Erlent

Einn handtekinn á Schiphol

Vísir/AFP
Hluta Schiphol flugvallar í Amsterdam í Hollandi var lokað í gærkvöldi þar sem óttast var að sprengjumaður væri á vellinum. Tugir lögreglumanna stukku inn í flughöfnina og lokuðu hluta hennar af í fjóra tíma og var öllum gert að yfirgefa bygginguna. Ástandið varði í fjóra klukkutíma og var einn maður handtekinn en ekki er ljóst hvort hann hafi haft nokkuð illt í hyggju.

Í það minnsta fundust engar sprengjur eða vopn á honum. Hollendingar eru afar varir um sig eins og aðrir Evrópubúar eftir árásirnar í Brussel í síðasta mánuði þar sem þrjátíu og tveir létu lífið. Ekki urðu tafir á flugferðum eða öðrum samgöngum til og frá vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×