Íslenski boltinn

Markaleysi í Lengjubikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA.
Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. vísir/stefán
Það var lítið skorað í síðustu leikjum dagsins í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta.

Í riðli 2 gerðu KA og Víkingur Ó. markalaust jafntefli. Ólsarar eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig, einu meira en KA sem er í 3. sætinu.

Það var heldur ekkert skorað í leik Þórs og Leiknis R. í riðli 4. Þórsarar eru með fjögur stig í 3. sæti, þremur minna en Leiknismenn sem eru í sætinu fyrir ofan.

Fram og Huginn gerðu 1-1 jafntefli í riðli 1 en bæði liðin leika í 1. deild í sumar.

Huginn missti Stefán Ómar Magnússon út af með rautt spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks og á 59. mínútu kom Ingólfur Sigurðsson Fram yfir. Leikmenn Hugins gáfust þó ekki upp og Friðjón Gunnlaugsson jafnaði metin af vítapunktinum þegar 19 mínútur voru til leiksloka.


Tengdar fréttir

Ótrúleg endurkoma hjá Haukum

Haukar komu til baka og náðu í stig eftir að hafa lent 3-0 undir gegn ÍA í riðli 3 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×