Frakkar rýma búðir flóttafólks í Calais við Ermarsundsgöngin Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. mars 2016 07:00 Sumir íbúar tjaldbúðanna höfðu komið sér fyrir ofan á bráðabirgðaskýlum sínum þegar lögreglan mætti til leiks í gær. Visir/EPA Franska lögreglan hófst snemma í gærmorgun handa við að rýma að hluta flóttamannabúðirnar í Calais, skammt frá mynni Ermarsundsganganna. Á mánudaginn hafði lögreglan fjarlægt hluta búðanna. Búðir flóttafólks hafa verið verið á ýmsum stöðum í Calais eða næsta nágrenni í nærri tvo áratugi. Þær hafa áður verið rýmdar, en jafnan risið annars staðar áður en langt um líður. Flóttafólkið hefur safnast saman í Calais í von um að komast inn í Ermarsundsgöngin og yfir til Bretlands. Erfitt er að komast inn á afgirt svæðið umhverfis innganginn að Ermarsundsgöngunum, en margir reyna að komast inn á svæðið og í gegnum göngin með flutningabílum, og sitja um slíka bíla í von um að geta komist óséðir um borð. Þá taka smyglarar fé af flóttafólkinu fyrir að koma því yfir til Englands. Lögreglan hefur mætt harðri mótstöðu frá flóttafólkinu. Átök hafa brotist út og lögreglan hefur óspart beitt táragasi. Nokkrir hafa verið handteknir. Þúsundir flóttamanna hafa dvalið í búðunum undanfarið, flestir frá Mið-Austurlöndum, Afríku og Afganistan. Þeir dveljast þar í bráðabirgðaskýlum af ýmsu tagi, sumir í upphituðum gámum, aðrir í tjöldum. Á mánudaginn voru um það bil hundrað hreysi rifin niður. Eldar kviknuðu í nokkrum þeirra. Bretar hafa jafnan krafist þess að frönsk stjórnvöld héldu aftur af flóttafólki, sem vill komast yfir til Bretlands. Þá hafa Bretar fjármagnað margvíslegar öryggisráðstafanir og girðingar við inngang ganganna hjá Calais. Flóttafólkið sækist eftir því að komast til Englands til að sækja þar um hæli frekar en að sækja um hæli í Frakklandi eða öðrum löndum sunnar í Evrópu. Margir þeirra, sem komnir eru til Calais, eiga ættingja í Bretlandi og vilja þess vegna komast þangað. Stjórnvöld í Frakklandi segja að enginn verði fluttur nauðugur frá búðunum í Calais, heldur sé flóttafólkinu boðið upp á ýmsa möguleika. Það muni taka nokkrar vikur að finna lausn á því. Á morgun ætla þeir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og François Hollande Frakklandsforseti að hittast til að ræða málefni flóttafólks og farandfólks. Flóttamenn Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Franska lögreglan hófst snemma í gærmorgun handa við að rýma að hluta flóttamannabúðirnar í Calais, skammt frá mynni Ermarsundsganganna. Á mánudaginn hafði lögreglan fjarlægt hluta búðanna. Búðir flóttafólks hafa verið verið á ýmsum stöðum í Calais eða næsta nágrenni í nærri tvo áratugi. Þær hafa áður verið rýmdar, en jafnan risið annars staðar áður en langt um líður. Flóttafólkið hefur safnast saman í Calais í von um að komast inn í Ermarsundsgöngin og yfir til Bretlands. Erfitt er að komast inn á afgirt svæðið umhverfis innganginn að Ermarsundsgöngunum, en margir reyna að komast inn á svæðið og í gegnum göngin með flutningabílum, og sitja um slíka bíla í von um að geta komist óséðir um borð. Þá taka smyglarar fé af flóttafólkinu fyrir að koma því yfir til Englands. Lögreglan hefur mætt harðri mótstöðu frá flóttafólkinu. Átök hafa brotist út og lögreglan hefur óspart beitt táragasi. Nokkrir hafa verið handteknir. Þúsundir flóttamanna hafa dvalið í búðunum undanfarið, flestir frá Mið-Austurlöndum, Afríku og Afganistan. Þeir dveljast þar í bráðabirgðaskýlum af ýmsu tagi, sumir í upphituðum gámum, aðrir í tjöldum. Á mánudaginn voru um það bil hundrað hreysi rifin niður. Eldar kviknuðu í nokkrum þeirra. Bretar hafa jafnan krafist þess að frönsk stjórnvöld héldu aftur af flóttafólki, sem vill komast yfir til Bretlands. Þá hafa Bretar fjármagnað margvíslegar öryggisráðstafanir og girðingar við inngang ganganna hjá Calais. Flóttafólkið sækist eftir því að komast til Englands til að sækja þar um hæli frekar en að sækja um hæli í Frakklandi eða öðrum löndum sunnar í Evrópu. Margir þeirra, sem komnir eru til Calais, eiga ættingja í Bretlandi og vilja þess vegna komast þangað. Stjórnvöld í Frakklandi segja að enginn verði fluttur nauðugur frá búðunum í Calais, heldur sé flóttafólkinu boðið upp á ýmsa möguleika. Það muni taka nokkrar vikur að finna lausn á því. Á morgun ætla þeir David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og François Hollande Frakklandsforseti að hittast til að ræða málefni flóttafólks og farandfólks.
Flóttamenn Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira