun meiri en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá sóttvarnarlækni Bandaríkjanna. Áður var talið að sjúkdómurinn orsaki aðallega eina tegund fæðingargalla, svokallað dverghöfuð.

Nú virðist sem fleiri fæðingargalla megi einnig rekja til vírussins. Vírusinn berst í menn með moskító flugum af ákveðinni tegund og nú er óttast að flugurnar geti dreift sér um fleiri ríki Bandaríkjanna en áður var talið.

Fyrst varð vart við sjúdóminn í Brasilíu fyrir rúmu ári og hefur hann verið tengdur við þúsundir tilvika fæðingargalla um alla Suður- og Mið Ameríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×