Eriksson: Styttist í að leikmenn eins og Messi og Ronaldo fari til Kína Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2016 09:29 Eriksson og lærisveinar hans í Shanghai SIPG enduðu í 2. sæti kínversku ofurdeildarinnar í fyrra. vísir/getty Sven Göran Eriksson, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, segir að stærstu fótboltastjörnur heimsins eigi einn daginn eftir að spila í Kína. Kínversku liðin hafa verið stórtæk í leikmannakaupum upp á síðkastið en meðal leikmanna sem hafa farið austur á bóginn nýlega má nefna Brasilíumennina Ramires, Alex Teixeira og Jackson Martínez. Eriksson, sem þjálfar Shanghai SIPG í Kína, segir að enn stærri stjörnur eigi eftir að fara til landsins í framtíðinni. „Það er líklega ekki svo langt í að leikmenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney muni fara til kínverskra stórliða,“ sagði Eriksson í samtali við Expressen. Svíinn segir einnig að það væri frábært fyrir fótboltann í Kína ef landi hans, Zlatan Ibrahimovic, kæmi þangað. Eriksson segir að leikmannakaup kínversku liðanna að undanförnu séu bara byrjunin og fótboltinn í Kína muni eflast á næstu árum. „Stærstu liðin í Kína geta barist við stærstu liðin í Evrópu um leikmenn. „En það er mikilvægt að hafa það í huga að liðin hér eru ekki bara að einblína á að fá stórstjörnur heldur er miklum fjármunum eytt í unglingastarf þeirra,“ sagði Eriksson og bætti því við að það verði þó einhver bið á því að kínverska landsliðið láti til sín taka. „Þetta er bara byrjunin. Kína verður stór fótboltaþjóð. Það gerist fyrst hjá félagsliðunum. Við þurfum kannski að bíða í áratug eftir að kínverska landsliðið verði komið í fremstu röð. Áhuginn er gríðarlega mikill og vex með hverjum degi.“ Fótbolti Tengdar fréttir Er Toure næstur á innkaupalista Jiangsu í Kína? Gamla félagið þeirra Sölva Geirs og Viðars virðist ekki hætt á leikmannamarkaðnum. 5. febrúar 2016 15:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum. 8. febrúar 2016 14:45 Þjálfari Viðars vissi ekki að hann væri á útleið Fyrirtæki sér um að kaupa leikmenn fyrir kínverska liðið Jiangsu Suning sem borgaði 78 milljónir evra fyrir tvo leikmenn. 10. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Sven Göran Eriksson, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, segir að stærstu fótboltastjörnur heimsins eigi einn daginn eftir að spila í Kína. Kínversku liðin hafa verið stórtæk í leikmannakaupum upp á síðkastið en meðal leikmanna sem hafa farið austur á bóginn nýlega má nefna Brasilíumennina Ramires, Alex Teixeira og Jackson Martínez. Eriksson, sem þjálfar Shanghai SIPG í Kína, segir að enn stærri stjörnur eigi eftir að fara til landsins í framtíðinni. „Það er líklega ekki svo langt í að leikmenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney muni fara til kínverskra stórliða,“ sagði Eriksson í samtali við Expressen. Svíinn segir einnig að það væri frábært fyrir fótboltann í Kína ef landi hans, Zlatan Ibrahimovic, kæmi þangað. Eriksson segir að leikmannakaup kínversku liðanna að undanförnu séu bara byrjunin og fótboltinn í Kína muni eflast á næstu árum. „Stærstu liðin í Kína geta barist við stærstu liðin í Evrópu um leikmenn. „En það er mikilvægt að hafa það í huga að liðin hér eru ekki bara að einblína á að fá stórstjörnur heldur er miklum fjármunum eytt í unglingastarf þeirra,“ sagði Eriksson og bætti því við að það verði þó einhver bið á því að kínverska landsliðið láti til sín taka. „Þetta er bara byrjunin. Kína verður stór fótboltaþjóð. Það gerist fyrst hjá félagsliðunum. Við þurfum kannski að bíða í áratug eftir að kínverska landsliðið verði komið í fremstu röð. Áhuginn er gríðarlega mikill og vex með hverjum degi.“
Fótbolti Tengdar fréttir Er Toure næstur á innkaupalista Jiangsu í Kína? Gamla félagið þeirra Sölva Geirs og Viðars virðist ekki hætt á leikmannamarkaðnum. 5. febrúar 2016 15:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum. 8. febrúar 2016 14:45 Þjálfari Viðars vissi ekki að hann væri á útleið Fyrirtæki sér um að kaupa leikmenn fyrir kínverska liðið Jiangsu Suning sem borgaði 78 milljónir evra fyrir tvo leikmenn. 10. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Er Toure næstur á innkaupalista Jiangsu í Kína? Gamla félagið þeirra Sölva Geirs og Viðars virðist ekki hætt á leikmannamarkaðnum. 5. febrúar 2016 15:00
Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45
Styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum. 8. febrúar 2016 14:45
Þjálfari Viðars vissi ekki að hann væri á útleið Fyrirtæki sér um að kaupa leikmenn fyrir kínverska liðið Jiangsu Suning sem borgaði 78 milljónir evra fyrir tvo leikmenn. 10. febrúar 2016 10:30