Var þetta Istanbul II á Anfield í gærkvöldi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 07:30 Leikmenn Liverpool fagna sigurmarkinu. Vísir/Getty Liverpool komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í gær eftir stórkostlegan seinni hálfleik í seinni leik sínum á móti þýska liðinu Borussia Dortmund. Dortmund komst í 2-0 í fyrri hálfleik og í 3-1 í byrjun seinni hálfleiks og í bæði skiptin þurfti Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Það tókst hinsvegar. Philippe Coutinho minnkaði muninn í 3-2 á 66. mínútu, Mamadou Sakho jafnaði metin á 78. mínútu og Dejan Lovren skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Liverpool vann því leikinn 4-3 og því samanlagt 5-4. Þessi leikur og þetta kvöld fer í sögubækur Liverpool og enska blaðið The Sun sló upp leiknum sem framhaldssögu af einum dramatískasta sigri félagsins. Fyrirsögn The Sun í morgun var Istanbul II en þar var vísað til þess þegar Liverpool vann Meistaradeildina fyrir rétt tæpum ellefu árum síðan. Liverpool mætti þá ítalska liðinu AC Milan í úrslitaleiknum á Atatürk-Ólympíuleikvanginum í Istanbul. AC Milan skoraði strax á 1. mínútu og var síðan komið í 3-0 í hálfleik. Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) skoruðu mörkin og útlitið var mjög svart fyrir Liverpool. Steven Gerrard (54. mínúta), Vladimír Smicer (56.mínúta) og Xabi Alonso (60. mínúta) skoruðu hinsvegar þrjú mörk á sex mínútna kafla og úrslitin réðust á endanum í vítakeppni. Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, varði þá tvær vítaspyrnur frá leikmönnum AC Milan þar á meðal þá síðustu frá Andrij Schewtschenko. Liverpool var því búið að vinna Meistaradeildina og þeir stuðningsmenn Liverpool sem upplifðu þetta kvöld í Istanbul munu aldrei hætta að tala um það ekki frekar stuðningsmennirnir sem voru á Anfield í gær. Eflaust hafa einhverjir verið á báðum þessum leikjum sem er mögnuð staðreynd ef satt reynist.Það má sjá forsíðu The Sun hér fyrir neðan sem og nokkrar af öðrum forsíðum ensku blaðanna í morgun. Mögulegir mótherjar Liverpool í undanúrslitunum eru spænsku liðin Sevilla og Villarreal eða úkraínska liðið Shakhtar Donetsk. Það verður dregið í dag. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. 14. apríl 2016 21:00 Klopp: Dásamlegt kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld. 14. apríl 2016 22:28 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Liverpool komst í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta í gær eftir stórkostlegan seinni hálfleik í seinni leik sínum á móti þýska liðinu Borussia Dortmund. Dortmund komst í 2-0 í fyrri hálfleik og í 3-1 í byrjun seinni hálfleiks og í bæði skiptin þurfti Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Það tókst hinsvegar. Philippe Coutinho minnkaði muninn í 3-2 á 66. mínútu, Mamadou Sakho jafnaði metin á 78. mínútu og Dejan Lovren skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Liverpool vann því leikinn 4-3 og því samanlagt 5-4. Þessi leikur og þetta kvöld fer í sögubækur Liverpool og enska blaðið The Sun sló upp leiknum sem framhaldssögu af einum dramatískasta sigri félagsins. Fyrirsögn The Sun í morgun var Istanbul II en þar var vísað til þess þegar Liverpool vann Meistaradeildina fyrir rétt tæpum ellefu árum síðan. Liverpool mætti þá ítalska liðinu AC Milan í úrslitaleiknum á Atatürk-Ólympíuleikvanginum í Istanbul. AC Milan skoraði strax á 1. mínútu og var síðan komið í 3-0 í hálfleik. Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) skoruðu mörkin og útlitið var mjög svart fyrir Liverpool. Steven Gerrard (54. mínúta), Vladimír Smicer (56.mínúta) og Xabi Alonso (60. mínúta) skoruðu hinsvegar þrjú mörk á sex mínútna kafla og úrslitin réðust á endanum í vítakeppni. Jerzy Dudek, markvörður Liverpool, varði þá tvær vítaspyrnur frá leikmönnum AC Milan þar á meðal þá síðustu frá Andrij Schewtschenko. Liverpool var því búið að vinna Meistaradeildina og þeir stuðningsmenn Liverpool sem upplifðu þetta kvöld í Istanbul munu aldrei hætta að tala um það ekki frekar stuðningsmennirnir sem voru á Anfield í gær. Eflaust hafa einhverjir verið á báðum þessum leikjum sem er mögnuð staðreynd ef satt reynist.Það má sjá forsíðu The Sun hér fyrir neðan sem og nokkrar af öðrum forsíðum ensku blaðanna í morgun. Mögulegir mótherjar Liverpool í undanúrslitunum eru spænsku liðin Sevilla og Villarreal eða úkraínska liðið Shakhtar Donetsk. Það verður dregið í dag.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. 14. apríl 2016 21:00 Klopp: Dásamlegt kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld. 14. apríl 2016 22:28 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield og Liverpool áfram eftir frábæra endurkomu | Sjáðu mörkin Liverpool er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar eftir ævintýralegan 4-3 endurkomusigur á Borussia Dortmund á Anfield í kvöld. 14. apríl 2016 21:00
Klopp: Dásamlegt kvöld Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum í skýjunum eftir 4-3 sigur Rauða hersins á Borussia Dortmund í kvöld. 14. apríl 2016 22:28