Lygileg atburðarás leiddi til handtöku El Chapo Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. janúar 2016 12:24 Saksóknari í Mexíkó segir að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að framselja eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem einnig er þekktur undir nafninu El Chapo, eða hinn smávaxni, til Bandaríkjanna. Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að manninum, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. El Chapo komst í heimsfréttirnar fyrir hálfu ári er hann gróf sig út úr öryggisfangelsi í heimalandinu. Bandaríkin óskuðu eftir framsali Guzman árið 2014 en þeim beiðnum var hafnað. Ástæðan fyrir því að fallist verður á beiðnina núna er að mexíkósk yfirvöld telja fullreynt að halda honum innan veggja þarlendra fangelsa. Sjá einnig: Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Guzman slapp úr Almoloya de Juarez fangelsinu á ævintýralegan hátt í júlí þegar hann fór í gegnum rúmlega kílómetralöng göng sem grafin höfðu verið úr fangaklefa hans. Göngin þóttu hin fullkomnustu en í þeim var meðal annars loftræstikerfi. Árið 2001 slapp hann úr öðru fangelsi og er talið að það hafi gerst eftir að hann mútaði fangavörðum til að koma sér fyrir í óhreinataui fangelsisins áður en farið var með það úr húsinu. Ekki er ljóst hvenær framsalsbeiðnin verður tekin fyrir en Guzman hefur þrjá daga til að mótmæla ásökunum gegn sér. Í kjölfarið fylgir tuttugu daga frestur til þess sýna fram á að varnir hans séu sannar. Tímaritið Rolling Stone birti í nótt viðtal sem bandaríski Hollywoodleikarinn Sean Penn tók við Guzman á leynilegum stað í regnskógum Mexíkó stuttu eftir að hann braust út úr öryggisfangelsinu Altiplano. Komst Penn í samband við eiturlyfjabaróninn í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo.Sjá einnig: Hinn smávaxni líklega framseldur til BandaríkjannaEftir fundinn ákváðu þeir að taka annað viðtal einhverjum dögum seinna sem ekkert varð af vegna deilna Guzmans við mexíkósk yfirvöld. Þeir voru þó áfram í sambandi í gegnum síma og tölvupóst en Sean Penn tók mynd af þeim saman til sönnunar því að þeir hafi raunverulega hist. Talið er að lögregluyfirvöld í Mexikó hafi vitað af fundi Penn og Guzman. Fundurinn hafi leitt til þess að lögregla komst að því hvar Guzman hélt sig og tókst að handtaka hann á föstudag. Eru bæði Sean Penn og leikkonan Kate del Castillo sögð sæta rannsókn lögreglu í mexíkó vegna málsins. El Chapo er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum. Tengdar fréttir Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38 Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Saksóknari í Mexíkó segir að yfirvöld þar í landi hafi í hyggju að framselja eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem einnig er þekktur undir nafninu El Chapo, eða hinn smávaxni, til Bandaríkjanna. Bandaríski leikarinn Sean Penn er sagður hafa leitt yfirvöld að manninum, en hann tók leynilegt viðtal við hann stuttu eftir að hann slapp úr mexíkósku fangelsi. El Chapo komst í heimsfréttirnar fyrir hálfu ári er hann gróf sig út úr öryggisfangelsi í heimalandinu. Bandaríkin óskuðu eftir framsali Guzman árið 2014 en þeim beiðnum var hafnað. Ástæðan fyrir því að fallist verður á beiðnina núna er að mexíkósk yfirvöld telja fullreynt að halda honum innan veggja þarlendra fangelsa. Sjá einnig: Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Guzman slapp úr Almoloya de Juarez fangelsinu á ævintýralegan hátt í júlí þegar hann fór í gegnum rúmlega kílómetralöng göng sem grafin höfðu verið úr fangaklefa hans. Göngin þóttu hin fullkomnustu en í þeim var meðal annars loftræstikerfi. Árið 2001 slapp hann úr öðru fangelsi og er talið að það hafi gerst eftir að hann mútaði fangavörðum til að koma sér fyrir í óhreinataui fangelsisins áður en farið var með það úr húsinu. Ekki er ljóst hvenær framsalsbeiðnin verður tekin fyrir en Guzman hefur þrjá daga til að mótmæla ásökunum gegn sér. Í kjölfarið fylgir tuttugu daga frestur til þess sýna fram á að varnir hans séu sannar. Tímaritið Rolling Stone birti í nótt viðtal sem bandaríski Hollywoodleikarinn Sean Penn tók við Guzman á leynilegum stað í regnskógum Mexíkó stuttu eftir að hann braust út úr öryggisfangelsinu Altiplano. Komst Penn í samband við eiturlyfjabaróninn í gegnum mexíkósku leikkonuna Kate del Castillo.Sjá einnig: Hinn smávaxni líklega framseldur til BandaríkjannaEftir fundinn ákváðu þeir að taka annað viðtal einhverjum dögum seinna sem ekkert varð af vegna deilna Guzmans við mexíkósk yfirvöld. Þeir voru þó áfram í sambandi í gegnum síma og tölvupóst en Sean Penn tók mynd af þeim saman til sönnunar því að þeir hafi raunverulega hist. Talið er að lögregluyfirvöld í Mexikó hafi vitað af fundi Penn og Guzman. Fundurinn hafi leitt til þess að lögregla komst að því hvar Guzman hélt sig og tókst að handtaka hann á föstudag. Eru bæði Sean Penn og leikkonan Kate del Castillo sögð sæta rannsókn lögreglu í mexíkó vegna málsins. El Chapo er tíundi ríkasti maður Mexíkó og eiturlyfjaveldi hans er það stærsta sem sögur fara af. Hann hefur iðulega ratað á lista Forbes yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum.
Tengdar fréttir Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38 Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Hinn smávaxni líklega framseldur til Bandaríkjanna Fullreynt þykir að reyna halda Joaquin Guzman í mexíkóskum fangelsum. 9. janúar 2016 23:38
Fíkniefnabaróninn El Chapo handtekinn í Mexíkó Slapp úr fangelsi fyrir hálfu ári síðan og var eftirlýstur víða. 8. janúar 2016 22:16