Stefnt að vopnahléi á laugardag Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Íbúi Damaskusborgar gengur fram hjá veggspjaldi með mynd af Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Nordicphotos/AFP Stefnt er að því að vopnahlé hefjist í Sýrlandi á laugardaginn kemur. Bæði uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Sýrlandi hafa fallist á þetta. Átökin við Íslamska ríkið, DAISH-samtökin svonefndu, halda þó áfram enda hefur ekki verið reynt að semja við þau um vopnahlé. Sama gildir um Jabhat al Nusra og fleiri hópa, sem Sameinuðu þjóðirnar flokka sem hryðjuverkasamtök. Rússar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hafa eftirlit með þessu vopnahléi og sjá til þess að það haldi. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim á mánudag. Sama dag skýrði Bashar al Assad, forseti Sýrlands, frá því að þingkosningar verði haldnar 13. apríl, innan tæpra tveggja mánaða. Af yfirlýsingu Assads verður þó ekki ráðið, að með þessu sé hann að bregðast við yfirlýsingum um vopnahlé, því reglubundið fjögurra ára kjörtímabil þingsins rennur hvort eð er út nú í vor. Síðast var kosið til þings í Sýrlandi í maí árið 2012. Víða eru miklar efasemdir um að vopnahlé verði að veruleika í Sýrlandi, eftir linnulaus átök árum saman. Það vekur hins vegar nokkrar vonir að Vladimír Pútín skuli leggja áherslu á að vopnahlé verði að veruleika. Þannig hafði hann frumkvæði að símtali við Barack Obama Bandaríkjaforseta á þriðjudaginn, þar sem þeir ræddu framkvæmdaratriði í tengslum við vopnahléið. Pútín er að mörgu leyti í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á þróun mála í Sýrlandi. Að minnsta kosti getur hann líklega fremur en nokkur annar beitt þrýstingi á Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Assad ætti erfitt með að neita, kjósi Pútín að beita hann þrýstingi. „Ég er sannfærður um að þær sameiginlegu aðgerðir sem samið hefur verið um við Bandaríkin muni duga til þess að umsnúa með róttækum hætti neyðarástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi,“ sagði Pútín í gær. Í framhaldinu verði brýnast að koma af stað friðarviðræðum í Genf undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Stríðsátök hafa nú geisað í Sýrlandi í nærri fimm ár og kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Meira en níu milljónir manna hafa hrakist að heiman, þar af eru meira en þrjár milljónir á flótta utan landsteinanna. Um 300 þúsund sýrlenskir flóttamenn eru komnir til Evrópu, og eru þeir nærri þriðjungur allra þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu á síðasta ári. Nærri tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna eru síðan í Tyrklandi, rúmlega ein milljón í Líbanon og meira en 600 þúsund í Jórdaníu. Mið-Austurlönd Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Stefnt er að því að vopnahlé hefjist í Sýrlandi á laugardaginn kemur. Bæði uppreisnarmenn og stjórnarherinn í Sýrlandi hafa fallist á þetta. Átökin við Íslamska ríkið, DAISH-samtökin svonefndu, halda þó áfram enda hefur ekki verið reynt að semja við þau um vopnahlé. Sama gildir um Jabhat al Nusra og fleiri hópa, sem Sameinuðu þjóðirnar flokka sem hryðjuverkasamtök. Rússar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hafa eftirlit með þessu vopnahléi og sjá til þess að það haldi. Þetta kom fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim á mánudag. Sama dag skýrði Bashar al Assad, forseti Sýrlands, frá því að þingkosningar verði haldnar 13. apríl, innan tæpra tveggja mánaða. Af yfirlýsingu Assads verður þó ekki ráðið, að með þessu sé hann að bregðast við yfirlýsingum um vopnahlé, því reglubundið fjögurra ára kjörtímabil þingsins rennur hvort eð er út nú í vor. Síðast var kosið til þings í Sýrlandi í maí árið 2012. Víða eru miklar efasemdir um að vopnahlé verði að veruleika í Sýrlandi, eftir linnulaus átök árum saman. Það vekur hins vegar nokkrar vonir að Vladimír Pútín skuli leggja áherslu á að vopnahlé verði að veruleika. Þannig hafði hann frumkvæði að símtali við Barack Obama Bandaríkjaforseta á þriðjudaginn, þar sem þeir ræddu framkvæmdaratriði í tengslum við vopnahléið. Pútín er að mörgu leyti í lykilstöðu til þess að hafa áhrif á þróun mála í Sýrlandi. Að minnsta kosti getur hann líklega fremur en nokkur annar beitt þrýstingi á Bashar al Assad Sýrlandsforseta. Assad ætti erfitt með að neita, kjósi Pútín að beita hann þrýstingi. „Ég er sannfærður um að þær sameiginlegu aðgerðir sem samið hefur verið um við Bandaríkin muni duga til þess að umsnúa með róttækum hætti neyðarástandinu sem ríkt hefur í Sýrlandi,“ sagði Pútín í gær. Í framhaldinu verði brýnast að koma af stað friðarviðræðum í Genf undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Stríðsátök hafa nú geisað í Sýrlandi í nærri fimm ár og kostað meira en 250 þúsund manns lífið. Meira en níu milljónir manna hafa hrakist að heiman, þar af eru meira en þrjár milljónir á flótta utan landsteinanna. Um 300 þúsund sýrlenskir flóttamenn eru komnir til Evrópu, og eru þeir nærri þriðjungur allra þeirra flóttamanna sem komu til Evrópu á síðasta ári. Nærri tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna eru síðan í Tyrklandi, rúmlega ein milljón í Líbanon og meira en 600 þúsund í Jórdaníu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira