Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Chris Christie og Rudy Giuliani hafa báðir staðið dyggilega með Trump og hafa fyrir vikið verið mátaðir við ráðherrastóla í væntanlegri ríkisstjórn. Nordicphotos/AFP Áður en Donald Trump tekur formlega við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi þarf hann að taka ákvörðun um það hverja hann hyggst hafa með sér í ríkisstjórn. Enn er ekkert vitað hverjir verða í ráðherraliði stjórnarinnar eða öðrum lykilembættum, en vísbendingar sjást í því hverjir hafa verið dyggustu stuðningsmenn Trumps í kosningabaráttunni. Þar hafa ekki síst verið nefndir þremenningarnir Chris Christie, Newt Gingrich og Rudy Giuliani, sem hafa allir verið áberandi í stuðningsliði Trumps síðustu mánuðina.Newt Gingrich, fyrrum forseti fulltrúadeildar þingsins.Christie, sem er ríkisstjóri í New Jersey, þykir til dæmis geta orðið dómsmálaráðherra eða heimavarnarráðherra. Eða jafnvel viðskiptaráðherra. Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar þingsins, hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur utanríkisráðherra. Þá hefur Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, verið talinn eiga möguleika á að verða dómsmálaráðherra. Fleiri hafa verið nefndir, til dæmis Rick Perry, sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Texas, David Clark, lögreglustjóri í Milwaukee, og Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu hersins.David Clarke, lögreglustjóri í Milwaukee, hefur verið tíður gestur í herbúðum Trumps.vísir/EPAFlynn gæti jafnvel orðið heimavarnarráðherra og Clark hefur verið nefndur sem hugsanlegur öryggismálaráðgjafi forsetans. Þá þykir skurðlæknirinn Ben Carson, sem keppti við Trump um að verða forsetaefni Repúblikana, hugsanlega koma til greina sem heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti tveir hafa verið sagðir hugsanlegir fjölmiðlafulltrúar Trumps, en það eru þeir Corey Lewandowsky og Jared Kushner. Kushner er tengdasonur Trumps en Lewandowsky var lengi framan af kosningastjóri hans. Þá eru þeir Steve Bannon og Reince Priebus sagðir koma til greina í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins.Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjahers, gæti orðið varnarmálaráðherra.vísir/EPABannon var helsti forsprakki hins umdeilda fréttavefs Breitbart News en hætti þar til að gerast kosningastjóri Trumps á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Priebus er hins vegar formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins og stóð þétt við bakið á Trump undir lokin. Ekkert er svo sem enn vitað hverja Trump velur með sér. Ekki er víst að neinn þeirra sem hér hafa verið nefndir endi í ríkisstjórn Trumps.Skurðlæknirinn Ben Carson lýsti yfir stuðningi við Trump eftir að hann sjálfur datt út í forkosningum.vísir/epaNæsta ríkisstjórn mun hins vegar hafa þingið með sér, að minnsta kosti næstu tvö árin meðan Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þess, fulltrúadeild og öldungadeild. Tvö ár eru hins vegar til næstu þingkosninga í Bandaríkjunum. Þá gæti staðan breyst þannig að Demókratar styrki stöðu sína á þingi verulega. Það er algengt á miðju fyrsta kjörtímabili forseta. Því má búast við að Trump og félagar reyni að koma sem mestu í verk fyrstu tvö árin, meðan Repúblikanar eru örugglega með meirihluta.Tengdasonurinn Jared Kushner og kosningastjórinn Stephen Bannon hafa báðir verið orðaðir við trúnaðarembætti Trumps.Nordicphotos/AFP Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Áður en Donald Trump tekur formlega við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi þarf hann að taka ákvörðun um það hverja hann hyggst hafa með sér í ríkisstjórn. Enn er ekkert vitað hverjir verða í ráðherraliði stjórnarinnar eða öðrum lykilembættum, en vísbendingar sjást í því hverjir hafa verið dyggustu stuðningsmenn Trumps í kosningabaráttunni. Þar hafa ekki síst verið nefndir þremenningarnir Chris Christie, Newt Gingrich og Rudy Giuliani, sem hafa allir verið áberandi í stuðningsliði Trumps síðustu mánuðina.Newt Gingrich, fyrrum forseti fulltrúadeildar þingsins.Christie, sem er ríkisstjóri í New Jersey, þykir til dæmis geta orðið dómsmálaráðherra eða heimavarnarráðherra. Eða jafnvel viðskiptaráðherra. Newt Gingrich, fyrrverandi forseti fulltrúadeildar þingsins, hefur verið nefndur til sögunnar sem hugsanlegur utanríkisráðherra. Þá hefur Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, verið talinn eiga möguleika á að verða dómsmálaráðherra. Fleiri hafa verið nefndir, til dæmis Rick Perry, sem er fyrrverandi ríkisstjóri í Texas, David Clark, lögreglustjóri í Milwaukee, og Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu hersins.David Clarke, lögreglustjóri í Milwaukee, hefur verið tíður gestur í herbúðum Trumps.vísir/EPAFlynn gæti jafnvel orðið heimavarnarráðherra og Clark hefur verið nefndur sem hugsanlegur öryggismálaráðgjafi forsetans. Þá þykir skurðlæknirinn Ben Carson, sem keppti við Trump um að verða forsetaefni Repúblikana, hugsanlega koma til greina sem heilbrigðisráðherra. Að minnsta kosti tveir hafa verið sagðir hugsanlegir fjölmiðlafulltrúar Trumps, en það eru þeir Corey Lewandowsky og Jared Kushner. Kushner er tengdasonur Trumps en Lewandowsky var lengi framan af kosningastjóri hans. Þá eru þeir Steve Bannon og Reince Priebus sagðir koma til greina í embætti starfsmannastjóra Hvíta hússins.Michael Flynn, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjahers, gæti orðið varnarmálaráðherra.vísir/EPABannon var helsti forsprakki hins umdeilda fréttavefs Breitbart News en hætti þar til að gerast kosningastjóri Trumps á síðustu vikum kosningabaráttunnar. Priebus er hins vegar formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins og stóð þétt við bakið á Trump undir lokin. Ekkert er svo sem enn vitað hverja Trump velur með sér. Ekki er víst að neinn þeirra sem hér hafa verið nefndir endi í ríkisstjórn Trumps.Skurðlæknirinn Ben Carson lýsti yfir stuðningi við Trump eftir að hann sjálfur datt út í forkosningum.vísir/epaNæsta ríkisstjórn mun hins vegar hafa þingið með sér, að minnsta kosti næstu tvö árin meðan Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þess, fulltrúadeild og öldungadeild. Tvö ár eru hins vegar til næstu þingkosninga í Bandaríkjunum. Þá gæti staðan breyst þannig að Demókratar styrki stöðu sína á þingi verulega. Það er algengt á miðju fyrsta kjörtímabili forseta. Því má búast við að Trump og félagar reyni að koma sem mestu í verk fyrstu tvö árin, meðan Repúblikanar eru örugglega með meirihluta.Tengdasonurinn Jared Kushner og kosningastjórinn Stephen Bannon hafa báðir verið orðaðir við trúnaðarembætti Trumps.Nordicphotos/AFP
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira