Samningurinn gæti sprungið í loft upp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. apríl 2016 07:00 Flóttafólk hefur reynt ýmislegt til þess að komast til Evrópu en mörgum verður nú smalað til baka. Nordicphotos/AFP Ríkjum Evrópusambandsins er heimilt að senda hvern þann flóttamann sem kom til Evrópu (ESB) í gegn um Tyrkland frá tuttugasta mars síðastliðnum aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag samkvæmt samningi sem ESB gerði við Tyrki umræddan dag. Einnig er þeim heimilt að senda flóttamenn sem sóttu ekki um hæli fyrir dagsetninguna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn viðkvæman. „Við sjáum það ekki fyrr en líður á mánuðinn hvernig þetta mun ganga. Fyrsti dagurinn er á morgun þegar þessir endurflutningar frá Grikklandi hefjast,“ segir hann og bendir á að til að auðvelda sér að senda flóttamenn til baka hafi Grikkir lokað marga inni. „Það hefur verið gagnrýnt að flóttamannabúðum hefur verið breytt í flóttamannafangelsi.“ Þá segir Eiríkur Tyrki hafa orðið uppvísa að því að senda sýrlenska flóttamenn sem þangað eru komnir aftur til heimalandsins. „Hugsanlega hefur þetta í för með sér að Tyrkir auki þá hegðun sína að senda fólk til hins stríðshrjáða Sýrlands, sem er gegn alþjóðalögum. Það er brot á samningnum. Klárlega,“ segir hann.Eiríkur segir það stóran vanda að Tyrkir virðist ekki vera búnir að gera það sem þarf til að taka á móti fólkinu. „Þeir eru ekki búnir að koma upp þeirri aðstöðu sem þeir áttu að vera búnir að koma upp.“ „Ég held þetta sé það viðkvæmt að þessi samningur getur ekki aðeins bara raknað upp heldur leitt til upplausnar ef þetta fer illa. Það þarf algjörlega allt að ganga upp. Það þarf velvild sem er ekki til staðar. Svo þurfa ríki Evrópusambandsins að taka á móti flóttamönnum frá Tyrklandi á móti,“ segir Eiríkur. Eitt ákvæða samningsins var að greiða fyrir aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið. Eiríkur segir það þó ekki stóra málið fyrir Tyrkina eins og er. „Stóra málið er ferðafrelsið á Schengensvæðinu. Það er búið að lofa þeim því ef þetta gengur upp.“ Eiríkur segir ríki ESB hins vegar ekki tilbúin til að veita þá heimild, það sé til að mynda einn staðurinn þar sem samningurinn gæti sprungið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólki frá Tyrklandi verði snúið við Gríska þingið samþykkir ný lög. 1. apríl 2016 23:32 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Ríkjum Evrópusambandsins er heimilt að senda hvern þann flóttamann sem kom til Evrópu (ESB) í gegn um Tyrkland frá tuttugasta mars síðastliðnum aftur til Tyrklands frá og með deginum í dag samkvæmt samningi sem ESB gerði við Tyrki umræddan dag. Einnig er þeim heimilt að senda flóttamenn sem sóttu ekki um hæli fyrir dagsetninguna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir samninginn viðkvæman. „Við sjáum það ekki fyrr en líður á mánuðinn hvernig þetta mun ganga. Fyrsti dagurinn er á morgun þegar þessir endurflutningar frá Grikklandi hefjast,“ segir hann og bendir á að til að auðvelda sér að senda flóttamenn til baka hafi Grikkir lokað marga inni. „Það hefur verið gagnrýnt að flóttamannabúðum hefur verið breytt í flóttamannafangelsi.“ Þá segir Eiríkur Tyrki hafa orðið uppvísa að því að senda sýrlenska flóttamenn sem þangað eru komnir aftur til heimalandsins. „Hugsanlega hefur þetta í för með sér að Tyrkir auki þá hegðun sína að senda fólk til hins stríðshrjáða Sýrlands, sem er gegn alþjóðalögum. Það er brot á samningnum. Klárlega,“ segir hann.Eiríkur segir það stóran vanda að Tyrkir virðist ekki vera búnir að gera það sem þarf til að taka á móti fólkinu. „Þeir eru ekki búnir að koma upp þeirri aðstöðu sem þeir áttu að vera búnir að koma upp.“ „Ég held þetta sé það viðkvæmt að þessi samningur getur ekki aðeins bara raknað upp heldur leitt til upplausnar ef þetta fer illa. Það þarf algjörlega allt að ganga upp. Það þarf velvild sem er ekki til staðar. Svo þurfa ríki Evrópusambandsins að taka á móti flóttamönnum frá Tyrklandi á móti,“ segir Eiríkur. Eitt ákvæða samningsins var að greiða fyrir aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið. Eiríkur segir það þó ekki stóra málið fyrir Tyrkina eins og er. „Stóra málið er ferðafrelsið á Schengensvæðinu. Það er búið að lofa þeim því ef þetta gengur upp.“ Eiríkur segir ríki ESB hins vegar ekki tilbúin til að veita þá heimild, það sé til að mynda einn staðurinn þar sem samningurinn gæti sprungið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttafólki frá Tyrklandi verði snúið við Gríska þingið samþykkir ný lög. 1. apríl 2016 23:32 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira