Erlent

Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun.
Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur beðið Íslendinga í Brussel að láta fjölskyldu sína vita af sér. Minnst 21 er látinn eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun en staðfest hefur verið að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins vinnur að því að afla upplýsinga um Íslendinga sem búa og starfa í borginni, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. „Þar sem mikið álag er á símkerfinu í Brussel er fólk hvatt til að nota SMS smáskilaboð eða samfélagsmiðla til að koma upplýsingum til ættingja og vina,“ segir ráðuneytið.

„Ef aðstoðar er þörf hafið samband við borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar í síma +354 545 9900. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum facebook https://www.facebook.com/utanrikisraduneytid og twitter, @MFAIceland,“ segir í tilkynningunni.

Uppfært klukkan 10.36 með tilkynningu ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×