Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2016 10:00 Leikmenn Liverpool fagna sigrinum. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. Liverpool komst í úrslitaleikinn eftir sigur í vítakeppni á móti Stoke á Anfield í gær en belgíski markvörðurinn Simon Mignolet varði tvö víti frá leikmönnum Stoke í vítakeppninni og var hetja liðsins. Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Jürgen Klopp með Liverpool en ekki fyrsti úrslitaleikur hans á Wembley. Hann fór með Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2013 þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München.Sjá einnig:Liverpool í úrslitaleikinn á Wembley | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Liverpool mætir annaðhvort Everton eða Manchester City í úrslitaleiknum á Wembley en seinni undanúrslitaleikur þeirra fer fram í kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram 28. febrúar næstkomandi og Jürgen Klopp er sigurviss. „Manchester City eða Everton, það skiptir mig engu máli, því við munum vinna bikarinn," sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports. „Liverpool er yndisleg borg og hún á skilið að vinna," sagði Klopp kátur. „Ég hef verið í Liverpool í fjóra mánuði og get bara lofað borgina. Það er frábært að búa hérna og æðislegt að hitta fólkið, jafnvel þótt að maður hitti á Everton-stuðningsmenn," sagði Klopp kíminn. „Það yrði frábær úrslitaleikur ef Liverpool-liðin myndu mætast en þetta verður hvort sem er mjög mikilvægur úrslitaleikur fyrir LFC," sagði Klopp. Liverpool tapaði leiknum 1-0 en hafði unnið fyrri leikinn með sama mun á heimavelli Stoke. „Þetta var góður leikur á móti mjög erfiðum andstæðingi sem skipti um leikskipulag og fór að spila gamla Stoke-fótboltann, frá [Jack] Butland til [Peter] Crouch . Við vorum í smá vandræðum en þeir fengu þó ekki mörg færi," sagði Klopp. „Við hefðum átt að spila meiri fótbolta í fyrri hálfleiknum en svo ná þeir inn markinu. Ég held að það sjá það allir að það var rangstöðumark. Við vorum óheppnir þar en heppnin var með okkur í vítakeppninni," sagði Klopp. „Mínir menn áttu þetta skilið og Liverpool átti þetta skilið. Stuðningsmennirnir áttu þetta skilið. Þetta var frábær stund fyrir okkar lið. Við þurftum að leggja mikið á okkur enda er aldrei auðvelt að komast í úrslitaleik. Þetta var erfiður leikur en sanngjörn úrslit," sagði Klopp.Jürgen Klopp þakkar Mark Hughes fyrir leikinn.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. 9. janúar 2016 12:00 Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley. Liverpool komst í úrslitaleikinn eftir sigur í vítakeppni á móti Stoke á Anfield í gær en belgíski markvörðurinn Simon Mignolet varði tvö víti frá leikmönnum Stoke í vítakeppninni og var hetja liðsins. Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Jürgen Klopp með Liverpool en ekki fyrsti úrslitaleikur hans á Wembley. Hann fór með Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2013 þar sem liðið tapaði fyrir Bayern München.Sjá einnig:Liverpool í úrslitaleikinn á Wembley | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Liverpool mætir annaðhvort Everton eða Manchester City í úrslitaleiknum á Wembley en seinni undanúrslitaleikur þeirra fer fram í kvöld. Úrslitaleikurinn fer fram 28. febrúar næstkomandi og Jürgen Klopp er sigurviss. „Manchester City eða Everton, það skiptir mig engu máli, því við munum vinna bikarinn," sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports. „Liverpool er yndisleg borg og hún á skilið að vinna," sagði Klopp kátur. „Ég hef verið í Liverpool í fjóra mánuði og get bara lofað borgina. Það er frábært að búa hérna og æðislegt að hitta fólkið, jafnvel þótt að maður hitti á Everton-stuðningsmenn," sagði Klopp kíminn. „Það yrði frábær úrslitaleikur ef Liverpool-liðin myndu mætast en þetta verður hvort sem er mjög mikilvægur úrslitaleikur fyrir LFC," sagði Klopp. Liverpool tapaði leiknum 1-0 en hafði unnið fyrri leikinn með sama mun á heimavelli Stoke. „Þetta var góður leikur á móti mjög erfiðum andstæðingi sem skipti um leikskipulag og fór að spila gamla Stoke-fótboltann, frá [Jack] Butland til [Peter] Crouch . Við vorum í smá vandræðum en þeir fengu þó ekki mörg færi," sagði Klopp. „Við hefðum átt að spila meiri fótbolta í fyrri hálfleiknum en svo ná þeir inn markinu. Ég held að það sjá það allir að það var rangstöðumark. Við vorum óheppnir þar en heppnin var með okkur í vítakeppninni," sagði Klopp. „Mínir menn áttu þetta skilið og Liverpool átti þetta skilið. Stuðningsmennirnir áttu þetta skilið. Þetta var frábær stund fyrir okkar lið. Við þurftum að leggja mikið á okkur enda er aldrei auðvelt að komast í úrslitaleik. Þetta var erfiður leikur en sanngjörn úrslit," sagði Klopp.Jürgen Klopp þakkar Mark Hughes fyrir leikinn.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. 9. janúar 2016 12:00 Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30 Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13 Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52 Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Klopp: Gagnrýnið mig, ekki leikmennina Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann taki alla ábyrgð á 2-2 jafntefli liðsins gegn Exeter í enska bikarnum í gærkvöldi. Brad Smith bjargaði Liverpool fyrir horn, en liðin mætast á nýjan leik á Anfield. 9. janúar 2016 12:00
Klopp hvetur unga leikmenn að elta ekki peninginn Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir það hættulegt fyrir unga leikmenn að skipta um félag snemma á ferlinum. 20. janúar 2016 14:30
Klopp: Erfitt að leita að gleraugum án gleraugna Þjóðverjinn týndi gleraugunum sínum í fagnaðarlátunum á Carrow Road í dag. 23. janúar 2016 16:13
Klopp: Áttum þetta skilið Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik. 26. janúar 2016 22:52
Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans. 16. janúar 2016 11:00