Stefnt að vopnahléi á laugardag Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Íbúi Damaskusborgar gengur fram hjá veggspjaldi með mynd af Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Nordicphotos/AFP Stefnt er að því að vopnahlé hefjist í Sýrlandi á laugardaginn kemur. Bæði uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Sýrlandi hafa fallist á þetta. Átökin við Íslamska ríkið, DAISH-samtökin svonefndu, halda þó áfram enda hefur ekki verið reynt að semja við þau um vopnahlé. Sama gildir um Jabhat al Nusra og fleiri hópa, sem Sameinuðu þjóðirnar flokka sem hryðjuverkasamtök. Rússar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hafa eftirlit með þessu vopnahléi og sjá til þess að það haldi. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim á mánudag. Sama dag skýrði Bashar al Assad, forseti Sýrlands, frá því að þingkosningar verði haldnar 13. apríl, innan tæpra tveggja mánaða. Af yfirlýsingu Assads verður þó ekki ráðið, að með þessu sé hann að bregðast við yfirlýsingum um vopnahlé, því reglubundið fjögurra ára kjörtímabil þingsins rennur hvort eð er út nú í vor. Síðast var kosið til þings í Sýrlandi í maí árið 2012. Víða eru miklar efasemdir um að vopnahlé verði að veruleika í Sýrlandi, eftir linnulaus átök árum saman. Það vekur hins vegar nokkrar vonir að Vladimír Pútín skuli leggja áherslu á að vopnahlé verði að veruleika. Þannig hafði hann frumkvæði að símtali við Barack Obama Bandaríkjaforseta á þriðjudaginn, þar sem þeir ræddu framkvæmdaratriði í tengslum við vopnahléið. Pútín er að mörgu leyti í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á þróun mála í Sýrlandi. Að minnsta kosti getur hann líklega fremur en nokkur annar beitt þrýstingi á Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Assad ætti erfitt með að neita, kjósi Pútín að beita hann þrýstingi. „Ég er sannfærður um að þær sameiginlegu aðgerðir sem samið hefur verið um við Bandaríkin muni duga til þess að umsnúa með róttækum hætti neyðarástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi,“ sagði Pútín í gær. Í framhaldinu verði brýnast að koma af stað friðarviðræðum í Genf undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Stríðsátök hafa nú geisað í Sýrlandi í nærri fimm ár og kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Meira en níu milljónir manna hafa hrakist að heiman, þar af eru meira en þrjár milljónir á flótta utan landsteinanna. Um 300 þúsund sýrlenskir flóttamenn eru komnir til Evrópu, og eru þeir nærri þriðjungur allra þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu á síðasta ári. Nærri tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna eru síðan í Tyrklandi, rúmlega ein milljón í Líbanon og meira en 600 þúsund í Jórdaníu. Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Stefnt er að því að vopnahlé hefjist í Sýrlandi á laugardaginn kemur. Bæði uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Sýrlandi hafa fallist á þetta. Átökin við Íslamska ríkið, DAISH-samtökin svonefndu, halda þó áfram enda hefur ekki verið reynt að semja við þau um vopnahlé. Sama gildir um Jabhat al Nusra og fleiri hópa, sem Sameinuðu þjóðirnar flokka sem hryðjuverkasamtök. Rússar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hafa eftirlit með þessu vopnahléi og sjá til þess að það haldi. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim á mánudag. Sama dag skýrði Bashar al Assad, forseti Sýrlands, frá því að þingkosningar verði haldnar 13. apríl, innan tæpra tveggja mánaða. Af yfirlýsingu Assads verður þó ekki ráðið, að með þessu sé hann að bregðast við yfirlýsingum um vopnahlé, því reglubundið fjögurra ára kjörtímabil þingsins rennur hvort eð er út nú í vor. Síðast var kosið til þings í Sýrlandi í maí árið 2012. Víða eru miklar efasemdir um að vopnahlé verði að veruleika í Sýrlandi, eftir linnulaus átök árum saman. Það vekur hins vegar nokkrar vonir að Vladimír Pútín skuli leggja áherslu á að vopnahlé verði að veruleika. Þannig hafði hann frumkvæði að símtali við Barack Obama Bandaríkjaforseta á þriðjudaginn, þar sem þeir ræddu framkvæmdaratriði í tengslum við vopnahléið. Pútín er að mörgu leyti í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á þróun mála í Sýrlandi. Að minnsta kosti getur hann líklega fremur en nokkur annar beitt þrýstingi á Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Assad ætti erfitt með að neita, kjósi Pútín að beita hann þrýstingi. „Ég er sannfærður um að þær sameiginlegu aðgerðir sem samið hefur verið um við Bandaríkin muni duga til þess að umsnúa með róttækum hætti neyðarástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi,“ sagði Pútín í gær. Í framhaldinu verði brýnast að koma af stað friðarviðræðum í Genf undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Stríðsátök hafa nú geisað í Sýrlandi í nærri fimm ár og kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Meira en níu milljónir manna hafa hrakist að heiman, þar af eru meira en þrjár milljónir á flótta utan landsteinanna. Um 300 þúsund sýrlenskir flóttamenn eru komnir til Evrópu, og eru þeir nærri þriðjungur allra þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu á síðasta ári. Nærri tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna eru síðan í Tyrklandi, rúmlega ein milljón í Líbanon og meira en 600 þúsund í Jórdaníu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira