Erlent

Hundruð handtekin í mótmælum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Lögreglumenn fylgjast með mótmælendum í Leipzig.
Lögreglumenn fylgjast með mótmælendum í Leipzig. vísir/EPA
Óeirðir brutust út í tengslum við mótmæli gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“ í þýsku borginni Leipzig á mánudagskvöld.

Kveikt var í bifreiðum og skemmdir unnar á byggingum. Meira en tvö hundruð manns voru handteknir en alls tóku um tvö þúsund manns þátt í mótmælunum.

Mótmælendurnir kenna stefnu þýskra stjórnvalda um árásir og kynferðisbrot gegn fjölda kvenna í miðborg Kölnar um áramótin. Árásarmennirnir voru flestir úr hópi flóttafólks frá Sýrlandi.

Þýsk stjórnvöld boða nú hertar reglur um brottflutning flóttafólks.

Ofbeldið í Köln hefur einnig kynt undir ótta og andúð á flóttafólki og útlendingum almennt. Það hefur meðal annars brotist út í árásum á útlendinga, meðal annars í Köln um síðustu helgi þar sem flytja þurfti þrjá menn á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×