Erlent

Íslendingur særðist í árásinni í Istanbúl

Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Íslendingur særðist í sjálfsvígssprenginguni við verslunargötu í Istanbúl í Tyrklandi í morgun þar sem fimm manns fórust.
Íslendingur særðist í sjálfsvígssprenginguni við verslunargötu í Istanbúl í Tyrklandi í morgun þar sem fimm manns fórust. Vísir/AFP
Íslendingur særðist í sjálfsvígssprengingunni við verslunargötu í Istanbúl í Tyrklandi, í morgun. Þetta staðfestir íslenska utanríkisráðuneytið.

Ekki er vitað hver Íslendingurinn er né hversu mikið slasaður hann er. Utanríkisráðuneytið vinnur nú að því að afla frekar upplýsinga. Klukkan 17:00 höfðu engar frekari upplýsingar borist ráðuneytinu.

Fimm manns fórust og 36 særðust í sjálfsvígssprengjuárásnni sem gerð var við verslunargötuna Istiklal-stræti, skammt frá Taksim-torgi, í Istanbúl í morgun. Tyrkneskir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera einn hinna látnu.

Árásin í morgun varð klukkan ellefu að staðartíma, eða níu að íslenskum tíma, og voru tólf þeirra sem særðust í árásinni erlendir ríkisborgarar.

Í tilkynningu frá tyrkneska heilbrigðismálaráðuneytinu særðust sex Ísraelar, tveir Írar, Þjóðverji, Íslendingur, Írani og maður frá Dubai í árásinni.

Vísir/AFP
Saka frelsishreyfingu Kúrda um ódæðið

Tyrknesk yfirvöld hafa sakað frelsishreyfingu Kúrda, PKK, um ódæðið, en enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Hryðjuverkaárásir hafa verið tíðar í Tyrklandi síðustu mánuði. Um síðustu helgi 

fórust 35 í sprengjuárás uppreisnarhóps Kúrda í höfuðborginni Ankara og í síðasta mánuði fórust 28 þegar ráðist var gegn tyrknesku herliði í sömu borg.

Þá fórust tólf þýskir ferðamenn í sjálfsvígssprengjuárás ISIS í Istanbúl í janúar og á annað hundrað manns í sprengjuárásum í friðargöngu Kúrda í Ankara í október

Árásin í morgun varð klukkan ellefu að staðartíma, eða níu að íslenskum tíma, og voru tólf þeirra sem særðust í árásinni erlendir ríkisborgarar.

Vísir/AFP
Vísir/AFP

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×