Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. mars 2016 07:00 Hermenn leita á vegfarendum í Brussel, daginn eftir sjálfsvígsárásirnar á Zaventem-flugvellinum og Maelbeek-lestarstöðinni. Nordicphotos/AFP Lögreglan í Brussel fann í gær búnað til sprengjugerðar í húsi í Schaerbeek-hverfinu í norðurhluta borgarinnar. Ljóst þótti að bræðurnir Khalid og Ibrahim el Bakraoui hefðu, ásamt félögum sínum, notað húsnæðið við undirbúning hryðjuverkanna á þriðjudag. Lögreglan fann þar meðal annars tölvu sem annar bræðranna, Ibrahim, hafði notað en hent í ruslið. Á tölvunni var að finna eins konar yfirlýsingu, þar sem hann segist vera á flótta og ekki geta hugsað sér að lenda í fangelsi: „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er að flýta mér. Ég er á flótta. Menn eru að leita að mér alls staðar. Og ef ég gef mig fram þá enda ég í fangelsi.“ Ibrahim, eða Brahim eins og hann er einnig nefndur, er sá sem sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel. Hinn bróðirinn, Khalid, sprengdi sig á lestarstöðinni. Samtals myrtu þeir, ásamt þriðja manninum sem einnig sprengdi sig á flugvellinum, meira en 30 manns. Fjórði maðurinn, Najim Laachraoui, komst undan og var hans ákaft leitað í gær. Hann er talinn hafa verið sprengjusérfræðingurinn í hópnum og sást á flugvellinum í Brussel ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum og þriðja manni, sem einnig sprengdi sig í loft upp. Laachraoui virðist hafa verið með stærstu sprengjuna, en af einhverjum ástæðum sprakk hún ekki og hann lét sig hverfa. Fjölmiðlar í Belgíu héldu því fram í gærmorgun að Laachraoui hefði verið handtekinn í Anderlecht-hverfinu í Brussel, en þær fregnir voru bornar til baka. Annar maður var handtekinn þar og yfirheyrður í tengslum við árásirnar. Talið er að Salah Abdeslam, sá sem handtekinn var í Brussel í síðustu viku, hafi líklega ætlað sér að taka þátt í hryðjuverkaárás í Brussel með félögum sínum, sem síðan létu til skarar skríða á þriðjudaginn. Þetta hefur bandaríska fréttastöðin CNN eftir belgískum embættismanni. Salah hefur verið í yfirheyrslum og veitt lögreglunni margvíslegar upplýsingar, bæði um árásirnar í Brussel á þriðjudaginn og árásirnar í París í nóvember, sem kostuðu 130 manns lífið. Salah tók sjálfur þátt í árásunum í París en sprengdi sig á endanum ekki í loft upp, þótt talið sé að hann hafi upphaflega ætlað að gera það. Bróðir hans, Brahim Abdeslam, var hins vegar einn þeirra sem drápu sig í París.Hetjudraumar og ævintýraþráÍ skýrslu frá evrópsku lögreglustofnuninni Europol frá í janúar síðastliðnum segir að evrópskir hryðjuverkahópar, sem kenna sig við Íslamska ríkið, séu að mestu „heimaræktaðir“ og staðbundnir. Þá segir í skýrslunni að stór hluti þeirra Evrópubúa, sem haldið hafa til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi eða Írak, hafi áður greinst með geðræn vandamál. Margir þeirra hafi auk þess áður komist í kast við lögin, ýmist fyrir smáglæpi eða stærri afbrot. Þar segir einnig að trúarleg áhrif hafi að stórum hluta vikið fyrir félagslegum þáttum þegar skoðað er hvað hreki einstaklinga út á þessar brautir. Þar skipti jafningjaþrýstingur og félagslegar fyrirmyndir meira máli en trúarlegar pælingar „Auk þess gætu rómantískar væntingar um að vera þátttakandi í mikilvægum og spennandi atburðum átt hlut að máli,“ segir í skýrslunni. „Sjálfsvígssprengjumenn líta frekar á sig sem hetjur en trúarlega píslarvotta.“Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Lögreglan í Brussel fann í gær búnað til sprengjugerðar í húsi í Schaerbeek-hverfinu í norðurhluta borgarinnar. Ljóst þótti að bræðurnir Khalid og Ibrahim el Bakraoui hefðu, ásamt félögum sínum, notað húsnæðið við undirbúning hryðjuverkanna á þriðjudag. Lögreglan fann þar meðal annars tölvu sem annar bræðranna, Ibrahim, hafði notað en hent í ruslið. Á tölvunni var að finna eins konar yfirlýsingu, þar sem hann segist vera á flótta og ekki geta hugsað sér að lenda í fangelsi: „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er að flýta mér. Ég er á flótta. Menn eru að leita að mér alls staðar. Og ef ég gef mig fram þá enda ég í fangelsi.“ Ibrahim, eða Brahim eins og hann er einnig nefndur, er sá sem sprengdi sig í loft upp á flugvellinum í Brussel. Hinn bróðirinn, Khalid, sprengdi sig á lestarstöðinni. Samtals myrtu þeir, ásamt þriðja manninum sem einnig sprengdi sig á flugvellinum, meira en 30 manns. Fjórði maðurinn, Najim Laachraoui, komst undan og var hans ákaft leitað í gær. Hann er talinn hafa verið sprengjusérfræðingurinn í hópnum og sást á flugvellinum í Brussel ásamt öðrum Bakraoui-bróðurnum og þriðja manni, sem einnig sprengdi sig í loft upp. Laachraoui virðist hafa verið með stærstu sprengjuna, en af einhverjum ástæðum sprakk hún ekki og hann lét sig hverfa. Fjölmiðlar í Belgíu héldu því fram í gærmorgun að Laachraoui hefði verið handtekinn í Anderlecht-hverfinu í Brussel, en þær fregnir voru bornar til baka. Annar maður var handtekinn þar og yfirheyrður í tengslum við árásirnar. Talið er að Salah Abdeslam, sá sem handtekinn var í Brussel í síðustu viku, hafi líklega ætlað sér að taka þátt í hryðjuverkaárás í Brussel með félögum sínum, sem síðan létu til skarar skríða á þriðjudaginn. Þetta hefur bandaríska fréttastöðin CNN eftir belgískum embættismanni. Salah hefur verið í yfirheyrslum og veitt lögreglunni margvíslegar upplýsingar, bæði um árásirnar í Brussel á þriðjudaginn og árásirnar í París í nóvember, sem kostuðu 130 manns lífið. Salah tók sjálfur þátt í árásunum í París en sprengdi sig á endanum ekki í loft upp, þótt talið sé að hann hafi upphaflega ætlað að gera það. Bróðir hans, Brahim Abdeslam, var hins vegar einn þeirra sem drápu sig í París.Hetjudraumar og ævintýraþráÍ skýrslu frá evrópsku lögreglustofnuninni Europol frá í janúar síðastliðnum segir að evrópskir hryðjuverkahópar, sem kenna sig við Íslamska ríkið, séu að mestu „heimaræktaðir“ og staðbundnir. Þá segir í skýrslunni að stór hluti þeirra Evrópubúa, sem haldið hafa til liðs við Íslamska ríkið í Sýrlandi eða Írak, hafi áður greinst með geðræn vandamál. Margir þeirra hafi auk þess áður komist í kast við lögin, ýmist fyrir smáglæpi eða stærri afbrot. Þar segir einnig að trúarleg áhrif hafi að stórum hluta vikið fyrir félagslegum þáttum þegar skoðað er hvað hreki einstaklinga út á þessar brautir. Þar skipti jafningjaþrýstingur og félagslegar fyrirmyndir meira máli en trúarlegar pælingar „Auk þess gætu rómantískar væntingar um að vera þátttakandi í mikilvægum og spennandi atburðum átt hlut að máli,“ segir í skýrslunni. „Sjálfsvígssprengjumenn líta frekar á sig sem hetjur en trúarlega píslarvotta.“Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars
Hryðjuverk í Brussel Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira