Þjálfari Viðars vissi ekki að hann væri á útleið Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2016 10:30 Viðar Örn Kjartansson er farinn til Svíþjóðar. vísir/afp Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, var á dögunum keyptur frá kínverska liðinu Jiangsu Suning til Malmö í Svíþjóð og landsliðsmiðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen færði sig niður í B-deildina í Kína frá sama liði. Jiangsu ætlar sér stóra hluti á næstu árum og nýtti sér plássin sem opnuðust með brotthvarfi Íslendinga með því að kaupa sér tvær stjörnur fyrir fúlgur fjár. Suning byrjaði á því að borga 28 milljónir evra fyrir Ramires sem kom frá Chelsea og sló svo félagaskiptametið í Kína öðru sinni á örfáum dögum þegar það borgaði 50 milljónir evra fyrir Brasilíumanninn Alex Teixeira frá Shakhtar. „Peningarnir í kínverska fótboltanum eru endalausir og þeir eru vanir miklu hærri upphæðum en í flestum deildum í Evrópu. Þeir áttu mikinn pening fyrir en fyrir stuttu keypti nýtt fyrirtæki liðið og það er moldríkt,“ segir Viðar Örn um sitt gamla félag í viðtali við Fótbolti.net. Þjálfari Jiangsu er fyrrverandi rúmenski landsliðsmaðurinn Dan Petrescu og virðist sem svo að hann fái lítið að vita hverjir eru keyptir og seldir. „Ég bara vissi að það yrðu fengnir fullt af leikmönnum til Jiangsu. Þjálfarinn hafði ekki hugmynd um það og frétti það síðastur þegar ég var að fara. Hann hélt að ég yrði áfram en mér fannst ég þurfa að fara til Evrópu að spila,“ segir Viðar Örn. Peningarnir í kínverska boltanum virðast endalausir þessa stundina en félagaskiptametið var slegið fjórum sinnum á árinu og þar eru menn ekki hættir. Tim Cahill, landsliðsmaður Ástralíu sem spilar með Shanghai Shenhua, segir að það styttist í að kínverskt lið borgi 100 milljónir dollara fyrir leikmann. Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, var á dögunum keyptur frá kínverska liðinu Jiangsu Suning til Malmö í Svíþjóð og landsliðsmiðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen færði sig niður í B-deildina í Kína frá sama liði. Jiangsu ætlar sér stóra hluti á næstu árum og nýtti sér plássin sem opnuðust með brotthvarfi Íslendinga með því að kaupa sér tvær stjörnur fyrir fúlgur fjár. Suning byrjaði á því að borga 28 milljónir evra fyrir Ramires sem kom frá Chelsea og sló svo félagaskiptametið í Kína öðru sinni á örfáum dögum þegar það borgaði 50 milljónir evra fyrir Brasilíumanninn Alex Teixeira frá Shakhtar. „Peningarnir í kínverska fótboltanum eru endalausir og þeir eru vanir miklu hærri upphæðum en í flestum deildum í Evrópu. Þeir áttu mikinn pening fyrir en fyrir stuttu keypti nýtt fyrirtæki liðið og það er moldríkt,“ segir Viðar Örn um sitt gamla félag í viðtali við Fótbolti.net. Þjálfari Jiangsu er fyrrverandi rúmenski landsliðsmaðurinn Dan Petrescu og virðist sem svo að hann fái lítið að vita hverjir eru keyptir og seldir. „Ég bara vissi að það yrðu fengnir fullt af leikmönnum til Jiangsu. Þjálfarinn hafði ekki hugmynd um það og frétti það síðastur þegar ég var að fara. Hann hélt að ég yrði áfram en mér fannst ég þurfa að fara til Evrópu að spila,“ segir Viðar Örn. Peningarnir í kínverska boltanum virðast endalausir þessa stundina en félagaskiptametið var slegið fjórum sinnum á árinu og þar eru menn ekki hættir. Tim Cahill, landsliðsmaður Ástralíu sem spilar með Shanghai Shenhua, segir að það styttist í að kínverskt lið borgi 100 milljónir dollara fyrir leikmann.
Fótbolti Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Sjá meira