Trump og Clinton með ótvíræða forystu Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. mars 2016 07:00 Kjósendur á kjörfundi Demókrataflokksins í Denver í Colorado á þriðjudaginn. Fyrirkomulag kosninga er misjafnt eftir ríkjum. Sums staðar eru kallaðir saman fundir þar sem atkvæði eru greidd. Nordicphotos/AFP Bernie Sanders benti félögum sínum í Demókrataflokknum á að enn eigi forkosningar eftir að fara fram í 35 af 50 ríkjum Bandríkjanna. Hann ætli sér alls ekki að gefast upp strax, þótt hann hafi beðið lægri hlut í flestum þeirra 15 ríkja sem búin eru að halda forkosningar. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að við ætlum að fara með baráttu okkar fyrir efnahagslegu réttlæti, fyrir félagslegu réttlæti, fyrir umhverfisheilbrigði og fyrir friði í heiminum til allra þessara ríkja,“ sagði hann við stuðningsmenn sína í Vermont, þar sem hann vann sinn stærsta sigur. Enda er hann þar á heimaslóðum. Fáir virðast þó telja hann líklegan til sigurs úr þessu. Clinton bar sigur úr býtum í átta af þeim tólf ríkjum, sem kosið var í á þriðjudaginn. Hún er þar með komin með yfirburðastöðu í kappi þeirra Sanders um að verða forsetaefni demókrata, þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta í nóvember. Hjá Repúblikönum styrkti síðan hinn yfirlýsingaglaði Donald Trump stöðu sína til muna, helstu ráðamönnum flokksins til mikillar skelfingar.„Þetta er flokkur Lincolns,“ sagði repúblikaninn Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og vísaði óbeint til þess að Donald Trump hafi ekki brugðist harkalega við þegar hann frétti að einn helsti forsprakki Ku Klux Klan samtakanna hafði lýst yfir stuðningi við hann. „Ef einhver vill verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins, þá duga engin undanbrögð eða leikaraskapur,“ sagði Ryan. „Þeir verða að afneita öllum samtökum og stefnumálum sem eru byggð á þröngsýni. Þessi flokkur nærist ekki á fordómum fólks.“ Trump bar sig hins vegar mannalega, sagðist ekki þekkja Ryan sérlega vel en þeim ætti örugglega eftir að koma ágætlega saman. „Ég er maður sem sameina fólk. Ég veit að fólk á eftir að eiga svolítið erfitt með að trúa því, en trúið mér: ég sameina fólk,“ sagði Trump við blaðamenn. „Flokkurinn okkar er að stækka.“ Hann sagðist ekki ætla að sýna Hillary Clinton neina miskunn, fari svo að þau tvö verði forsetaefni flokkanna tveggja: „Þegar öllu þessu er lokið ætla ég að ráðast gegn Hillary Clinton, að því gefnu að henni verði leyft að fara í framboð.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira
Bernie Sanders benti félögum sínum í Demókrataflokknum á að enn eigi forkosningar eftir að fara fram í 35 af 50 ríkjum Bandríkjanna. Hann ætli sér alls ekki að gefast upp strax, þótt hann hafi beðið lægri hlut í flestum þeirra 15 ríkja sem búin eru að halda forkosningar. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að við ætlum að fara með baráttu okkar fyrir efnahagslegu réttlæti, fyrir félagslegu réttlæti, fyrir umhverfisheilbrigði og fyrir friði í heiminum til allra þessara ríkja,“ sagði hann við stuðningsmenn sína í Vermont, þar sem hann vann sinn stærsta sigur. Enda er hann þar á heimaslóðum. Fáir virðast þó telja hann líklegan til sigurs úr þessu. Clinton bar sigur úr býtum í átta af þeim tólf ríkjum, sem kosið var í á þriðjudaginn. Hún er þar með komin með yfirburðastöðu í kappi þeirra Sanders um að verða forsetaefni demókrata, þegar Bandaríkjamenn velja sér forseta í nóvember. Hjá Repúblikönum styrkti síðan hinn yfirlýsingaglaði Donald Trump stöðu sína til muna, helstu ráðamönnum flokksins til mikillar skelfingar.„Þetta er flokkur Lincolns,“ sagði repúblikaninn Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og vísaði óbeint til þess að Donald Trump hafi ekki brugðist harkalega við þegar hann frétti að einn helsti forsprakki Ku Klux Klan samtakanna hafði lýst yfir stuðningi við hann. „Ef einhver vill verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins, þá duga engin undanbrögð eða leikaraskapur,“ sagði Ryan. „Þeir verða að afneita öllum samtökum og stefnumálum sem eru byggð á þröngsýni. Þessi flokkur nærist ekki á fordómum fólks.“ Trump bar sig hins vegar mannalega, sagðist ekki þekkja Ryan sérlega vel en þeim ætti örugglega eftir að koma ágætlega saman. „Ég er maður sem sameina fólk. Ég veit að fólk á eftir að eiga svolítið erfitt með að trúa því, en trúið mér: ég sameina fólk,“ sagði Trump við blaðamenn. „Flokkurinn okkar er að stækka.“ Hann sagðist ekki ætla að sýna Hillary Clinton neina miskunn, fari svo að þau tvö verði forsetaefni flokkanna tveggja: „Þegar öllu þessu er lokið ætla ég að ráðast gegn Hillary Clinton, að því gefnu að henni verði leyft að fara í framboð.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Fleiri fréttir Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Sjá meira