Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 4. janúar 2016 07:00 Mótmælendur héldu á myndum af Sheikh Nimr al-Nimr í mótmælum fyrir utan sádíarabíska sendiráðið í Íran. Fréttablaðið/EPA „Óréttlát blóðsúthelling hins kúgaða #SheikhNimr kallar á stigvaxandi og guðlega refsingu sem mun heltaka stjórnmálamenn Sáda,“ skrifaði Khameini, erkiklerkur og æðsti embættismaður Írans, á Twitter í gær. Hann mótmælti aftöku sjía-klerksins Sheikh Nimr al-Nimr og 46 annarra í Sádi-Arabíu sem fram fór á laugardaginn. Einstaklingunum 47 er gert að sök að hafa lagt á ráðin um og ýtt undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. „Þessi kúgaði fræðimaður boðaði aldrei vopnaða hreyfingu, né var hann viðriðinn leynileg samsæri,“ skrifaði erkiklerkurinn. Þá sagði hann Sheikh Nimr hafa stundað friðsæl mótmæli gegn súnní-stjórninni í Sádi-Arabíu. Sheikh Nimr al-Nimr var einn helsti leiðtogi mótmælenda gegn ríkisstjórn Sádi-Arabíu frá því að arabíska vorið hófst árið 2012. Fjöldi manna hefur mótmælt um Mið-Austurlönd vegna aftökunnar en hundruð manna komu saman fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran á laugardagskvöld og aftur í gær til að mótmæla. Á laugardag var kveikt í sendiráðsbyggingunni auk þess sem mótmælendur brenndu veggspjöld með myndum af Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í lögregluaðgerðum. Sádi-Arabar hafa kallað sendiherra Írans á sinn fund til að fá skýringu á harðri afstöðu Írans. Þá hafa Sádi-Arabar slitið stjórnmálatengsl við Íran og Íransstjórn gert að flytja alla diplómata úr landinu innan 48 klukkustunda. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu segir að með því að fordæma aftökurnar hafi Íranir afhjúpað sig sem stuðningsmenn hryðjuverka. Hassan Rouhani, forseti Írans, fordæmdi mótmælin við sendiráð Sádi-Arabíu en ítrekaði þó þá afstöðu sína að aftökurnar hefðu verið óréttlátar. Margir fjölmiðlar í Sádi-Arabíu verja aftökurnar og segja landið öruggara fyrir vikið og ekki skipta máli hvort sjía- eða súnní-múslimar væru þar á ferð. Íranir hafa verið sterkir stuðningsmenn samfélaga sjía-múslima víða um Mið-Austurlönd. Fjölmiðlar í Íran fordæma aftökurnar og segja þær einungis virka sem olíu á eldinn og munu kalla á hefndaraðgerðir gegn ríkisstjórn Sáda. Hreyfing sem spratt upp úr arabíska vorinuSjía-klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr sem var tekinn af lífi á laugardaginn var einn höfuðpaura mótmælahreyfingar gegn súnní-stjórn Sádi-Arabíu. Hreyfingin spratt upp úr arabíska vorinu. Sheikh Nimr kallaði meðal annars eftir því að austurhéruð Sádi-Arabíu lýstu yfir sjálfstæði en héruðin eru afar olíurík og þar búa um tvær milljónir sjía-múslima. Hann gagnrýndi ríkisstjórn Sádi-Arabíu harðlega fyrir að hliðsetja og einangra samfélög sjía-múslima í landinu. Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
„Óréttlát blóðsúthelling hins kúgaða #SheikhNimr kallar á stigvaxandi og guðlega refsingu sem mun heltaka stjórnmálamenn Sáda,“ skrifaði Khameini, erkiklerkur og æðsti embættismaður Írans, á Twitter í gær. Hann mótmælti aftöku sjía-klerksins Sheikh Nimr al-Nimr og 46 annarra í Sádi-Arabíu sem fram fór á laugardaginn. Einstaklingunum 47 er gert að sök að hafa lagt á ráðin um og ýtt undir hryðjuverk í Sádi-Arabíu. „Þessi kúgaði fræðimaður boðaði aldrei vopnaða hreyfingu, né var hann viðriðinn leynileg samsæri,“ skrifaði erkiklerkurinn. Þá sagði hann Sheikh Nimr hafa stundað friðsæl mótmæli gegn súnní-stjórninni í Sádi-Arabíu. Sheikh Nimr al-Nimr var einn helsti leiðtogi mótmælenda gegn ríkisstjórn Sádi-Arabíu frá því að arabíska vorið hófst árið 2012. Fjöldi manna hefur mótmælt um Mið-Austurlönd vegna aftökunnar en hundruð manna komu saman fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran á laugardagskvöld og aftur í gær til að mótmæla. Á laugardag var kveikt í sendiráðsbyggingunni auk þess sem mótmælendur brenndu veggspjöld með myndum af Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungi Sádi-Arabíu. Fjörutíu mótmælendur voru handteknir í lögregluaðgerðum. Sádi-Arabar hafa kallað sendiherra Írans á sinn fund til að fá skýringu á harðri afstöðu Írans. Þá hafa Sádi-Arabar slitið stjórnmálatengsl við Íran og Íransstjórn gert að flytja alla diplómata úr landinu innan 48 klukkustunda. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu segir að með því að fordæma aftökurnar hafi Íranir afhjúpað sig sem stuðningsmenn hryðjuverka. Hassan Rouhani, forseti Írans, fordæmdi mótmælin við sendiráð Sádi-Arabíu en ítrekaði þó þá afstöðu sína að aftökurnar hefðu verið óréttlátar. Margir fjölmiðlar í Sádi-Arabíu verja aftökurnar og segja landið öruggara fyrir vikið og ekki skipta máli hvort sjía- eða súnní-múslimar væru þar á ferð. Íranir hafa verið sterkir stuðningsmenn samfélaga sjía-múslima víða um Mið-Austurlönd. Fjölmiðlar í Íran fordæma aftökurnar og segja þær einungis virka sem olíu á eldinn og munu kalla á hefndaraðgerðir gegn ríkisstjórn Sáda. Hreyfing sem spratt upp úr arabíska vorinuSjía-klerkurinn Sheikh Nimr al-Nimr sem var tekinn af lífi á laugardaginn var einn höfuðpaura mótmælahreyfingar gegn súnní-stjórn Sádi-Arabíu. Hreyfingin spratt upp úr arabíska vorinu. Sheikh Nimr kallaði meðal annars eftir því að austurhéruð Sádi-Arabíu lýstu yfir sjálfstæði en héruðin eru afar olíurík og þar búa um tvær milljónir sjía-múslima. Hann gagnrýndi ríkisstjórn Sádi-Arabíu harðlega fyrir að hliðsetja og einangra samfélög sjía-múslima í landinu.
Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira