Styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2016 14:45 Tim Cahill, ástralski landsliðsmaðurinn sem leikur með Shanghai Shenhua í kínversku úrvalsdeildinni, segir það aðeins tímaspursmál hvenær eitthvað lið í deildinni greiði 100 milljónir dollara (70 milljónir punda, 13 milljarðar íslenskra króna) fyrir leikmann. Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum en það hófst með kaupum Shanghai SIPG á Elkeson frá Guangzhou Evergrande. Hann kostaði 18 milljónir evra. Fyrrverandi Íslendingaliðið Jiangsu Suning borgaði svo 28 milljónir evra fyrir Ramires frá Chelsea áður en Evergrande keypti Jackson Martínez frá Atlético Madríd fyrir 42 milljónir evra. Jiangsu var fljótt að ná metinu aftur með 50 milljóna evra kaupum á Alex Teixeira frá Shakhtar Donetsk. „Þegar ég fór fyrst til Kína vissi ég alveg hver hugsjónin var. Ég vissi hvað stóð til og hvað liðin vildu gera. En að sjá hversu langt þetta er komið er alveg klikkað,“ segir Cahill í viðtali við Fox Sports. Leikmenn á borð við Gervinho og Fredy Guardin færðu sig einnig til kína í janúar en á síðustu leiktíð spiluðu þar Paulinho, Demba Ba, Stephane Mbia og Asamoah Gyan. Shanghai Shenhua gæti svo verið að ganga frá kaupum á Ezequiel Lavezzi frá PSG. „Kínversku liðin eiga pening og þau vilja gera eitthvað. Þau skilja um hvað þetta snýst og ef þau eru ekki ánægð með leikmenn þá bara fara þeir. Þess vegna er leikmannaveltan svona mikil. Maður sér mikið af leikmönnum koma og fara,“ segir Cahill. „Það er ruglað að sjá þetta og þetta mun bara verða verra. Þessi deild á eftir að verða stór. Það styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn og það auðveldlega,“ segir Tim Cahill. Fótbolti Tengdar fréttir Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Tim Cahill, ástralski landsliðsmaðurinn sem leikur með Shanghai Shenhua í kínversku úrvalsdeildinni, segir það aðeins tímaspursmál hvenær eitthvað lið í deildinni greiði 100 milljónir dollara (70 milljónir punda, 13 milljarðar íslenskra króna) fyrir leikmann. Metið yfir dýrasta leikmann í sögu kínversku úrvalsdeildarinnar var slegið fjórum sinnum á síðustu vikum en það hófst með kaupum Shanghai SIPG á Elkeson frá Guangzhou Evergrande. Hann kostaði 18 milljónir evra. Fyrrverandi Íslendingaliðið Jiangsu Suning borgaði svo 28 milljónir evra fyrir Ramires frá Chelsea áður en Evergrande keypti Jackson Martínez frá Atlético Madríd fyrir 42 milljónir evra. Jiangsu var fljótt að ná metinu aftur með 50 milljóna evra kaupum á Alex Teixeira frá Shakhtar Donetsk. „Þegar ég fór fyrst til Kína vissi ég alveg hver hugsjónin var. Ég vissi hvað stóð til og hvað liðin vildu gera. En að sjá hversu langt þetta er komið er alveg klikkað,“ segir Cahill í viðtali við Fox Sports. Leikmenn á borð við Gervinho og Fredy Guardin færðu sig einnig til kína í janúar en á síðustu leiktíð spiluðu þar Paulinho, Demba Ba, Stephane Mbia og Asamoah Gyan. Shanghai Shenhua gæti svo verið að ganga frá kaupum á Ezequiel Lavezzi frá PSG. „Kínversku liðin eiga pening og þau vilja gera eitthvað. Þau skilja um hvað þetta snýst og ef þau eru ekki ánægð með leikmenn þá bara fara þeir. Þess vegna er leikmannaveltan svona mikil. Maður sér mikið af leikmönnum koma og fara,“ segir Cahill. „Það er ruglað að sjá þetta og þetta mun bara verða verra. Þessi deild á eftir að verða stór. Það styttist í að kínverskt lið rjúfi 100 milljóna dollara múrinn og það auðveldlega,“ segir Tim Cahill.
Fótbolti Tengdar fréttir Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00 Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Keyptur fyrir samtals ellefu milljarða með 202 daga millibili Jackson Martínez varð í gærkvöldi dýrasti leikmaðurinn í sögu kínverska fótboltans. 3. febrúar 2016 08:00
Ramires farinn til Kína Sama dag og Jiangsu Suning missti Viðar Örn Kjartansson opnaði félagið veskið og keypti Brasilíumanninn Ramires frá Chelsea. 28. janúar 2016 08:45