Eriksson: Styttist í að leikmenn eins og Messi og Ronaldo fari til Kína Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2016 09:29 Eriksson og lærisveinar hans í Shanghai SIPG enduðu í 2. sæti kínversku ofurdeildarinnar í fyrra. vísir/getty Sven Göran Eriksson, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, segir að stærstu fótboltastjörnur heimsins eigi einn daginn eftir að spila í Kína. Kínversku liðin hafa verið stórtæk í leikmannakaupum upp á síðkastið en meðal leikmanna sem hafa farið austur á bóginn nýlega má nefna Brasilíumennina Ramires, Alex Teixeira og Jackson Martínez. Eriksson, sem þjálfar Shanghai SIPG í Kína, segir að enn stærri stjörnur eigi eftir að fara til landsins í framtíðinni. „Það er líklega ekki svo langt í að leikmenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney muni fara til kínverskra stórliða,“ sagði Eriksson í samtali við Expressen. Svíinn segir einnig að það væri frábært fyrir fótboltann í Kína ef landi hans, Zlatan Ibrahimovic, kæmi þangað. Eriksson segir að leikmannakaup kínversku liðanna að undanförnu séu bara byrjunin og fótboltinn í Kína muni eflast á næstu árum. „Stærstu liðin í Kína geta barist við stærstu liðin í Evrópu um leikmenn. „En það er mikilvægt að hafa það í huga að liðin hér eru ekki bara að einblína á að fá stórstjörnur heldur er miklum fjármunum eytt í unglingastarf þeirra,“ sagði Eriksson og bætti því við að það verði þó einhver bið á því að kínverska landsliðið láti til sín taka. „Þetta er bara byrjunin. Kína verður stór fótboltaþjóð. Það gerist fyrst hjá félagsliðunum. Við þurfum kannski að bíða í áratug eftir að kínverska landsliðið verði komið í fremstu röð. Áhuginn er gríðarlega mikill og vex með hverjum degi.“ Fótbolti Tengdar fréttir Er Toure næstur á innkaupalista Jiangsu í Kína? Gamla félagið þeirra Sölva Geirs og Viðars virðist ekki hætt á leikmannamarkaðnum. 5. febrúar 2016 15:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum. 8. febrúar 2016 14:45 Þjálfari Viðars vissi ekki að hann væri á útleið Fyrirtæki sér um að kaupa leikmenn fyrir kínverska liðið Jiangsu Suning sem borgaði 78 milljónir evra fyrir tvo leikmenn. 10. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Sjá meira
Sven Göran Eriksson, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, segir að stærstu fótboltastjörnur heimsins eigi einn daginn eftir að spila í Kína. Kínversku liðin hafa verið stórtæk í leikmannakaupum upp á síðkastið en meðal leikmanna sem hafa farið austur á bóginn nýlega má nefna Brasilíumennina Ramires, Alex Teixeira og Jackson Martínez. Eriksson, sem þjálfar Shanghai SIPG í Kína, segir að enn stærri stjörnur eigi eftir að fara til landsins í framtíðinni. „Það er líklega ekki svo langt í að leikmenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney muni fara til kínverskra stórliða,“ sagði Eriksson í samtali við Expressen. Svíinn segir einnig að það væri frábært fyrir fótboltann í Kína ef landi hans, Zlatan Ibrahimovic, kæmi þangað. Eriksson segir að leikmannakaup kínversku liðanna að undanförnu séu bara byrjunin og fótboltinn í Kína muni eflast á næstu árum. „Stærstu liðin í Kína geta barist við stærstu liðin í Evrópu um leikmenn. „En það er mikilvægt að hafa það í huga að liðin hér eru ekki bara að einblína á að fá stórstjörnur heldur er miklum fjármunum eytt í unglingastarf þeirra,“ sagði Eriksson og bætti því við að það verði þó einhver bið á því að kínverska landsliðið láti til sín taka. „Þetta er bara byrjunin. Kína verður stór fótboltaþjóð. Það gerist fyrst hjá félagsliðunum. Við þurfum kannski að bíða í áratug eftir að kínverska landsliðið verði komið í fremstu röð. Áhuginn er gríðarlega mikill og vex með hverjum degi.“
Fótbolti Tengdar fréttir Er Toure næstur á innkaupalista Jiangsu í Kína? Gamla félagið þeirra Sölva Geirs og Viðars virðist ekki hætt á leikmannamarkaðnum. 5. febrúar 2016 15:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum. 8. febrúar 2016 14:45 Þjálfari Viðars vissi ekki að hann væri á útleið Fyrirtæki sér um að kaupa leikmenn fyrir kínverska liðið Jiangsu Suning sem borgaði 78 milljónir evra fyrir tvo leikmenn. 10. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Fleiri fréttir Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Sjá meira
Er Toure næstur á innkaupalista Jiangsu í Kína? Gamla félagið þeirra Sölva Geirs og Viðars virðist ekki hætt á leikmannamarkaðnum. 5. febrúar 2016 15:00
Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45
Styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum. 8. febrúar 2016 14:45
Þjálfari Viðars vissi ekki að hann væri á útleið Fyrirtæki sér um að kaupa leikmenn fyrir kínverska liðið Jiangsu Suning sem borgaði 78 milljónir evra fyrir tvo leikmenn. 10. febrúar 2016 10:30